Blekkingar Eyjólfs Árna Rafnssonar, forstjóra Mannvits Gísli Már Gíslason skrifar 29. janúar 2014 06:00 Eyjólfur Árni Rafnsson skrifaði grein í Fréttablaðið 24. janúar sl. undir heitinu Norðlingaölduveita – söguleg þróun og nokkrar staðreyndir. Því miður fer Eyjólfur Árni rangt með helstu staðreyndir í þessu máli og ætla ég að nefna tvær sem eru lykilatriði.1. Eyjólfur segir: „Um 1980 var þess í stað (þ.e. í stað 200 km² lóns) gert samkomulag við Náttúruverndarráð um mun minna lón í Þjórsá sem þó myndi ná inn í neðstu verin í vatnshæð 581 my.s. Einnig var heimilað að veita austurkvíslum Þjórsár til Þórisvatnsmiðlunar.“ Hér er vísvitandi verið að slíta setningu í sundur þannig að mikilvægur fyrirvari týnist. Staðreyndin er að það var gert samkomulag sem orðað er í auglýsingu að friðlandi frá 1981 á eftirfarandi hátt: „Ennfremur mun Náttúruverndarráð fyrir sitt leyti veita Landsvirkjun undanþágu frá friðlýsingu þessari til að gera uppistöðulón með stíflu við Norðlingaöldu í allt að 581 m y.s., enda sýni rannsóknir að slík lónsmyndun sé framkvæmanleg án þess að náttúruverndargildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega að mati Náttúruverndarráðs“ (leturbr. GMG) (Stj.tíð. B, nr. 753/1981). Í kjölfarið var Líffræðistofnun Háskólans undir forystu dr. Þóru Ellenar Þórhallsdóttur falið að stýra rannsóknum á áhrifum fyrirhugaðs lóns á gróður og jarðvatnsstöðu í Þjórsárverum og skilaði hún lokaskýrslu um það 1994, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að gera fyrirhugað lón án þess að það hefði mikil áhrif á gróður og grunnvatn. Í kjölfarið hóf Landsvirkjun að leita leiða til að minnka áhrif frá lóninu, en að lokum komst arftaki Náttúruverndarráðs, Náttúruvernd ríkisins, að þeirri niðurstöðu að slík lónsmyndun mundi rýra náttúruverndargildi Þjórsárvera óásættanlega. Landsvirkjun hélt áfram í ljósi þess að ný lög um mat á umhverfisáhrifum höfðu tekið gildi og því væri samkomulagið ekki í gildi lengur. Síðan hefur Landsvirkjun haldið málinu til streitu.2. Eyjólfur Árni segir: „Í öðrum áfanga rammaáætlunar var fjallað um þá tilhögun sem stjórnsýslan sættist á 2003. Í faghópum fékk framkvæmdin allgóða einkunn út frá umhverfisáhrifum og háa einkunn fyrir hagkvæmni. Niðurstaðan var þó sú við afgreiðslu Alþingis árið 2013 að veitan var sett í verndarflokk. Þetta varð til þess að upp hófust deilur um pólitísk afskipti af rammaáætlun.“ Þetta er einfaldlega rangt! Blekking? Staðreyndin er sú að í 1. áfanga rammaáætlunar voru Þjórsárver talin 3. verðmætasta náttúrusvæðið af vatnsaflskostum. Sem kunnugt er, fylgdu stjórnvöld ekki eftir niðurstöðum 1. áfanga. Árið 2007 hófst 2. áfangi rammaáætlunar. Lokaniðurstaða þeirrar vinnu var að raða Þjórsárverum sem 4. verðmætasta svæði af 40 í faghópi 1 um náttúrfar og menningarminjar. Nefnd, sem skipuð var formönnum faghópa og formanni verkefnisstjórnar 2. áfanga, var falið að flokka svæði og virkjunarhugmyndir í verndarflokk, biðflokk eða nýtingarflokk. Þessi nefnd setti svæðið Þjórsá ofan Norðlingaöldu í verndarflokk. Svæðið náði til efsta hluta af vatnasviði Þjórsár, þar með talinna Þjórsárvera og farvegar Þjórsár með fossunum Dynk, Gljúfurleitarfossi og Kjálkaversfossi, að Sultartangalóni. Í meðförum Alþingis, þar sem hagsmunaaðilar og almenningur kom athugasemdum á framfæri, var röðun Þjórsárvera eða annarra svæða í verndar- og biðflokkum ekki hreyfð. Það er því fyrst núna með ákvörðun umhverfisráðherra um að leggja til breytingar á þingsályktun Alþingis og færa vesturhluta Þjórsárvera í nýtingarflokk, að pólitísk afskipti af rammaáætlun hefjast. Hvað gengur forstjóra Mannvits til – er hann að reyna að blekkja almenning í landinu?Höfundur hefur setið í faghópi 1 í 1. og 2. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Eyjólfur Árni Rafnsson skrifaði grein í Fréttablaðið 24. janúar sl. undir heitinu Norðlingaölduveita – söguleg þróun og nokkrar staðreyndir. Því miður fer Eyjólfur Árni rangt með helstu staðreyndir í þessu máli og ætla ég að nefna tvær sem eru lykilatriði.1. Eyjólfur segir: „Um 1980 var þess í stað (þ.e. í stað 200 km² lóns) gert samkomulag við Náttúruverndarráð um mun minna lón í Þjórsá sem þó myndi ná inn í neðstu verin í vatnshæð 581 my.s. Einnig var heimilað að veita austurkvíslum Þjórsár til Þórisvatnsmiðlunar.“ Hér er vísvitandi verið að slíta setningu í sundur þannig að mikilvægur fyrirvari týnist. Staðreyndin er að það var gert samkomulag sem orðað er í auglýsingu að friðlandi frá 1981 á eftirfarandi hátt: „Ennfremur mun Náttúruverndarráð fyrir sitt leyti veita Landsvirkjun undanþágu frá friðlýsingu þessari til að gera uppistöðulón með stíflu við Norðlingaöldu í allt að 581 m y.s., enda sýni rannsóknir að slík lónsmyndun sé framkvæmanleg án þess að náttúruverndargildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega að mati Náttúruverndarráðs“ (leturbr. GMG) (Stj.tíð. B, nr. 753/1981). Í kjölfarið var Líffræðistofnun Háskólans undir forystu dr. Þóru Ellenar Þórhallsdóttur falið að stýra rannsóknum á áhrifum fyrirhugaðs lóns á gróður og jarðvatnsstöðu í Þjórsárverum og skilaði hún lokaskýrslu um það 1994, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að gera fyrirhugað lón án þess að það hefði mikil áhrif á gróður og grunnvatn. Í kjölfarið hóf Landsvirkjun að leita leiða til að minnka áhrif frá lóninu, en að lokum komst arftaki Náttúruverndarráðs, Náttúruvernd ríkisins, að þeirri niðurstöðu að slík lónsmyndun mundi rýra náttúruverndargildi Þjórsárvera óásættanlega. Landsvirkjun hélt áfram í ljósi þess að ný lög um mat á umhverfisáhrifum höfðu tekið gildi og því væri samkomulagið ekki í gildi lengur. Síðan hefur Landsvirkjun haldið málinu til streitu.2. Eyjólfur Árni segir: „Í öðrum áfanga rammaáætlunar var fjallað um þá tilhögun sem stjórnsýslan sættist á 2003. Í faghópum fékk framkvæmdin allgóða einkunn út frá umhverfisáhrifum og háa einkunn fyrir hagkvæmni. Niðurstaðan var þó sú við afgreiðslu Alþingis árið 2013 að veitan var sett í verndarflokk. Þetta varð til þess að upp hófust deilur um pólitísk afskipti af rammaáætlun.“ Þetta er einfaldlega rangt! Blekking? Staðreyndin er sú að í 1. áfanga rammaáætlunar voru Þjórsárver talin 3. verðmætasta náttúrusvæðið af vatnsaflskostum. Sem kunnugt er, fylgdu stjórnvöld ekki eftir niðurstöðum 1. áfanga. Árið 2007 hófst 2. áfangi rammaáætlunar. Lokaniðurstaða þeirrar vinnu var að raða Þjórsárverum sem 4. verðmætasta svæði af 40 í faghópi 1 um náttúrfar og menningarminjar. Nefnd, sem skipuð var formönnum faghópa og formanni verkefnisstjórnar 2. áfanga, var falið að flokka svæði og virkjunarhugmyndir í verndarflokk, biðflokk eða nýtingarflokk. Þessi nefnd setti svæðið Þjórsá ofan Norðlingaöldu í verndarflokk. Svæðið náði til efsta hluta af vatnasviði Þjórsár, þar með talinna Þjórsárvera og farvegar Þjórsár með fossunum Dynk, Gljúfurleitarfossi og Kjálkaversfossi, að Sultartangalóni. Í meðförum Alþingis, þar sem hagsmunaaðilar og almenningur kom athugasemdum á framfæri, var röðun Þjórsárvera eða annarra svæða í verndar- og biðflokkum ekki hreyfð. Það er því fyrst núna með ákvörðun umhverfisráðherra um að leggja til breytingar á þingsályktun Alþingis og færa vesturhluta Þjórsárvera í nýtingarflokk, að pólitísk afskipti af rammaáætlun hefjast. Hvað gengur forstjóra Mannvits til – er hann að reyna að blekkja almenning í landinu?Höfundur hefur setið í faghópi 1 í 1. og 2. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun