Jarðaberin gefa innsýn í aðlögun Brjánn Jónasson skrifar 19. júní 2014 08:45 Í Noregi er fólk hvatt til að senda þurrkuð jarðarber til rannsóknar á Hvanneyri. Villt íslensk jarðarber geta gefið innsýn í hvernig plöntur hafa aðlagast aðstæðum á Íslandi. Vonir standa til þess að hægt verði að nota niðurstöður viðamikillar rannsóknar sem unnin er í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri til að kynbæta nytjaplöntur fyrir aðstæður á norðurslóðum. „Með því að skoða breytileika í plöntum eftir uppruna þeirra má skilja hvernig þessar villtu plöntur hafa aðlagast dægursveiflunni á norðurslóðum,“ segir Jón Hallsteinn Hallsson erfðafræðingur, dósent við auðlindadeild Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Hann segir að vonir standi til þess að hægt verði að nota þá þekkingu til að finna aðferðir til að kynbæta tegundir sem ekki þola aðstæður hér á landi.Jón Hallsteinn HallssonVerkefninu er ætlað að svara mörgum spurningum, en ein af þeim er ráðgátan um uppruna villtra jarðarberja á Íslandi. Jón segir alls óvíst hvernig berin hafi komist til Íslands, en þau er hvorki að finna á Grænlandi né í Færeyjum. Ein kenning sé sú að fuglar hafi borið fræ frá meginlandi Evrópu, en það skýrir ekki hvers vegna engin jarðarber vaxa villt í Færeyjum og á Grænlandi. Jón segir ólíklegt að berin sem vaxi villt á Íslandi hafi lifað af síðustu ísöld, en komast megi að hinu sanna með því að bera saman erfðamengi þeirra og villtra jarðarberja í öðrum löndum. Ein kenning til viðbótar er sú að menn hafi komið með jarðarberin hingað til lands, mögulega snemma eftir landnám. Til að svara spurningum um uppruna jarðarberjanna hér á landi er lögð mikil áhersla á að bera saman íslensku berin og ber frá Noregi og Bretlandi. Hafið er sérstakt átak í Noregi þar sem fólk er hvatt til að senda þurrkuð jarðarber í pósti til Hvanneyrar. Jón segir ekki útilokað að rannsóknin leiði í ljós hvort landnámsmenn frá Noregi hafi haft berin með sér, eða að þrælar sem þeir tóku á Bretlandi beri ábyrgð á þessari bragðgóðu viðbót við íslenska flóru. Jón segir þó allt of snemmt að spá fyrir um niðurstöðurnar, og ekki einu sinni ljóst að munurinn á berjunum sé svo mikill að hægt verði að greina uppruna íslenska jarðarbersins með slíkri nákvæmni.Ber vaxa víða villt Villt jarðarber má finna víða um land, þótt þau séu algengust sunnan- og vestanlands. Berin vaxa villt bæði austanhafs og vestan, í Bandaríkjunum og í Evrópu allt austur til Rússlands. Jarðarber henta vel til erfðafræðilegra rannsókna þar sem erfðamengi þeirra hefur verið kortlagt að fullu, og er fremur einfalt. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Villt íslensk jarðarber geta gefið innsýn í hvernig plöntur hafa aðlagast aðstæðum á Íslandi. Vonir standa til þess að hægt verði að nota niðurstöður viðamikillar rannsóknar sem unnin er í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri til að kynbæta nytjaplöntur fyrir aðstæður á norðurslóðum. „Með því að skoða breytileika í plöntum eftir uppruna þeirra má skilja hvernig þessar villtu plöntur hafa aðlagast dægursveiflunni á norðurslóðum,“ segir Jón Hallsteinn Hallsson erfðafræðingur, dósent við auðlindadeild Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Hann segir að vonir standi til þess að hægt verði að nota þá þekkingu til að finna aðferðir til að kynbæta tegundir sem ekki þola aðstæður hér á landi.Jón Hallsteinn HallssonVerkefninu er ætlað að svara mörgum spurningum, en ein af þeim er ráðgátan um uppruna villtra jarðarberja á Íslandi. Jón segir alls óvíst hvernig berin hafi komist til Íslands, en þau er hvorki að finna á Grænlandi né í Færeyjum. Ein kenning sé sú að fuglar hafi borið fræ frá meginlandi Evrópu, en það skýrir ekki hvers vegna engin jarðarber vaxa villt í Færeyjum og á Grænlandi. Jón segir ólíklegt að berin sem vaxi villt á Íslandi hafi lifað af síðustu ísöld, en komast megi að hinu sanna með því að bera saman erfðamengi þeirra og villtra jarðarberja í öðrum löndum. Ein kenning til viðbótar er sú að menn hafi komið með jarðarberin hingað til lands, mögulega snemma eftir landnám. Til að svara spurningum um uppruna jarðarberjanna hér á landi er lögð mikil áhersla á að bera saman íslensku berin og ber frá Noregi og Bretlandi. Hafið er sérstakt átak í Noregi þar sem fólk er hvatt til að senda þurrkuð jarðarber í pósti til Hvanneyrar. Jón segir ekki útilokað að rannsóknin leiði í ljós hvort landnámsmenn frá Noregi hafi haft berin með sér, eða að þrælar sem þeir tóku á Bretlandi beri ábyrgð á þessari bragðgóðu viðbót við íslenska flóru. Jón segir þó allt of snemmt að spá fyrir um niðurstöðurnar, og ekki einu sinni ljóst að munurinn á berjunum sé svo mikill að hægt verði að greina uppruna íslenska jarðarbersins með slíkri nákvæmni.Ber vaxa víða villt Villt jarðarber má finna víða um land, þótt þau séu algengust sunnan- og vestanlands. Berin vaxa villt bæði austanhafs og vestan, í Bandaríkjunum og í Evrópu allt austur til Rússlands. Jarðarber henta vel til erfðafræðilegra rannsókna þar sem erfðamengi þeirra hefur verið kortlagt að fullu, og er fremur einfalt.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira