Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar 17. nóvember 2025 09:00 Greinaskrif kennara og skólastjórnenda undanfarnar vikur og mánuði kalla á viðbrögð og athygli okkar allra. Á Íslandi, þar sem stefnan er skóli án aðgreiningar, eiga öll börn rétt á því að vera í sínum hverfisskóla, burtséð frá aðstæðum, greiningum eða fötlun. Það er einfaldlega þannig að fjölbreyttur nemendahópur krefst fjölbreyttrar sérfræðiþekkingar. Innan skólanna eiga að vera fagteymi sem samanstanda meðal annars af þroskaþjálfum, iðjuþjálfum, sálfræðingum, námsráðgjöfum, talmeinafræðingum og kennurum. Sérúrræði og faglegur stuðningur eflir skólastarfið Til að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda og styrkja faglegt starf innan skólanna höfum við í Viðreisn lagt fram tillögu um að fjölga stöðugildum sérfræðinga í skólum Hafnarfjarðar. Með því væri hægt að bjóða upp á markvissari og fjölbreyttari sérúrræði. Mikilvægt er að fagteymin vinni þétt með kennurum og skólastjórnendum, þannig að stuðningur við börn og starfsfólk verði samþættur hluti af daglegu skólastarfi - ekki aðeins viðbragð þegar vandi er orðinn til staðar. Stofnun sérúrræðis eða sérskóla í samstarfi sveitarfélaga Til þess að bregðast við ákalli skólastjórnenda og kennara lögðum við einnig til að Hafnarfjarðarbær hefji vinnu við eða hafi frumkvæði að stofnun sérúrræðis eða sérskóla í samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Slík úrræði eru þegar til staðar og hafa reynst mörgum nemendum vel. Í flestum tilfellum eru þau tímabundin - nemendur sækja stuðning í sérskóla og snúa svo aftur í sinn hverfisskóla með aukið sjálfstraust og aukna færni. Því miður eru biðlistar í slík úrræði víða langir og það leiðir til þess að börn og fjölskyldur þurfa að bíða of lengi eftir viðeigandi stuðningi. Með því að Hafnarfjörður sýni frumkvæði í þessu máli væri sveitarfélagið að sýna í verki að það leggi sitt af mörkum til að mæta vaxandi þörf í samfélaginu og tryggja börnum með fjölþættar þarfir þann stuðning sem þau eiga rétt á. Það myndi jafnframt sýna að sveitarfélagið er tilbúið að fjárfesta í kennurum og öðru fagfólki til að bæta og styrkja starfsumhverfi þeirra. Við í Viðreisn viljum fjárfesta í vellíðan barna og ungmenna - með öllum þeim verkfærum sem til eru. Það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði og fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Hafnarfjörður Mest lesið Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Greinaskrif kennara og skólastjórnenda undanfarnar vikur og mánuði kalla á viðbrögð og athygli okkar allra. Á Íslandi, þar sem stefnan er skóli án aðgreiningar, eiga öll börn rétt á því að vera í sínum hverfisskóla, burtséð frá aðstæðum, greiningum eða fötlun. Það er einfaldlega þannig að fjölbreyttur nemendahópur krefst fjölbreyttrar sérfræðiþekkingar. Innan skólanna eiga að vera fagteymi sem samanstanda meðal annars af þroskaþjálfum, iðjuþjálfum, sálfræðingum, námsráðgjöfum, talmeinafræðingum og kennurum. Sérúrræði og faglegur stuðningur eflir skólastarfið Til að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda og styrkja faglegt starf innan skólanna höfum við í Viðreisn lagt fram tillögu um að fjölga stöðugildum sérfræðinga í skólum Hafnarfjarðar. Með því væri hægt að bjóða upp á markvissari og fjölbreyttari sérúrræði. Mikilvægt er að fagteymin vinni þétt með kennurum og skólastjórnendum, þannig að stuðningur við börn og starfsfólk verði samþættur hluti af daglegu skólastarfi - ekki aðeins viðbragð þegar vandi er orðinn til staðar. Stofnun sérúrræðis eða sérskóla í samstarfi sveitarfélaga Til þess að bregðast við ákalli skólastjórnenda og kennara lögðum við einnig til að Hafnarfjarðarbær hefji vinnu við eða hafi frumkvæði að stofnun sérúrræðis eða sérskóla í samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Slík úrræði eru þegar til staðar og hafa reynst mörgum nemendum vel. Í flestum tilfellum eru þau tímabundin - nemendur sækja stuðning í sérskóla og snúa svo aftur í sinn hverfisskóla með aukið sjálfstraust og aukna færni. Því miður eru biðlistar í slík úrræði víða langir og það leiðir til þess að börn og fjölskyldur þurfa að bíða of lengi eftir viðeigandi stuðningi. Með því að Hafnarfjörður sýni frumkvæði í þessu máli væri sveitarfélagið að sýna í verki að það leggi sitt af mörkum til að mæta vaxandi þörf í samfélaginu og tryggja börnum með fjölþættar þarfir þann stuðning sem þau eiga rétt á. Það myndi jafnframt sýna að sveitarfélagið er tilbúið að fjárfesta í kennurum og öðru fagfólki til að bæta og styrkja starfsumhverfi þeirra. Við í Viðreisn viljum fjárfesta í vellíðan barna og ungmenna - með öllum þeim verkfærum sem til eru. Það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði og fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði Hafnarfjarðar.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun