Þeir græða sem brjóta Stefán Þorvaldur Þórsson skrifar 3. apríl 2014 07:00 Þegar ferðamálaráðherra talar um náttúrupassann sinn, þá verður mér alltaf hugsað til förumannsins Sölva Helgasonar og falsaða reisupassans sem hann útbjó á tímum vistarbandsins. Þá voru ferðalög alþýðufólks takmörkunum háð og flakk var stranglega bannað. Ekki býst ég þó við því að verða hýddur eins og Sölvi, en ég vil ekki vera með reisupassa þegar ég ferðast um landið mitt. Peninga þarf vissulega í þessa ferðamannastaði, en það má ekki vera á kostnað almannaréttar eða með ólögmætri gjaldtöku einstakra landeigenda, sem gæti hæglega verið á fölskum forsendum, þar sem enginn fylgist með hvort tugir eða hundruð milljóna myndu fara í uppbyggingu eða í vasa landeigenda. Þannig er málum háttað við lögleysuna hjá Geysi. Margir hafa bent á góðar leiðir til að afla fjármagns, en ekki virðist vera hlustað á þá. Hugmyndin um náttúrupassa er að mínu mati fráleit, sérstaklega þar sem rætt er um að landeigendum verði í sjálfsvald sett hvort þeir vilji „vera með“. Upphrópunum landeigenda um landspjöll ber líka að taka með fyrirvara, þar sem engin sönnunarbyrði er til staðar. Þar hefur Geysissvæðið verið miðdepill umræðunnar. Væri ekki betra að takmarka fjölda ferðamanna á svæðið, heldur en að hafa engin takmörk á fjölda, svo lengi sem fólk greiðir aðgangseyri? Hverfa þolmörkin kannski við gjaldtöku? Uppbyggingin við hverasvæðið hefur einnig verið kostuð af ríkinu og landeigendur hafa ekki getað framvísað reikningum til sönnunar á meintum sligandi kostnaði við svæðið, enda hreinn uppspuni. Það er hinsvegar efni í aðra umræðu, en hér verður fjallað um lögmæti gjaldtökunnar. Gjaldtakan við Geysi og Kerið, ásamt fyrirhugaðri gjaldtöku landeigenda víða um land, er ólögleg og skýrt brot á náttúruverndarlögum. Nú er til staðar ákvæði um gjaldtöku í náttúruverndarlögum, en því verður aðeins löglega beitt af UST eða rekstraraðila/umsjónaraðila sem hefur samning við UST, undirritaðan af umhverfisráðherra. (Í grein þessari verður vitnað í núgildandi lög frá 1999, en samskonar ákvæði um gjaldtöku eru í nýju náttúruverndarlögunum.)32. grein (gjaldtaka) er svohljóðandi: „Náttúruvernd ríkisins eða sá aðili sem falinn hefur verið rekstur náttúruverndarsvæðis getur ákveðið gjald fyrir veitta þjónustu. Rekstraraðili náttúruverndarsvæðis getur enn fremur ákveðið gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum.Tekjum samkvæmt síðari málslið 1. mgr. skal varið til eftirlits, lagfæringar eða uppbyggingar svæðisins eða aðkomu að því.“Hvorki Kerfélagið, Landeigendafélag Geysis né Landeigendafélag Reykjahlíðar uppfylla þessi skilyrði. Þeim hefur ekki verið falinn neinn rekstur af hendi UST.Í 30. grein náttúruverndarlaga (Umsjón falin öðrum) stendur:„Náttúruvernd ríkisins getur falið einstaklingum eða lögaðilum umsjón og rekstur náttúruverndarsvæða að þjóðgörðum undanskildum. Gera skal sérstakan samning um umsjón og rekstur svæðanna sem umhverfisráðherra staðfestir. Í samningnum skal kveða á um réttindi og skyldur samningsaðila, mannvirkjagerð á svæðunum og aðrar framkvæmdir, landvörslu, menntun starfsmanna, móttöku ferðamanna og fræðslu, svo og gjaldtöku, sbr. 32. gr. Náttúruvernd ríkisins hefur eftirlit með því að umsjónar- og rekstraraðili uppfylli samningsskuldbindingar.“Þar til þessum landeigendum hefur verið falinn rekstur náttúruverndarsvæðis, með samningi við Umhverfisstofnun (Náttúruvernd ríkisins) geta þeir ekki hafið neina gjaldtöku. Samningur þessi er því nauðsynleg forsenda, sem þeir hafa ekki. Landeigendafélagið við Geysi hefur bent á að ríkið rukki inn í Vatnshelli á Snæfellsnesi, til að réttlæta sína ólögmætu gjaldtöku. En þar hafa rekstraraðilar einmitt gert samning við Þjóðgarðinn á Snæfellsnesi (UST). Þar er einnig um að ræða ítarlega leiðsögn undir eftirliti í viðkvæmum hraunhelli, þar að auki er hellirinn innan þjóðgarðsins, þar sem sérákvæði gilda. Arðgreiðslur hafa einnig verið títt nefndar af landeigendum í þessari umræðu og finnst þeim ekkert sjálfsagðara en að tekjur af gjaldtökunni renni í arðgreiðslur. Þeir hafa væntanlega ekki kynnt sér 32. grein vel, en þar stendur:„Tekjum samkvæmt síðari málslið 1. mgr. skal varið til eftirlits, lagfæringar eða uppbyggingar svæðisins eða aðkomu að því.“ Erfitt er að sjá annað en að arðgreiðslur af tekjunum væru þar með ólöglegar. Ef það er rétt, þá er öruggt að áhugi landeigenda mun hverfa eins og dögg fyrir sólu.Almannaréttur Almannarétturinn gildir á öllu óræktuðu landi, burtséð frá eignarhaldi. Undantekningar eru þó til, t.d. varplönd eða viðkvæmir hraunhellar o.s.frv.Í 14. grein náttúruverndarlaga segir:„Mönnum er heimilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétthafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar. Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustíga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.“ Það eina sem landeigendur geta gert er að loka svæðum sem þeir telja vera undir álagi (sbr. 14. grein), þ.e.a.s. ef það er afgirt eignarland í byggð, en það hlýtur að vera brot á almannarétti að krefjast aðgangseyris á þeim forsendum að landið sé lokað fyrir þá sem ekki vilja borga en opið fyrir hina. Annaðhvort er för fólks bönnuð, eða ekki. Svæðið er þá lokað eða opið fyrir umferð fólks. Þar að auki er það algjörlega galið að engin sönnunarbyrði hvíli á landeigendum, um skemmdir á landi, ef þeir hyggjast loka því einhverra hluta vegna. Það væri eðlilegt að einhver úttekt af hálfu UST færi fram. Annars býður þetta ákvæði upp á fullkomna misnotkun af hendi landeigenda. Dæmi eru um slíkt víða um land. Ferðamálaráðherra hefur sagt að engin „verði neyddur“ til að taka þátt í fyrirhuguðum náttúrupassa. Það myndi leiða til þess að einstaka landeigendur tækju einhliða ákvörðun um ólöglega gjaldtöku af Íslendingum (og útlendingum), meðan við borgum ríkinu sérstakan skatt vegna ferðalaga um eigið land. „Þeir greiða sem njóta“ er kjörorð Kerfélagsins og nýjasta tískuorð ferðamálaráðherra. Eða er það kannski „þeir græða sem brjóta“ – lögin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Þegar ferðamálaráðherra talar um náttúrupassann sinn, þá verður mér alltaf hugsað til förumannsins Sölva Helgasonar og falsaða reisupassans sem hann útbjó á tímum vistarbandsins. Þá voru ferðalög alþýðufólks takmörkunum háð og flakk var stranglega bannað. Ekki býst ég þó við því að verða hýddur eins og Sölvi, en ég vil ekki vera með reisupassa þegar ég ferðast um landið mitt. Peninga þarf vissulega í þessa ferðamannastaði, en það má ekki vera á kostnað almannaréttar eða með ólögmætri gjaldtöku einstakra landeigenda, sem gæti hæglega verið á fölskum forsendum, þar sem enginn fylgist með hvort tugir eða hundruð milljóna myndu fara í uppbyggingu eða í vasa landeigenda. Þannig er málum háttað við lögleysuna hjá Geysi. Margir hafa bent á góðar leiðir til að afla fjármagns, en ekki virðist vera hlustað á þá. Hugmyndin um náttúrupassa er að mínu mati fráleit, sérstaklega þar sem rætt er um að landeigendum verði í sjálfsvald sett hvort þeir vilji „vera með“. Upphrópunum landeigenda um landspjöll ber líka að taka með fyrirvara, þar sem engin sönnunarbyrði er til staðar. Þar hefur Geysissvæðið verið miðdepill umræðunnar. Væri ekki betra að takmarka fjölda ferðamanna á svæðið, heldur en að hafa engin takmörk á fjölda, svo lengi sem fólk greiðir aðgangseyri? Hverfa þolmörkin kannski við gjaldtöku? Uppbyggingin við hverasvæðið hefur einnig verið kostuð af ríkinu og landeigendur hafa ekki getað framvísað reikningum til sönnunar á meintum sligandi kostnaði við svæðið, enda hreinn uppspuni. Það er hinsvegar efni í aðra umræðu, en hér verður fjallað um lögmæti gjaldtökunnar. Gjaldtakan við Geysi og Kerið, ásamt fyrirhugaðri gjaldtöku landeigenda víða um land, er ólögleg og skýrt brot á náttúruverndarlögum. Nú er til staðar ákvæði um gjaldtöku í náttúruverndarlögum, en því verður aðeins löglega beitt af UST eða rekstraraðila/umsjónaraðila sem hefur samning við UST, undirritaðan af umhverfisráðherra. (Í grein þessari verður vitnað í núgildandi lög frá 1999, en samskonar ákvæði um gjaldtöku eru í nýju náttúruverndarlögunum.)32. grein (gjaldtaka) er svohljóðandi: „Náttúruvernd ríkisins eða sá aðili sem falinn hefur verið rekstur náttúruverndarsvæðis getur ákveðið gjald fyrir veitta þjónustu. Rekstraraðili náttúruverndarsvæðis getur enn fremur ákveðið gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum.Tekjum samkvæmt síðari málslið 1. mgr. skal varið til eftirlits, lagfæringar eða uppbyggingar svæðisins eða aðkomu að því.“Hvorki Kerfélagið, Landeigendafélag Geysis né Landeigendafélag Reykjahlíðar uppfylla þessi skilyrði. Þeim hefur ekki verið falinn neinn rekstur af hendi UST.Í 30. grein náttúruverndarlaga (Umsjón falin öðrum) stendur:„Náttúruvernd ríkisins getur falið einstaklingum eða lögaðilum umsjón og rekstur náttúruverndarsvæða að þjóðgörðum undanskildum. Gera skal sérstakan samning um umsjón og rekstur svæðanna sem umhverfisráðherra staðfestir. Í samningnum skal kveða á um réttindi og skyldur samningsaðila, mannvirkjagerð á svæðunum og aðrar framkvæmdir, landvörslu, menntun starfsmanna, móttöku ferðamanna og fræðslu, svo og gjaldtöku, sbr. 32. gr. Náttúruvernd ríkisins hefur eftirlit með því að umsjónar- og rekstraraðili uppfylli samningsskuldbindingar.“Þar til þessum landeigendum hefur verið falinn rekstur náttúruverndarsvæðis, með samningi við Umhverfisstofnun (Náttúruvernd ríkisins) geta þeir ekki hafið neina gjaldtöku. Samningur þessi er því nauðsynleg forsenda, sem þeir hafa ekki. Landeigendafélagið við Geysi hefur bent á að ríkið rukki inn í Vatnshelli á Snæfellsnesi, til að réttlæta sína ólögmætu gjaldtöku. En þar hafa rekstraraðilar einmitt gert samning við Þjóðgarðinn á Snæfellsnesi (UST). Þar er einnig um að ræða ítarlega leiðsögn undir eftirliti í viðkvæmum hraunhelli, þar að auki er hellirinn innan þjóðgarðsins, þar sem sérákvæði gilda. Arðgreiðslur hafa einnig verið títt nefndar af landeigendum í þessari umræðu og finnst þeim ekkert sjálfsagðara en að tekjur af gjaldtökunni renni í arðgreiðslur. Þeir hafa væntanlega ekki kynnt sér 32. grein vel, en þar stendur:„Tekjum samkvæmt síðari málslið 1. mgr. skal varið til eftirlits, lagfæringar eða uppbyggingar svæðisins eða aðkomu að því.“ Erfitt er að sjá annað en að arðgreiðslur af tekjunum væru þar með ólöglegar. Ef það er rétt, þá er öruggt að áhugi landeigenda mun hverfa eins og dögg fyrir sólu.Almannaréttur Almannarétturinn gildir á öllu óræktuðu landi, burtséð frá eignarhaldi. Undantekningar eru þó til, t.d. varplönd eða viðkvæmir hraunhellar o.s.frv.Í 14. grein náttúruverndarlaga segir:„Mönnum er heimilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétthafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar. Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustíga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.“ Það eina sem landeigendur geta gert er að loka svæðum sem þeir telja vera undir álagi (sbr. 14. grein), þ.e.a.s. ef það er afgirt eignarland í byggð, en það hlýtur að vera brot á almannarétti að krefjast aðgangseyris á þeim forsendum að landið sé lokað fyrir þá sem ekki vilja borga en opið fyrir hina. Annaðhvort er för fólks bönnuð, eða ekki. Svæðið er þá lokað eða opið fyrir umferð fólks. Þar að auki er það algjörlega galið að engin sönnunarbyrði hvíli á landeigendum, um skemmdir á landi, ef þeir hyggjast loka því einhverra hluta vegna. Það væri eðlilegt að einhver úttekt af hálfu UST færi fram. Annars býður þetta ákvæði upp á fullkomna misnotkun af hendi landeigenda. Dæmi eru um slíkt víða um land. Ferðamálaráðherra hefur sagt að engin „verði neyddur“ til að taka þátt í fyrirhuguðum náttúrupassa. Það myndi leiða til þess að einstaka landeigendur tækju einhliða ákvörðun um ólöglega gjaldtöku af Íslendingum (og útlendingum), meðan við borgum ríkinu sérstakan skatt vegna ferðalaga um eigið land. „Þeir greiða sem njóta“ er kjörorð Kerfélagsins og nýjasta tískuorð ferðamálaráðherra. Eða er það kannski „þeir græða sem brjóta“ – lögin.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun