Lífið

Í leðurkjól frá The Row á rauða dreglinum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kate, Cameron og Leslie.
Kate, Cameron og Leslie. Vísir/Getty
Fyrirsætan Kate Upton og leikkonurnar Leslie Mann og Cameron Diaz voru í miklu stuði á frumsýningu myndarinnar The Other Woman í London í gær.

Stöllurnar hafa verið duglegar síðustu daga að kynna þessa mynd sína sem fer í kvikmyndahús vestan hafs þann 25. apríl.

Leslie klæddist kjól frá Giles á rauða dreglinum í gær og við hann var hún í hælum frá Roger Vivier og með skart frá Zoe Chicco. Kate klæddist „vintage“-kjól frá William, bar eyrnalokka frá Adler og var í hælum frá Christian Louboutin. Cameron kaus hins vegar leðrið og var glæsileg í kjól frá The Row. Við hann var hún í Manolo Blahnik-hælum, með hring frá Cartier og Michiko og eyrnalokka frá Ana Khouri.

Cameron.
Leslie.
Kate.
Í góðu stuði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.