Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar 17. nóvember 2025 09:00 Greinaskrif kennara og skólastjórnenda undanfarnar vikur og mánuði kalla á viðbrögð og athygli okkar allra. Á Íslandi, þar sem stefnan er skóli án aðgreiningar, eiga öll börn rétt á því að vera í sínum hverfisskóla, burtséð frá aðstæðum, greiningum eða fötlun. Það er einfaldlega þannig að fjölbreyttur nemendahópur krefst fjölbreyttrar sérfræðiþekkingar. Innan skólanna eiga að vera fagteymi sem samanstanda meðal annars af þroskaþjálfum, iðjuþjálfum, sálfræðingum, námsráðgjöfum, talmeinafræðingum og kennurum. Sérúrræði og faglegur stuðningur eflir skólastarfið Til að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda og styrkja faglegt starf innan skólanna höfum við í Viðreisn lagt fram tillögu um að fjölga stöðugildum sérfræðinga í skólum Hafnarfjarðar. Með því væri hægt að bjóða upp á markvissari og fjölbreyttari sérúrræði. Mikilvægt er að fagteymin vinni þétt með kennurum og skólastjórnendum, þannig að stuðningur við börn og starfsfólk verði samþættur hluti af daglegu skólastarfi - ekki aðeins viðbragð þegar vandi er orðinn til staðar. Stofnun sérúrræðis eða sérskóla í samstarfi sveitarfélaga Til þess að bregðast við ákalli skólastjórnenda og kennara lögðum við einnig til að Hafnarfjarðarbær hefji vinnu við eða hafi frumkvæði að stofnun sérúrræðis eða sérskóla í samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Slík úrræði eru þegar til staðar og hafa reynst mörgum nemendum vel. Í flestum tilfellum eru þau tímabundin - nemendur sækja stuðning í sérskóla og snúa svo aftur í sinn hverfisskóla með aukið sjálfstraust og aukna færni. Því miður eru biðlistar í slík úrræði víða langir og það leiðir til þess að börn og fjölskyldur þurfa að bíða of lengi eftir viðeigandi stuðningi. Með því að Hafnarfjörður sýni frumkvæði í þessu máli væri sveitarfélagið að sýna í verki að það leggi sitt af mörkum til að mæta vaxandi þörf í samfélaginu og tryggja börnum með fjölþættar þarfir þann stuðning sem þau eiga rétt á. Það myndi jafnframt sýna að sveitarfélagið er tilbúið að fjárfesta í kennurum og öðru fagfólki til að bæta og styrkja starfsumhverfi þeirra. Við í Viðreisn viljum fjárfesta í vellíðan barna og ungmenna - með öllum þeim verkfærum sem til eru. Það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði og fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Hafnarfjörður Mest lesið Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Greinaskrif kennara og skólastjórnenda undanfarnar vikur og mánuði kalla á viðbrögð og athygli okkar allra. Á Íslandi, þar sem stefnan er skóli án aðgreiningar, eiga öll börn rétt á því að vera í sínum hverfisskóla, burtséð frá aðstæðum, greiningum eða fötlun. Það er einfaldlega þannig að fjölbreyttur nemendahópur krefst fjölbreyttrar sérfræðiþekkingar. Innan skólanna eiga að vera fagteymi sem samanstanda meðal annars af þroskaþjálfum, iðjuþjálfum, sálfræðingum, námsráðgjöfum, talmeinafræðingum og kennurum. Sérúrræði og faglegur stuðningur eflir skólastarfið Til að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda og styrkja faglegt starf innan skólanna höfum við í Viðreisn lagt fram tillögu um að fjölga stöðugildum sérfræðinga í skólum Hafnarfjarðar. Með því væri hægt að bjóða upp á markvissari og fjölbreyttari sérúrræði. Mikilvægt er að fagteymin vinni þétt með kennurum og skólastjórnendum, þannig að stuðningur við börn og starfsfólk verði samþættur hluti af daglegu skólastarfi - ekki aðeins viðbragð þegar vandi er orðinn til staðar. Stofnun sérúrræðis eða sérskóla í samstarfi sveitarfélaga Til þess að bregðast við ákalli skólastjórnenda og kennara lögðum við einnig til að Hafnarfjarðarbær hefji vinnu við eða hafi frumkvæði að stofnun sérúrræðis eða sérskóla í samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Slík úrræði eru þegar til staðar og hafa reynst mörgum nemendum vel. Í flestum tilfellum eru þau tímabundin - nemendur sækja stuðning í sérskóla og snúa svo aftur í sinn hverfisskóla með aukið sjálfstraust og aukna færni. Því miður eru biðlistar í slík úrræði víða langir og það leiðir til þess að börn og fjölskyldur þurfa að bíða of lengi eftir viðeigandi stuðningi. Með því að Hafnarfjörður sýni frumkvæði í þessu máli væri sveitarfélagið að sýna í verki að það leggi sitt af mörkum til að mæta vaxandi þörf í samfélaginu og tryggja börnum með fjölþættar þarfir þann stuðning sem þau eiga rétt á. Það myndi jafnframt sýna að sveitarfélagið er tilbúið að fjárfesta í kennurum og öðru fagfólki til að bæta og styrkja starfsumhverfi þeirra. Við í Viðreisn viljum fjárfesta í vellíðan barna og ungmenna - með öllum þeim verkfærum sem til eru. Það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði og fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði Hafnarfjarðar.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun