Blekkingar Eyjólfs Árna Rafnssonar, forstjóra Mannvits Gísli Már Gíslason skrifar 29. janúar 2014 06:00 Eyjólfur Árni Rafnsson skrifaði grein í Fréttablaðið 24. janúar sl. undir heitinu Norðlingaölduveita – söguleg þróun og nokkrar staðreyndir. Því miður fer Eyjólfur Árni rangt með helstu staðreyndir í þessu máli og ætla ég að nefna tvær sem eru lykilatriði.1. Eyjólfur segir: „Um 1980 var þess í stað (þ.e. í stað 200 km² lóns) gert samkomulag við Náttúruverndarráð um mun minna lón í Þjórsá sem þó myndi ná inn í neðstu verin í vatnshæð 581 my.s. Einnig var heimilað að veita austurkvíslum Þjórsár til Þórisvatnsmiðlunar.“ Hér er vísvitandi verið að slíta setningu í sundur þannig að mikilvægur fyrirvari týnist. Staðreyndin er að það var gert samkomulag sem orðað er í auglýsingu að friðlandi frá 1981 á eftirfarandi hátt: „Ennfremur mun Náttúruverndarráð fyrir sitt leyti veita Landsvirkjun undanþágu frá friðlýsingu þessari til að gera uppistöðulón með stíflu við Norðlingaöldu í allt að 581 m y.s., enda sýni rannsóknir að slík lónsmyndun sé framkvæmanleg án þess að náttúruverndargildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega að mati Náttúruverndarráðs“ (leturbr. GMG) (Stj.tíð. B, nr. 753/1981). Í kjölfarið var Líffræðistofnun Háskólans undir forystu dr. Þóru Ellenar Þórhallsdóttur falið að stýra rannsóknum á áhrifum fyrirhugaðs lóns á gróður og jarðvatnsstöðu í Þjórsárverum og skilaði hún lokaskýrslu um það 1994, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að gera fyrirhugað lón án þess að það hefði mikil áhrif á gróður og grunnvatn. Í kjölfarið hóf Landsvirkjun að leita leiða til að minnka áhrif frá lóninu, en að lokum komst arftaki Náttúruverndarráðs, Náttúruvernd ríkisins, að þeirri niðurstöðu að slík lónsmyndun mundi rýra náttúruverndargildi Þjórsárvera óásættanlega. Landsvirkjun hélt áfram í ljósi þess að ný lög um mat á umhverfisáhrifum höfðu tekið gildi og því væri samkomulagið ekki í gildi lengur. Síðan hefur Landsvirkjun haldið málinu til streitu.2. Eyjólfur Árni segir: „Í öðrum áfanga rammaáætlunar var fjallað um þá tilhögun sem stjórnsýslan sættist á 2003. Í faghópum fékk framkvæmdin allgóða einkunn út frá umhverfisáhrifum og háa einkunn fyrir hagkvæmni. Niðurstaðan var þó sú við afgreiðslu Alþingis árið 2013 að veitan var sett í verndarflokk. Þetta varð til þess að upp hófust deilur um pólitísk afskipti af rammaáætlun.“ Þetta er einfaldlega rangt! Blekking? Staðreyndin er sú að í 1. áfanga rammaáætlunar voru Þjórsárver talin 3. verðmætasta náttúrusvæðið af vatnsaflskostum. Sem kunnugt er, fylgdu stjórnvöld ekki eftir niðurstöðum 1. áfanga. Árið 2007 hófst 2. áfangi rammaáætlunar. Lokaniðurstaða þeirrar vinnu var að raða Þjórsárverum sem 4. verðmætasta svæði af 40 í faghópi 1 um náttúrfar og menningarminjar. Nefnd, sem skipuð var formönnum faghópa og formanni verkefnisstjórnar 2. áfanga, var falið að flokka svæði og virkjunarhugmyndir í verndarflokk, biðflokk eða nýtingarflokk. Þessi nefnd setti svæðið Þjórsá ofan Norðlingaöldu í verndarflokk. Svæðið náði til efsta hluta af vatnasviði Þjórsár, þar með talinna Þjórsárvera og farvegar Þjórsár með fossunum Dynk, Gljúfurleitarfossi og Kjálkaversfossi, að Sultartangalóni. Í meðförum Alþingis, þar sem hagsmunaaðilar og almenningur kom athugasemdum á framfæri, var röðun Þjórsárvera eða annarra svæða í verndar- og biðflokkum ekki hreyfð. Það er því fyrst núna með ákvörðun umhverfisráðherra um að leggja til breytingar á þingsályktun Alþingis og færa vesturhluta Þjórsárvera í nýtingarflokk, að pólitísk afskipti af rammaáætlun hefjast. Hvað gengur forstjóra Mannvits til – er hann að reyna að blekkja almenning í landinu?Höfundur hefur setið í faghópi 1 í 1. og 2. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Eyjólfur Árni Rafnsson skrifaði grein í Fréttablaðið 24. janúar sl. undir heitinu Norðlingaölduveita – söguleg þróun og nokkrar staðreyndir. Því miður fer Eyjólfur Árni rangt með helstu staðreyndir í þessu máli og ætla ég að nefna tvær sem eru lykilatriði.1. Eyjólfur segir: „Um 1980 var þess í stað (þ.e. í stað 200 km² lóns) gert samkomulag við Náttúruverndarráð um mun minna lón í Þjórsá sem þó myndi ná inn í neðstu verin í vatnshæð 581 my.s. Einnig var heimilað að veita austurkvíslum Þjórsár til Þórisvatnsmiðlunar.“ Hér er vísvitandi verið að slíta setningu í sundur þannig að mikilvægur fyrirvari týnist. Staðreyndin er að það var gert samkomulag sem orðað er í auglýsingu að friðlandi frá 1981 á eftirfarandi hátt: „Ennfremur mun Náttúruverndarráð fyrir sitt leyti veita Landsvirkjun undanþágu frá friðlýsingu þessari til að gera uppistöðulón með stíflu við Norðlingaöldu í allt að 581 m y.s., enda sýni rannsóknir að slík lónsmyndun sé framkvæmanleg án þess að náttúruverndargildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega að mati Náttúruverndarráðs“ (leturbr. GMG) (Stj.tíð. B, nr. 753/1981). Í kjölfarið var Líffræðistofnun Háskólans undir forystu dr. Þóru Ellenar Þórhallsdóttur falið að stýra rannsóknum á áhrifum fyrirhugaðs lóns á gróður og jarðvatnsstöðu í Þjórsárverum og skilaði hún lokaskýrslu um það 1994, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að gera fyrirhugað lón án þess að það hefði mikil áhrif á gróður og grunnvatn. Í kjölfarið hóf Landsvirkjun að leita leiða til að minnka áhrif frá lóninu, en að lokum komst arftaki Náttúruverndarráðs, Náttúruvernd ríkisins, að þeirri niðurstöðu að slík lónsmyndun mundi rýra náttúruverndargildi Þjórsárvera óásættanlega. Landsvirkjun hélt áfram í ljósi þess að ný lög um mat á umhverfisáhrifum höfðu tekið gildi og því væri samkomulagið ekki í gildi lengur. Síðan hefur Landsvirkjun haldið málinu til streitu.2. Eyjólfur Árni segir: „Í öðrum áfanga rammaáætlunar var fjallað um þá tilhögun sem stjórnsýslan sættist á 2003. Í faghópum fékk framkvæmdin allgóða einkunn út frá umhverfisáhrifum og háa einkunn fyrir hagkvæmni. Niðurstaðan var þó sú við afgreiðslu Alþingis árið 2013 að veitan var sett í verndarflokk. Þetta varð til þess að upp hófust deilur um pólitísk afskipti af rammaáætlun.“ Þetta er einfaldlega rangt! Blekking? Staðreyndin er sú að í 1. áfanga rammaáætlunar voru Þjórsárver talin 3. verðmætasta náttúrusvæðið af vatnsaflskostum. Sem kunnugt er, fylgdu stjórnvöld ekki eftir niðurstöðum 1. áfanga. Árið 2007 hófst 2. áfangi rammaáætlunar. Lokaniðurstaða þeirrar vinnu var að raða Þjórsárverum sem 4. verðmætasta svæði af 40 í faghópi 1 um náttúrfar og menningarminjar. Nefnd, sem skipuð var formönnum faghópa og formanni verkefnisstjórnar 2. áfanga, var falið að flokka svæði og virkjunarhugmyndir í verndarflokk, biðflokk eða nýtingarflokk. Þessi nefnd setti svæðið Þjórsá ofan Norðlingaöldu í verndarflokk. Svæðið náði til efsta hluta af vatnasviði Þjórsár, þar með talinna Þjórsárvera og farvegar Þjórsár með fossunum Dynk, Gljúfurleitarfossi og Kjálkaversfossi, að Sultartangalóni. Í meðförum Alþingis, þar sem hagsmunaaðilar og almenningur kom athugasemdum á framfæri, var röðun Þjórsárvera eða annarra svæða í verndar- og biðflokkum ekki hreyfð. Það er því fyrst núna með ákvörðun umhverfisráðherra um að leggja til breytingar á þingsályktun Alþingis og færa vesturhluta Þjórsárvera í nýtingarflokk, að pólitísk afskipti af rammaáætlun hefjast. Hvað gengur forstjóra Mannvits til – er hann að reyna að blekkja almenning í landinu?Höfundur hefur setið í faghópi 1 í 1. og 2. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar