Blindur eftir bombuslys: „Flugeldasala eftirlitslaus“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2014 07:00 Baldur Sigurðarson hefur höfðað mál á hendur Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og tryggingafélaginu Sjóvá vegna skaða sem hann varð fyrir þegar flugeldaterta, terta ársins 2012, sem hann kveikti í sprakk snögglega um áramótin 2012/13. Við sprenginguna brotnaði höfuðkúpa Baldurs á þremur stöðum og sjón hans skaddaðist svo að nú er hann lögblindur. Baldur vill auka eftirlit með flugeldum verulega og vill að betur verði gætt að öryggi þeirra sem kaupa flugelda. „Þú þarft skotvopnaleyfi til að kaupa þér haglabyssukot og til að kaupa pínulitla álbikara sem skotið er úr loftriffli. Hver sem er getur þó keypt sér tertu ársins sem inniheldur 26 kíló af svörtu púðri og ekkert leyfi þarf til þess,“ segir Baldur. „Svart púður er sprengiefni og í Evrópu þarf sérstakt leyfi til að meðhöndla það, eða 200 grömm að hámarki. Í tertunni sem sprakk hjá mér voru 26 kíló af svörtu púðri. Í henni eru 190 hólkar, sem hver um sig hefur afl á við haglabyssuskot.“ Þá segir Baldur að eftirlit vanti á flugeldasölur. „Það er þannig víða og meira segja hér á Íslandi að geyma þarf púður í þar til gerðum sprengiefnageymslum við ákveðið hita- og rakastig. Björgunarsveitirnar geta þó geymt þetta í rökum geymslum og selt þetta einhverjum manni sem hendir því í skottið á bíl fyrir áramótin. Svo fullyrða þeir að það megi geyma þetta í tvö til þrjú ár.“ „Það sem meira er, þá virðast þeir endurmerkja gamlar birgðir svo þær séu nýjar. Það þýðir að á meðan ekkert innra eftirlit er til staðar geti þeir geymt flugelda í kannski fimm ár og enginn veit neitt. Það getur vel verið að tertan sem ég fékk hafi verið fimm ára gömul, ég bara veit það ekki.“ „Mér finnst vanta allt eftirlit hvað þetta varðar. Það sem ég vil fá út úr dómsmálinu er að eftirlit verði hert til muna og fólk fái ekki að kaupa stórhættulega flugelda nema það hafi til þess gerð leyfi.“ Baldur segir að búið sé að banna þessa tilteknu tertu á öllum Norðurlöndunum, Bretlandi og í Þýskalandi. „Þetta er sjálfsagt bara spursmál um hvenær einhver deyr hér á landi og ég fékk næstum því að njóta þess heiðurs. Ef skotið hefði hitt mig í hálsinn eða hausinn hefði ég steindrepist.“Baldur, skömmu eftir slysið.Vísir/DaníelÞað sem bjargaði Baldri er að hann var með vélstjóragleraugu sem sögð eru óbrjótanleg. „Þú getur lamið á þau með slaghamri án þess að þau brotni. Skotið fór beint í gleraugun og það bjargaði lífi mínu. Það var lán í óláni að skotið hitti í gleraugun sjálf. Annars væri ég ekki hér, ég væri neðanjarðar.“ Baldri bíða mörg ár af ýmsum aðgerðum og tilraunum svo hann geti endurheimt sjónina að einhverju leyti. „Ég er lögblindur og er stanslaust í skurð- eða laseraðgerðum og að setja í mig linsur og alls konar vesen. Í dag nota ég linsur og gleraugu til að ná þeirri sjón sem ég get.“ Þrýsting vantar í veikara auga Baldurs svo það krumpast saman og þá sér hann lítið sem ekkert úr því. „Þetta er ekki spurning um plús eða mínus, þetta er bara spurning um möguleika að sjá. Augað er fullt af dauðum punktum. Það er útilokað að sjá nokkuð.“ Hornhimnan í hinu auga Baldurs er mjög skemmd. „Ég er að horfa í gegnum ör svo ég sé allt mjög hvítt. Ég er þess vegna mjög háður sólgleraugum því birta fer mjög illa í mig. Svona er ekki lagað með gleraugum. Þetta væri hægt að laga með hornhimnuskiptum, en örin munu þó minnka með árunum. Talið er að hægt sé að minnka þau með stofnfrumuaðgerð, en til þess þyrfti ég að fara annaðhvort til Tyrklands eða London í aðgerð.“ Þrátt fyrir erfiðleikana er Baldur brattur. „Ég er með rosalega mikið og verðugt verkefni fyrir höndum sem ég þarf að leysa eins vel og mögulegt er. Það þýðir ekkert að grenja, ég verð bara að takast á við þetta, það er eina viðhorfið sem dugir. Það má ekki gleyma því að fullt af fólki hefur það miklu verra en ég. Ég hef þó alla vega þróttinn til að berjast fyrir minni heilsu og mínum rétti, en það eru ekki allir svo heppnir,“ segir Baldur.Vísir/Pjetur„Ég hef skotið upp mörgum svona tertum, enda er ég björgunarsveitarmaður og kann þetta. Ég gerði allt eins og á að gera og þegar ég bakkaði ég frá tertunni sprakk um einn fjórði af henni og hún skaut í allar áttir. Hún skaut á börnin mín, húsið mitt og mig. Svo hélt hún áfram að skjóta eins og ekkert hefði í skorist.“ Baldur segir að Sjóvá, tryggingafélag Landsbjargar, ætlist til þess að hann sanni að tertan hafi verið gölluð. „Það er erfitt að sanna að flugeldur sé gallaður sem brunninn er til kaldra kola. Hitt er annað mál að fjöldinn allur af flugeldum er gallaður. Það er alveg vitað og það sést um hver áramót. Það er erfitt að stinga hausnum í sandinn og segja að flugeldar séu ekki gallaðir. Þetta verður bara barátta.“ Baldur vill þrátt fyrir allt alls ekki kasta rýrð á Landsbjörgu. „Landsbjörg er algjörlega nauðsynlegt batterí. Ég hef alltaf dáð og dýrkað félagið og hef starfað mikið fyrir þá. Ég vil ólmur að þeirra vegur verði sem mestur og bestur. Þeir sem stjórna Landsbjörgu verða þó að kunna að haga sér. Ég hef allavega ekki fengið þann stuðning frá þeim sem ég átti von á.“ „Ef einhver selur varning sem reynist stórhættulegur verður sá sem selur hann að axla ábyrgð að mínu mati. Það er ekki hægt að stinga hausnum í sandinn. Það þarf að axla ábyrgð og hjálpa fólki í gegnum ferlið. Það er ekkert grín að vera alsjáandi einn daginn og blindur þann næsta,“ segir Baldur að endingu. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Sjóðir Stígamóta að tæmast og uppsagnir að óbreyttu fram undan Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira
Baldur Sigurðarson hefur höfðað mál á hendur Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og tryggingafélaginu Sjóvá vegna skaða sem hann varð fyrir þegar flugeldaterta, terta ársins 2012, sem hann kveikti í sprakk snögglega um áramótin 2012/13. Við sprenginguna brotnaði höfuðkúpa Baldurs á þremur stöðum og sjón hans skaddaðist svo að nú er hann lögblindur. Baldur vill auka eftirlit með flugeldum verulega og vill að betur verði gætt að öryggi þeirra sem kaupa flugelda. „Þú þarft skotvopnaleyfi til að kaupa þér haglabyssukot og til að kaupa pínulitla álbikara sem skotið er úr loftriffli. Hver sem er getur þó keypt sér tertu ársins sem inniheldur 26 kíló af svörtu púðri og ekkert leyfi þarf til þess,“ segir Baldur. „Svart púður er sprengiefni og í Evrópu þarf sérstakt leyfi til að meðhöndla það, eða 200 grömm að hámarki. Í tertunni sem sprakk hjá mér voru 26 kíló af svörtu púðri. Í henni eru 190 hólkar, sem hver um sig hefur afl á við haglabyssuskot.“ Þá segir Baldur að eftirlit vanti á flugeldasölur. „Það er þannig víða og meira segja hér á Íslandi að geyma þarf púður í þar til gerðum sprengiefnageymslum við ákveðið hita- og rakastig. Björgunarsveitirnar geta þó geymt þetta í rökum geymslum og selt þetta einhverjum manni sem hendir því í skottið á bíl fyrir áramótin. Svo fullyrða þeir að það megi geyma þetta í tvö til þrjú ár.“ „Það sem meira er, þá virðast þeir endurmerkja gamlar birgðir svo þær séu nýjar. Það þýðir að á meðan ekkert innra eftirlit er til staðar geti þeir geymt flugelda í kannski fimm ár og enginn veit neitt. Það getur vel verið að tertan sem ég fékk hafi verið fimm ára gömul, ég bara veit það ekki.“ „Mér finnst vanta allt eftirlit hvað þetta varðar. Það sem ég vil fá út úr dómsmálinu er að eftirlit verði hert til muna og fólk fái ekki að kaupa stórhættulega flugelda nema það hafi til þess gerð leyfi.“ Baldur segir að búið sé að banna þessa tilteknu tertu á öllum Norðurlöndunum, Bretlandi og í Þýskalandi. „Þetta er sjálfsagt bara spursmál um hvenær einhver deyr hér á landi og ég fékk næstum því að njóta þess heiðurs. Ef skotið hefði hitt mig í hálsinn eða hausinn hefði ég steindrepist.“Baldur, skömmu eftir slysið.Vísir/DaníelÞað sem bjargaði Baldri er að hann var með vélstjóragleraugu sem sögð eru óbrjótanleg. „Þú getur lamið á þau með slaghamri án þess að þau brotni. Skotið fór beint í gleraugun og það bjargaði lífi mínu. Það var lán í óláni að skotið hitti í gleraugun sjálf. Annars væri ég ekki hér, ég væri neðanjarðar.“ Baldri bíða mörg ár af ýmsum aðgerðum og tilraunum svo hann geti endurheimt sjónina að einhverju leyti. „Ég er lögblindur og er stanslaust í skurð- eða laseraðgerðum og að setja í mig linsur og alls konar vesen. Í dag nota ég linsur og gleraugu til að ná þeirri sjón sem ég get.“ Þrýsting vantar í veikara auga Baldurs svo það krumpast saman og þá sér hann lítið sem ekkert úr því. „Þetta er ekki spurning um plús eða mínus, þetta er bara spurning um möguleika að sjá. Augað er fullt af dauðum punktum. Það er útilokað að sjá nokkuð.“ Hornhimnan í hinu auga Baldurs er mjög skemmd. „Ég er að horfa í gegnum ör svo ég sé allt mjög hvítt. Ég er þess vegna mjög háður sólgleraugum því birta fer mjög illa í mig. Svona er ekki lagað með gleraugum. Þetta væri hægt að laga með hornhimnuskiptum, en örin munu þó minnka með árunum. Talið er að hægt sé að minnka þau með stofnfrumuaðgerð, en til þess þyrfti ég að fara annaðhvort til Tyrklands eða London í aðgerð.“ Þrátt fyrir erfiðleikana er Baldur brattur. „Ég er með rosalega mikið og verðugt verkefni fyrir höndum sem ég þarf að leysa eins vel og mögulegt er. Það þýðir ekkert að grenja, ég verð bara að takast á við þetta, það er eina viðhorfið sem dugir. Það má ekki gleyma því að fullt af fólki hefur það miklu verra en ég. Ég hef þó alla vega þróttinn til að berjast fyrir minni heilsu og mínum rétti, en það eru ekki allir svo heppnir,“ segir Baldur.Vísir/Pjetur„Ég hef skotið upp mörgum svona tertum, enda er ég björgunarsveitarmaður og kann þetta. Ég gerði allt eins og á að gera og þegar ég bakkaði ég frá tertunni sprakk um einn fjórði af henni og hún skaut í allar áttir. Hún skaut á börnin mín, húsið mitt og mig. Svo hélt hún áfram að skjóta eins og ekkert hefði í skorist.“ Baldur segir að Sjóvá, tryggingafélag Landsbjargar, ætlist til þess að hann sanni að tertan hafi verið gölluð. „Það er erfitt að sanna að flugeldur sé gallaður sem brunninn er til kaldra kola. Hitt er annað mál að fjöldinn allur af flugeldum er gallaður. Það er alveg vitað og það sést um hver áramót. Það er erfitt að stinga hausnum í sandinn og segja að flugeldar séu ekki gallaðir. Þetta verður bara barátta.“ Baldur vill þrátt fyrir allt alls ekki kasta rýrð á Landsbjörgu. „Landsbjörg er algjörlega nauðsynlegt batterí. Ég hef alltaf dáð og dýrkað félagið og hef starfað mikið fyrir þá. Ég vil ólmur að þeirra vegur verði sem mestur og bestur. Þeir sem stjórna Landsbjörgu verða þó að kunna að haga sér. Ég hef allavega ekki fengið þann stuðning frá þeim sem ég átti von á.“ „Ef einhver selur varning sem reynist stórhættulegur verður sá sem selur hann að axla ábyrgð að mínu mati. Það er ekki hægt að stinga hausnum í sandinn. Það þarf að axla ábyrgð og hjálpa fólki í gegnum ferlið. Það er ekkert grín að vera alsjáandi einn daginn og blindur þann næsta,“ segir Baldur að endingu.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Sjóðir Stígamóta að tæmast og uppsagnir að óbreyttu fram undan Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira