Lífhagkerfið – dýrmæt auðlind Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 5. febrúar 2014 06:00 Ísland er með formennsku í samstarfi Norðurlandanna árið 2014. Samkvæmt venju hafa verið skipulögð ákveðin formennskuverkefni og hafa þrjú ráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunar-, umhverfis- og auðlinda- og mennta- og menningarmálaráðuneyti, sameinast um framkvæmd forgangsverkefnis sem kallað er Norræna lífhagkerfið og fengið hefur vinnuheitið NordBio. Verkefninu er ætlað að standa yfir í þrjú ár. Í dag boðar íslenska verkefnisstjórnin til opnunarfundar um NordBio í Norræna húsinu í Vatnsmýrinni. Þar munu koma saman um 100 manns frá Norðurlöndunum, að meðtöldum sjálfstjórnarsvæðum, og ræða framkvæmd verkefnisins. Í NordBio endurspeglast norræn samvinna eins og hún gerist metnaðarfyllst. Verkefnið sameinar krafta sérfræðinga, stofnana og fyrirtækja sem starfa á sviði lífrænna auðlinda. Því er ætlað styrkja norrænt atvinnulíf og bæta umhverfislegan, hagrænan og félagslegan afrakstur af nýtingu auðlinda úr lífríkinu, bæði til lands og sjávar. Þá er því einnig ætlað að styrkja byggðaþróun, þekkingarlegan grunn að stefnumörkun í atvinnulífinu og umhverfismálum með því að efla samstarf á sviði rannsókna, þróunar og nýsköpunar í lífhagkerfinu. NordBio er ennfremur ætlað að leggja bættan grunn að orkuvinnslu, fæðuöryggi og lýðheilsu og opna norrænni framleiðslu aðgang að mörkuðum sem komi til góða vaxandi fólksfjölda í heiminum. Hugmyndafræðin bak við NordBio-verkefnið tengist vel við opinbera stefnumótun íslenskra stjórnvalda, eins og fram kemur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og Byggðaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi. Ljóst er að lífrænar auðlindir eru ein helsta undirstaða velferðar á Íslandi sem og hjá hinum norrænu ríkjunum. Mikil verðmæti eru falin í lífrænum auðlindum landanna og löndin hafa góðar forsendur til að ryðja brautina í varðveislu og bættri nýtingu þeirra og er verkefninu meðal annars ætlað að tryggja Norðurlöndunum leiðandi hlutverk á þessu sviði. Til marks um áhuga annarra þjóða á verkefninu má nefna að samtök á vegum Breska samveldisins munu eiga áheyrnarfulltrúa á fundinum. Það er von mín að formennska Íslands á þessum vettvangi verði til þess að opna augu fólks fyrir þessari miklu og dýrmætu auðlind, sem lífhagkerfið er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ísland er með formennsku í samstarfi Norðurlandanna árið 2014. Samkvæmt venju hafa verið skipulögð ákveðin formennskuverkefni og hafa þrjú ráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunar-, umhverfis- og auðlinda- og mennta- og menningarmálaráðuneyti, sameinast um framkvæmd forgangsverkefnis sem kallað er Norræna lífhagkerfið og fengið hefur vinnuheitið NordBio. Verkefninu er ætlað að standa yfir í þrjú ár. Í dag boðar íslenska verkefnisstjórnin til opnunarfundar um NordBio í Norræna húsinu í Vatnsmýrinni. Þar munu koma saman um 100 manns frá Norðurlöndunum, að meðtöldum sjálfstjórnarsvæðum, og ræða framkvæmd verkefnisins. Í NordBio endurspeglast norræn samvinna eins og hún gerist metnaðarfyllst. Verkefnið sameinar krafta sérfræðinga, stofnana og fyrirtækja sem starfa á sviði lífrænna auðlinda. Því er ætlað styrkja norrænt atvinnulíf og bæta umhverfislegan, hagrænan og félagslegan afrakstur af nýtingu auðlinda úr lífríkinu, bæði til lands og sjávar. Þá er því einnig ætlað að styrkja byggðaþróun, þekkingarlegan grunn að stefnumörkun í atvinnulífinu og umhverfismálum með því að efla samstarf á sviði rannsókna, þróunar og nýsköpunar í lífhagkerfinu. NordBio er ennfremur ætlað að leggja bættan grunn að orkuvinnslu, fæðuöryggi og lýðheilsu og opna norrænni framleiðslu aðgang að mörkuðum sem komi til góða vaxandi fólksfjölda í heiminum. Hugmyndafræðin bak við NordBio-verkefnið tengist vel við opinbera stefnumótun íslenskra stjórnvalda, eins og fram kemur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og Byggðaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi. Ljóst er að lífrænar auðlindir eru ein helsta undirstaða velferðar á Íslandi sem og hjá hinum norrænu ríkjunum. Mikil verðmæti eru falin í lífrænum auðlindum landanna og löndin hafa góðar forsendur til að ryðja brautina í varðveislu og bættri nýtingu þeirra og er verkefninu meðal annars ætlað að tryggja Norðurlöndunum leiðandi hlutverk á þessu sviði. Til marks um áhuga annarra þjóða á verkefninu má nefna að samtök á vegum Breska samveldisins munu eiga áheyrnarfulltrúa á fundinum. Það er von mín að formennska Íslands á þessum vettvangi verði til þess að opna augu fólks fyrir þessari miklu og dýrmætu auðlind, sem lífhagkerfið er.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar