Veistu hvað þú borðar? Hörður Harðarson skrifar 3. apríl 2014 07:00 Þegar við setjumst niður og borðum mat þá skiptir okkur máli hvað er á disknum. Við sjáum hvernig maturinn lítur út, finnum hvernig hann lyktar og bragðast og upplýsingar um næringarinnihald má yfirleitt finna á umbúðunum. Það segir þó ekki alla söguna. Við viljum líka vita hvernig maturinn varð til og við hvaða aðstæður. Svörin við þeim spurningum eru sjaldnast á umbúðunum. Í Danmörku hafa fjölmiðlar fylgt vel eftir umræðu í þjóðfélaginu um stöðu aðbúnaðar á svínabúum og gert ítarlega grein fyrir þeim aðferðum sem unnið er eftir. Þar hefur meðal annars komið fram að sýklalyf eru sett í fóður dýranna til að koma í veg fyrir sýkingar og auka vaxtarhraða. Með þessari aðferð fara lyfin ekki eingöngu í þá grísi sem þurfa á þeim að halda, heldur líka grísi sem eru heilbrigðir og hafa ekki þörf fyrir slíka lyfjagjöf sem skapar hættu á lyfjaónæmi. Þetta er ekki gert hér á Íslandi og er reyndar ólöglegt. Hér á landi er notkun sýklalyfja í algjöru lágmarki og þau eingöngu notuð undir eftirliti dýralækna þegar þörf krefur. Þegar Íslendingar bera saman bækur sínar við kollega sína erlendis vekur það furðu hversu lítil lyfjanotkun er í svínabúskap hér á landi. Staðreyndin er að hvergi í heiminum er notað minna af lyfjum í svínabúskap en á Íslandi. Þetta leiðir vissulega til hærri kostnaðar en ávinningurinn er aukin velferð dýranna auk betri og hollari afurða sem eru góðar fréttir fyrir íslenska neytendur. Nú stendur yfir innleiðing á nýrri og framsækinni löggjöf um velferð dýra. Svínabændum er mikið í mun að hún takist vel og hafa í þeim tilgangi farið þess á leit við landbúnaðarráðherra að erlendur sérfræðingur verði fenginn til þess að gera úttekt á íslenskum svínabúum með hliðsjón af nýju lögunum og veita ráðgjöf um nauðsynlegar úrbætur. Á næstu árum er því ljóst að miklar breytingar munu verða í íslenskum svínabúum sem miða að aukinni velferð og bættum aðbúnaði svína. Þegar þeim lýkur eiga íslenskir neytendur að geta treyst því að þær svínaafurðir sem rata á þeirra disk urðu til með þeim hætti sem best gerist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Þegar við setjumst niður og borðum mat þá skiptir okkur máli hvað er á disknum. Við sjáum hvernig maturinn lítur út, finnum hvernig hann lyktar og bragðast og upplýsingar um næringarinnihald má yfirleitt finna á umbúðunum. Það segir þó ekki alla söguna. Við viljum líka vita hvernig maturinn varð til og við hvaða aðstæður. Svörin við þeim spurningum eru sjaldnast á umbúðunum. Í Danmörku hafa fjölmiðlar fylgt vel eftir umræðu í þjóðfélaginu um stöðu aðbúnaðar á svínabúum og gert ítarlega grein fyrir þeim aðferðum sem unnið er eftir. Þar hefur meðal annars komið fram að sýklalyf eru sett í fóður dýranna til að koma í veg fyrir sýkingar og auka vaxtarhraða. Með þessari aðferð fara lyfin ekki eingöngu í þá grísi sem þurfa á þeim að halda, heldur líka grísi sem eru heilbrigðir og hafa ekki þörf fyrir slíka lyfjagjöf sem skapar hættu á lyfjaónæmi. Þetta er ekki gert hér á Íslandi og er reyndar ólöglegt. Hér á landi er notkun sýklalyfja í algjöru lágmarki og þau eingöngu notuð undir eftirliti dýralækna þegar þörf krefur. Þegar Íslendingar bera saman bækur sínar við kollega sína erlendis vekur það furðu hversu lítil lyfjanotkun er í svínabúskap hér á landi. Staðreyndin er að hvergi í heiminum er notað minna af lyfjum í svínabúskap en á Íslandi. Þetta leiðir vissulega til hærri kostnaðar en ávinningurinn er aukin velferð dýranna auk betri og hollari afurða sem eru góðar fréttir fyrir íslenska neytendur. Nú stendur yfir innleiðing á nýrri og framsækinni löggjöf um velferð dýra. Svínabændum er mikið í mun að hún takist vel og hafa í þeim tilgangi farið þess á leit við landbúnaðarráðherra að erlendur sérfræðingur verði fenginn til þess að gera úttekt á íslenskum svínabúum með hliðsjón af nýju lögunum og veita ráðgjöf um nauðsynlegar úrbætur. Á næstu árum er því ljóst að miklar breytingar munu verða í íslenskum svínabúum sem miða að aukinni velferð og bættum aðbúnaði svína. Þegar þeim lýkur eiga íslenskir neytendur að geta treyst því að þær svínaafurðir sem rata á þeirra disk urðu til með þeim hætti sem best gerist.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar