Jarðaberin gefa innsýn í aðlögun Brjánn Jónasson skrifar 19. júní 2014 08:45 Í Noregi er fólk hvatt til að senda þurrkuð jarðarber til rannsóknar á Hvanneyri. Villt íslensk jarðarber geta gefið innsýn í hvernig plöntur hafa aðlagast aðstæðum á Íslandi. Vonir standa til þess að hægt verði að nota niðurstöður viðamikillar rannsóknar sem unnin er í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri til að kynbæta nytjaplöntur fyrir aðstæður á norðurslóðum. „Með því að skoða breytileika í plöntum eftir uppruna þeirra má skilja hvernig þessar villtu plöntur hafa aðlagast dægursveiflunni á norðurslóðum,“ segir Jón Hallsteinn Hallsson erfðafræðingur, dósent við auðlindadeild Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Hann segir að vonir standi til þess að hægt verði að nota þá þekkingu til að finna aðferðir til að kynbæta tegundir sem ekki þola aðstæður hér á landi.Jón Hallsteinn HallssonVerkefninu er ætlað að svara mörgum spurningum, en ein af þeim er ráðgátan um uppruna villtra jarðarberja á Íslandi. Jón segir alls óvíst hvernig berin hafi komist til Íslands, en þau er hvorki að finna á Grænlandi né í Færeyjum. Ein kenning sé sú að fuglar hafi borið fræ frá meginlandi Evrópu, en það skýrir ekki hvers vegna engin jarðarber vaxa villt í Færeyjum og á Grænlandi. Jón segir ólíklegt að berin sem vaxi villt á Íslandi hafi lifað af síðustu ísöld, en komast megi að hinu sanna með því að bera saman erfðamengi þeirra og villtra jarðarberja í öðrum löndum. Ein kenning til viðbótar er sú að menn hafi komið með jarðarberin hingað til lands, mögulega snemma eftir landnám. Til að svara spurningum um uppruna jarðarberjanna hér á landi er lögð mikil áhersla á að bera saman íslensku berin og ber frá Noregi og Bretlandi. Hafið er sérstakt átak í Noregi þar sem fólk er hvatt til að senda þurrkuð jarðarber í pósti til Hvanneyrar. Jón segir ekki útilokað að rannsóknin leiði í ljós hvort landnámsmenn frá Noregi hafi haft berin með sér, eða að þrælar sem þeir tóku á Bretlandi beri ábyrgð á þessari bragðgóðu viðbót við íslenska flóru. Jón segir þó allt of snemmt að spá fyrir um niðurstöðurnar, og ekki einu sinni ljóst að munurinn á berjunum sé svo mikill að hægt verði að greina uppruna íslenska jarðarbersins með slíkri nákvæmni.Ber vaxa víða villt Villt jarðarber má finna víða um land, þótt þau séu algengust sunnan- og vestanlands. Berin vaxa villt bæði austanhafs og vestan, í Bandaríkjunum og í Evrópu allt austur til Rússlands. Jarðarber henta vel til erfðafræðilegra rannsókna þar sem erfðamengi þeirra hefur verið kortlagt að fullu, og er fremur einfalt. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Villt íslensk jarðarber geta gefið innsýn í hvernig plöntur hafa aðlagast aðstæðum á Íslandi. Vonir standa til þess að hægt verði að nota niðurstöður viðamikillar rannsóknar sem unnin er í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri til að kynbæta nytjaplöntur fyrir aðstæður á norðurslóðum. „Með því að skoða breytileika í plöntum eftir uppruna þeirra má skilja hvernig þessar villtu plöntur hafa aðlagast dægursveiflunni á norðurslóðum,“ segir Jón Hallsteinn Hallsson erfðafræðingur, dósent við auðlindadeild Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Hann segir að vonir standi til þess að hægt verði að nota þá þekkingu til að finna aðferðir til að kynbæta tegundir sem ekki þola aðstæður hér á landi.Jón Hallsteinn HallssonVerkefninu er ætlað að svara mörgum spurningum, en ein af þeim er ráðgátan um uppruna villtra jarðarberja á Íslandi. Jón segir alls óvíst hvernig berin hafi komist til Íslands, en þau er hvorki að finna á Grænlandi né í Færeyjum. Ein kenning sé sú að fuglar hafi borið fræ frá meginlandi Evrópu, en það skýrir ekki hvers vegna engin jarðarber vaxa villt í Færeyjum og á Grænlandi. Jón segir ólíklegt að berin sem vaxi villt á Íslandi hafi lifað af síðustu ísöld, en komast megi að hinu sanna með því að bera saman erfðamengi þeirra og villtra jarðarberja í öðrum löndum. Ein kenning til viðbótar er sú að menn hafi komið með jarðarberin hingað til lands, mögulega snemma eftir landnám. Til að svara spurningum um uppruna jarðarberjanna hér á landi er lögð mikil áhersla á að bera saman íslensku berin og ber frá Noregi og Bretlandi. Hafið er sérstakt átak í Noregi þar sem fólk er hvatt til að senda þurrkuð jarðarber í pósti til Hvanneyrar. Jón segir ekki útilokað að rannsóknin leiði í ljós hvort landnámsmenn frá Noregi hafi haft berin með sér, eða að þrælar sem þeir tóku á Bretlandi beri ábyrgð á þessari bragðgóðu viðbót við íslenska flóru. Jón segir þó allt of snemmt að spá fyrir um niðurstöðurnar, og ekki einu sinni ljóst að munurinn á berjunum sé svo mikill að hægt verði að greina uppruna íslenska jarðarbersins með slíkri nákvæmni.Ber vaxa víða villt Villt jarðarber má finna víða um land, þótt þau séu algengust sunnan- og vestanlands. Berin vaxa villt bæði austanhafs og vestan, í Bandaríkjunum og í Evrópu allt austur til Rússlands. Jarðarber henta vel til erfðafræðilegra rannsókna þar sem erfðamengi þeirra hefur verið kortlagt að fullu, og er fremur einfalt.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira