Falin skólagjöld Háskóla Íslands Sunna Mjöll Sverrisdóttir skrifar 12. október 2014 07:00 Mig langar að lifa í samfélagi sem býður öllum jöfn tækifæri til menntunar. Og þar sem Háskóli Íslands hefur ekki heimild samkvæmt lögum til að innheimta skólagjöld ætti það að vera raunin. Hækkun skrásetningargjalda Háskóla Íslands hefur verið töluvert í deiglunni undanfarin tvö ár. Margir nemendur eru ósáttir við hækkunina en mótmælum þeirra er gjarnan svarað með athugasemdum eins og: “Af hverju ertu að væla?” Þá þykir fólki nemendur ekkert of góðir til að borga 75.000 krónur fyrir heilt ár í háskóla, margir þurfi að borga miklu meira en það. Ég geng í íslenskan ríkisháskóla. Ég bý þess vegna svo vel að þurfa ekki að greiða nein skólagjöld. Íslensk lög hamla Háskóla Íslands að krefjast skólagjalda og gefa þannig öllum tækifæri til menntunar. Það er nauðsynlegt í jafn stéttaskiptu samfélagi og okkar því það væri mikill missir að útiloka stóran hluta þjóðarinnar frá menntun vegna fjárskorts eða veikrar félagslegrar stöðu. Staðan í dag er sú að þó HÍ megi ekki innheimta skólagjöld hefur skólinn heimild til að láta nemendur greiða kostnað við innritun þeirra í skólann. Þau gjöld fara því í þann búnað og mannskap sem þarf til að innrita hvern nemanda. Eins og gefur að skilja er kostnaður við innritun afskaplega teygjanleg skilgreining. Í stuttu máli geta gjöldin við innritun komið að flestu nema kennslunni sjálfri. Árið 2012 voru innritunargjöld í Háskóla Íslands 45.000 krónur. Í ár voru þau 75.000 krónur. Þetta gerir 67% hækkun þessara gjalda á tveimur árum. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig kostnaður við innritun nemenda getur aukist um tæp 70% á aðeins tveimur árum! Enda hefur það sýnt sig að þessi hækkun rennur ekki beint til háskólans. Því nú síðast hækkuðu gjöldin um 15.000 krónur og samkvæmt rektor skólans, Kristínu Ingólfsdóttur, skilar þessi hækkun um 180 milljónum en aðeins 40 milljónir skila sér beint til Háskólans. Restin situr eftir í ríkissjóði. Því virðist vera að við, nemendur Háskólans, séum að borga upp niðurskurð ríkisins til Háskólans. Mér sýnist Háskólinn vera að teygja reglugerðir til að svara því áralanga fjársvelti sem hann hefur búið við. Þess vegna þykir mér forkastanlegt að greiða 75.000 ólánshæfar krónur fyrir hvert skólaár. Því þessi upphæð gerir Háskólanum ekki kleyft að eyða meira fjármagni í gæði kennslu og framúrskarandi menntun nemenda. Þess vegna vælum við. Við sættum okkur ekki við það að fjárframlög ríkissjóðs til Háskóla Íslands lækki á meðan við greiðum meira. Við sættum okkur ekki við að láta ljúga upp í opið geðið á okkur. Þetta eru ekkert nema falin skólagjöld. Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Vits er þörf 11. október 2014 11:30 Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? 8. október 2014 07:00 Úr faðmi fjalla blárra í kaldan faðm LÍN 10. október 2014 07:00 Ráðherra talar tungum tveim 9. október 2014 07:00 Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að lifa í samfélagi sem býður öllum jöfn tækifæri til menntunar. Og þar sem Háskóli Íslands hefur ekki heimild samkvæmt lögum til að innheimta skólagjöld ætti það að vera raunin. Hækkun skrásetningargjalda Háskóla Íslands hefur verið töluvert í deiglunni undanfarin tvö ár. Margir nemendur eru ósáttir við hækkunina en mótmælum þeirra er gjarnan svarað með athugasemdum eins og: “Af hverju ertu að væla?” Þá þykir fólki nemendur ekkert of góðir til að borga 75.000 krónur fyrir heilt ár í háskóla, margir þurfi að borga miklu meira en það. Ég geng í íslenskan ríkisháskóla. Ég bý þess vegna svo vel að þurfa ekki að greiða nein skólagjöld. Íslensk lög hamla Háskóla Íslands að krefjast skólagjalda og gefa þannig öllum tækifæri til menntunar. Það er nauðsynlegt í jafn stéttaskiptu samfélagi og okkar því það væri mikill missir að útiloka stóran hluta þjóðarinnar frá menntun vegna fjárskorts eða veikrar félagslegrar stöðu. Staðan í dag er sú að þó HÍ megi ekki innheimta skólagjöld hefur skólinn heimild til að láta nemendur greiða kostnað við innritun þeirra í skólann. Þau gjöld fara því í þann búnað og mannskap sem þarf til að innrita hvern nemanda. Eins og gefur að skilja er kostnaður við innritun afskaplega teygjanleg skilgreining. Í stuttu máli geta gjöldin við innritun komið að flestu nema kennslunni sjálfri. Árið 2012 voru innritunargjöld í Háskóla Íslands 45.000 krónur. Í ár voru þau 75.000 krónur. Þetta gerir 67% hækkun þessara gjalda á tveimur árum. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig kostnaður við innritun nemenda getur aukist um tæp 70% á aðeins tveimur árum! Enda hefur það sýnt sig að þessi hækkun rennur ekki beint til háskólans. Því nú síðast hækkuðu gjöldin um 15.000 krónur og samkvæmt rektor skólans, Kristínu Ingólfsdóttur, skilar þessi hækkun um 180 milljónum en aðeins 40 milljónir skila sér beint til Háskólans. Restin situr eftir í ríkissjóði. Því virðist vera að við, nemendur Háskólans, séum að borga upp niðurskurð ríkisins til Háskólans. Mér sýnist Háskólinn vera að teygja reglugerðir til að svara því áralanga fjársvelti sem hann hefur búið við. Þess vegna þykir mér forkastanlegt að greiða 75.000 ólánshæfar krónur fyrir hvert skólaár. Því þessi upphæð gerir Háskólanum ekki kleyft að eyða meira fjármagni í gæði kennslu og framúrskarandi menntun nemenda. Þess vegna vælum við. Við sættum okkur ekki við það að fjárframlög ríkissjóðs til Háskóla Íslands lækki á meðan við greiðum meira. Við sættum okkur ekki við að láta ljúga upp í opið geðið á okkur. Þetta eru ekkert nema falin skólagjöld. Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun