Jarðaberin gefa innsýn í aðlögun Brjánn Jónasson skrifar 19. júní 2014 08:45 Í Noregi er fólk hvatt til að senda þurrkuð jarðarber til rannsóknar á Hvanneyri. Villt íslensk jarðarber geta gefið innsýn í hvernig plöntur hafa aðlagast aðstæðum á Íslandi. Vonir standa til þess að hægt verði að nota niðurstöður viðamikillar rannsóknar sem unnin er í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri til að kynbæta nytjaplöntur fyrir aðstæður á norðurslóðum. „Með því að skoða breytileika í plöntum eftir uppruna þeirra má skilja hvernig þessar villtu plöntur hafa aðlagast dægursveiflunni á norðurslóðum,“ segir Jón Hallsteinn Hallsson erfðafræðingur, dósent við auðlindadeild Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Hann segir að vonir standi til þess að hægt verði að nota þá þekkingu til að finna aðferðir til að kynbæta tegundir sem ekki þola aðstæður hér á landi.Jón Hallsteinn HallssonVerkefninu er ætlað að svara mörgum spurningum, en ein af þeim er ráðgátan um uppruna villtra jarðarberja á Íslandi. Jón segir alls óvíst hvernig berin hafi komist til Íslands, en þau er hvorki að finna á Grænlandi né í Færeyjum. Ein kenning sé sú að fuglar hafi borið fræ frá meginlandi Evrópu, en það skýrir ekki hvers vegna engin jarðarber vaxa villt í Færeyjum og á Grænlandi. Jón segir ólíklegt að berin sem vaxi villt á Íslandi hafi lifað af síðustu ísöld, en komast megi að hinu sanna með því að bera saman erfðamengi þeirra og villtra jarðarberja í öðrum löndum. Ein kenning til viðbótar er sú að menn hafi komið með jarðarberin hingað til lands, mögulega snemma eftir landnám. Til að svara spurningum um uppruna jarðarberjanna hér á landi er lögð mikil áhersla á að bera saman íslensku berin og ber frá Noregi og Bretlandi. Hafið er sérstakt átak í Noregi þar sem fólk er hvatt til að senda þurrkuð jarðarber í pósti til Hvanneyrar. Jón segir ekki útilokað að rannsóknin leiði í ljós hvort landnámsmenn frá Noregi hafi haft berin með sér, eða að þrælar sem þeir tóku á Bretlandi beri ábyrgð á þessari bragðgóðu viðbót við íslenska flóru. Jón segir þó allt of snemmt að spá fyrir um niðurstöðurnar, og ekki einu sinni ljóst að munurinn á berjunum sé svo mikill að hægt verði að greina uppruna íslenska jarðarbersins með slíkri nákvæmni.Ber vaxa víða villt Villt jarðarber má finna víða um land, þótt þau séu algengust sunnan- og vestanlands. Berin vaxa villt bæði austanhafs og vestan, í Bandaríkjunum og í Evrópu allt austur til Rússlands. Jarðarber henta vel til erfðafræðilegra rannsókna þar sem erfðamengi þeirra hefur verið kortlagt að fullu, og er fremur einfalt. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Sjá meira
Villt íslensk jarðarber geta gefið innsýn í hvernig plöntur hafa aðlagast aðstæðum á Íslandi. Vonir standa til þess að hægt verði að nota niðurstöður viðamikillar rannsóknar sem unnin er í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri til að kynbæta nytjaplöntur fyrir aðstæður á norðurslóðum. „Með því að skoða breytileika í plöntum eftir uppruna þeirra má skilja hvernig þessar villtu plöntur hafa aðlagast dægursveiflunni á norðurslóðum,“ segir Jón Hallsteinn Hallsson erfðafræðingur, dósent við auðlindadeild Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Hann segir að vonir standi til þess að hægt verði að nota þá þekkingu til að finna aðferðir til að kynbæta tegundir sem ekki þola aðstæður hér á landi.Jón Hallsteinn HallssonVerkefninu er ætlað að svara mörgum spurningum, en ein af þeim er ráðgátan um uppruna villtra jarðarberja á Íslandi. Jón segir alls óvíst hvernig berin hafi komist til Íslands, en þau er hvorki að finna á Grænlandi né í Færeyjum. Ein kenning sé sú að fuglar hafi borið fræ frá meginlandi Evrópu, en það skýrir ekki hvers vegna engin jarðarber vaxa villt í Færeyjum og á Grænlandi. Jón segir ólíklegt að berin sem vaxi villt á Íslandi hafi lifað af síðustu ísöld, en komast megi að hinu sanna með því að bera saman erfðamengi þeirra og villtra jarðarberja í öðrum löndum. Ein kenning til viðbótar er sú að menn hafi komið með jarðarberin hingað til lands, mögulega snemma eftir landnám. Til að svara spurningum um uppruna jarðarberjanna hér á landi er lögð mikil áhersla á að bera saman íslensku berin og ber frá Noregi og Bretlandi. Hafið er sérstakt átak í Noregi þar sem fólk er hvatt til að senda þurrkuð jarðarber í pósti til Hvanneyrar. Jón segir ekki útilokað að rannsóknin leiði í ljós hvort landnámsmenn frá Noregi hafi haft berin með sér, eða að þrælar sem þeir tóku á Bretlandi beri ábyrgð á þessari bragðgóðu viðbót við íslenska flóru. Jón segir þó allt of snemmt að spá fyrir um niðurstöðurnar, og ekki einu sinni ljóst að munurinn á berjunum sé svo mikill að hægt verði að greina uppruna íslenska jarðarbersins með slíkri nákvæmni.Ber vaxa víða villt Villt jarðarber má finna víða um land, þótt þau séu algengust sunnan- og vestanlands. Berin vaxa villt bæði austanhafs og vestan, í Bandaríkjunum og í Evrópu allt austur til Rússlands. Jarðarber henta vel til erfðafræðilegra rannsókna þar sem erfðamengi þeirra hefur verið kortlagt að fullu, og er fremur einfalt.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Sjá meira