Falin skólagjöld Háskóla Íslands Sunna Mjöll Sverrisdóttir skrifar 12. október 2014 07:00 Mig langar að lifa í samfélagi sem býður öllum jöfn tækifæri til menntunar. Og þar sem Háskóli Íslands hefur ekki heimild samkvæmt lögum til að innheimta skólagjöld ætti það að vera raunin. Hækkun skrásetningargjalda Háskóla Íslands hefur verið töluvert í deiglunni undanfarin tvö ár. Margir nemendur eru ósáttir við hækkunina en mótmælum þeirra er gjarnan svarað með athugasemdum eins og: “Af hverju ertu að væla?” Þá þykir fólki nemendur ekkert of góðir til að borga 75.000 krónur fyrir heilt ár í háskóla, margir þurfi að borga miklu meira en það. Ég geng í íslenskan ríkisháskóla. Ég bý þess vegna svo vel að þurfa ekki að greiða nein skólagjöld. Íslensk lög hamla Háskóla Íslands að krefjast skólagjalda og gefa þannig öllum tækifæri til menntunar. Það er nauðsynlegt í jafn stéttaskiptu samfélagi og okkar því það væri mikill missir að útiloka stóran hluta þjóðarinnar frá menntun vegna fjárskorts eða veikrar félagslegrar stöðu. Staðan í dag er sú að þó HÍ megi ekki innheimta skólagjöld hefur skólinn heimild til að láta nemendur greiða kostnað við innritun þeirra í skólann. Þau gjöld fara því í þann búnað og mannskap sem þarf til að innrita hvern nemanda. Eins og gefur að skilja er kostnaður við innritun afskaplega teygjanleg skilgreining. Í stuttu máli geta gjöldin við innritun komið að flestu nema kennslunni sjálfri. Árið 2012 voru innritunargjöld í Háskóla Íslands 45.000 krónur. Í ár voru þau 75.000 krónur. Þetta gerir 67% hækkun þessara gjalda á tveimur árum. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig kostnaður við innritun nemenda getur aukist um tæp 70% á aðeins tveimur árum! Enda hefur það sýnt sig að þessi hækkun rennur ekki beint til háskólans. Því nú síðast hækkuðu gjöldin um 15.000 krónur og samkvæmt rektor skólans, Kristínu Ingólfsdóttur, skilar þessi hækkun um 180 milljónum en aðeins 40 milljónir skila sér beint til Háskólans. Restin situr eftir í ríkissjóði. Því virðist vera að við, nemendur Háskólans, séum að borga upp niðurskurð ríkisins til Háskólans. Mér sýnist Háskólinn vera að teygja reglugerðir til að svara því áralanga fjársvelti sem hann hefur búið við. Þess vegna þykir mér forkastanlegt að greiða 75.000 ólánshæfar krónur fyrir hvert skólaár. Því þessi upphæð gerir Háskólanum ekki kleyft að eyða meira fjármagni í gæði kennslu og framúrskarandi menntun nemenda. Þess vegna vælum við. Við sættum okkur ekki við það að fjárframlög ríkissjóðs til Háskóla Íslands lækki á meðan við greiðum meira. Við sættum okkur ekki við að láta ljúga upp í opið geðið á okkur. Þetta eru ekkert nema falin skólagjöld. Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Vits er þörf 11. október 2014 11:30 Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? 8. október 2014 07:00 Úr faðmi fjalla blárra í kaldan faðm LÍN 10. október 2014 07:00 Ráðherra talar tungum tveim 9. október 2014 07:00 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að lifa í samfélagi sem býður öllum jöfn tækifæri til menntunar. Og þar sem Háskóli Íslands hefur ekki heimild samkvæmt lögum til að innheimta skólagjöld ætti það að vera raunin. Hækkun skrásetningargjalda Háskóla Íslands hefur verið töluvert í deiglunni undanfarin tvö ár. Margir nemendur eru ósáttir við hækkunina en mótmælum þeirra er gjarnan svarað með athugasemdum eins og: “Af hverju ertu að væla?” Þá þykir fólki nemendur ekkert of góðir til að borga 75.000 krónur fyrir heilt ár í háskóla, margir þurfi að borga miklu meira en það. Ég geng í íslenskan ríkisháskóla. Ég bý þess vegna svo vel að þurfa ekki að greiða nein skólagjöld. Íslensk lög hamla Háskóla Íslands að krefjast skólagjalda og gefa þannig öllum tækifæri til menntunar. Það er nauðsynlegt í jafn stéttaskiptu samfélagi og okkar því það væri mikill missir að útiloka stóran hluta þjóðarinnar frá menntun vegna fjárskorts eða veikrar félagslegrar stöðu. Staðan í dag er sú að þó HÍ megi ekki innheimta skólagjöld hefur skólinn heimild til að láta nemendur greiða kostnað við innritun þeirra í skólann. Þau gjöld fara því í þann búnað og mannskap sem þarf til að innrita hvern nemanda. Eins og gefur að skilja er kostnaður við innritun afskaplega teygjanleg skilgreining. Í stuttu máli geta gjöldin við innritun komið að flestu nema kennslunni sjálfri. Árið 2012 voru innritunargjöld í Háskóla Íslands 45.000 krónur. Í ár voru þau 75.000 krónur. Þetta gerir 67% hækkun þessara gjalda á tveimur árum. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig kostnaður við innritun nemenda getur aukist um tæp 70% á aðeins tveimur árum! Enda hefur það sýnt sig að þessi hækkun rennur ekki beint til háskólans. Því nú síðast hækkuðu gjöldin um 15.000 krónur og samkvæmt rektor skólans, Kristínu Ingólfsdóttur, skilar þessi hækkun um 180 milljónum en aðeins 40 milljónir skila sér beint til Háskólans. Restin situr eftir í ríkissjóði. Því virðist vera að við, nemendur Háskólans, séum að borga upp niðurskurð ríkisins til Háskólans. Mér sýnist Háskólinn vera að teygja reglugerðir til að svara því áralanga fjársvelti sem hann hefur búið við. Þess vegna þykir mér forkastanlegt að greiða 75.000 ólánshæfar krónur fyrir hvert skólaár. Því þessi upphæð gerir Háskólanum ekki kleyft að eyða meira fjármagni í gæði kennslu og framúrskarandi menntun nemenda. Þess vegna vælum við. Við sættum okkur ekki við það að fjárframlög ríkissjóðs til Háskóla Íslands lækki á meðan við greiðum meira. Við sættum okkur ekki við að láta ljúga upp í opið geðið á okkur. Þetta eru ekkert nema falin skólagjöld. Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun