Innlent

Vill fiskveg fyrir Þingvallaurriðann

Svavar Hávarðsson skrifar
Sú regla hefur verið sett að öllum stangveiddum urriða skal sleppt frá 20. apríl til 1. júní.
Sú regla hefur verið sett að öllum stangveiddum urriða skal sleppt frá 20. apríl til 1. júní. Fréttablaðið/Vilhelm
Kjöraðstæður hafa skapast til að endurheimta stórurriðastofninn í Efra-Sogi með gerð fiskvegar úr Þingvallavatni, að mati Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.

Össur hefur lagt fram þingsályktunartillögu þessa efnis. Samhliða verði ráðist í endurbætur á hrygningarstöðvum urriðans í efri hluta árinnar, og fyrir mynni hennar, til að stuðla að endurheimt stofnsins.

Forsagan er í örmynd sú að stórurriðinn í Efra-Sogi gjöreyddist þegar áin var stífluð 1959 og Steingrímsstöð var byggð. Í stefnumörkun Þingvallanefndar 2004-2024 segir hins vegar frá að samkomulag við Landsvirkjun sé um endurheimt búsvæða og er eitt meginmarkmiða hennar. Hins vegar sé liðinn áratugur og fiskvegurinn hafi ekki enn verið lagður.

„Landsvirkjun hefur um allmörg ár hleypt miklu vatni niður hinn gamla farveg árinnar. Magnið er nógu mikið til að standa undir verulegri seiðaframleiðslu á fornum óðulum stórurriðans í efri hluta árinnar. Urriði er þegar tekinn að leita undir botnlokur stíflunnar, en kemst ekki til baka upp í Þingvallavatn, stórir fiskar laskast á tálknbörðum þegar þeir troða sér undir þær, og seiði, sem hugsanlega klekjast út við núverandi aðstæður, komast ekki heldur upp í vatnið,“ segir Össur í greinargerð tillögunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×