Gerir myndbönd fyrir New York ballettinn Þórður Ingi Jónsson skrifar 11. október 2014 14:30 Rebekka Bryndís Björnsdóttir á Lincoln-torgi. „Ég er rosalega ánægð með þetta, það er eiginlega algjör draumur að vera kominn hingað,“ segir Rebekka Bryndís Björnsdóttir, framleiðandi og tónlistarkona en hún vinnur nú í New York balletinum við að framleiða myndbönd. „Ég framleiði öll myndbönd fyrir balletinn svo sem heimildarmyndir, kynningarmyndbönd, stiklur, auglýsingar og lítil vídeó sem þau setja á síðuna,“ segir Rebekka sem flutti til New York fyrir einu og hálfu ári. Þegar þetta er ritað hefur hún starfað í tvær vikur fyrir balletinn og tekið upp ýmis myndbönd af dönsurum fyrir fjölmiðla og heimasíðu balletsins. „Maður er bara að komast inn í ferlið og kynnast öllum,“ segir Rebekka. Rebekka segist hæstánægð með það að vinna á hinu fræga Lincoln-torgi, þar sem ballettinn, óperan og sinfoníuhljómsveit borgarinnar starfa. „Það er rosalega gaman að fara þangað á hverjum degi og vera í þessu umhverfi. Ég hef alltaf haft áhuga á dansi þannig að það er rosalega skemmtilegt að vera í kringum ballet á hverjum degi og geta horft á heimsklassadansara. Þetta er mjög inspirerandi umhverfi.“ Rebekka hefur haft nóg á sinni könnu undanfarið en hún hefur einnig verið að framleiða tónlistarmyndbönd fyrir ýmsa heimsfræga tónlistarmenn svo sem M83, Washed Out og Liars en myndbandið fyrir lagið Amor Fati með Washed Out var skotið hér á Íslandi. Rebekka hefur unnið þessi myndbönd með kærasta hennar Yoonha Park, sem er leikstjóri. Þá hefur hún unnið meirihluta þessa árs við kvikmyndina The Nest sem framleidd er af grínustunum Tinu Fey og Amy Poehler. Hún fjallar um tvær frábitnar systur sem halda húskveðjupartí á heimili þeirra, sem foreldrarnir ætla að selja. Myndin er nú í eftirvinnslu og kemur út seint á næsta ári. Rebekka hefur verið í pásu frá hljómsveitinni Hjaltalín þar sem hún spilaði á fagott. „Það er búið að vera svo ótrúlega mikið að gera að maður er ekkert mikið að vinna í tónlist, fyrir utan nokkur „jam sessions“ með fólki sem ég hef kynnst hérna. Annars er ég hæstánægð með að vera flutt hingað og að hafa reynt á þetta.“ Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði fyrir bókaklúbb Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði fyrir bókaklúbb Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira
„Ég er rosalega ánægð með þetta, það er eiginlega algjör draumur að vera kominn hingað,“ segir Rebekka Bryndís Björnsdóttir, framleiðandi og tónlistarkona en hún vinnur nú í New York balletinum við að framleiða myndbönd. „Ég framleiði öll myndbönd fyrir balletinn svo sem heimildarmyndir, kynningarmyndbönd, stiklur, auglýsingar og lítil vídeó sem þau setja á síðuna,“ segir Rebekka sem flutti til New York fyrir einu og hálfu ári. Þegar þetta er ritað hefur hún starfað í tvær vikur fyrir balletinn og tekið upp ýmis myndbönd af dönsurum fyrir fjölmiðla og heimasíðu balletsins. „Maður er bara að komast inn í ferlið og kynnast öllum,“ segir Rebekka. Rebekka segist hæstánægð með það að vinna á hinu fræga Lincoln-torgi, þar sem ballettinn, óperan og sinfoníuhljómsveit borgarinnar starfa. „Það er rosalega gaman að fara þangað á hverjum degi og vera í þessu umhverfi. Ég hef alltaf haft áhuga á dansi þannig að það er rosalega skemmtilegt að vera í kringum ballet á hverjum degi og geta horft á heimsklassadansara. Þetta er mjög inspirerandi umhverfi.“ Rebekka hefur haft nóg á sinni könnu undanfarið en hún hefur einnig verið að framleiða tónlistarmyndbönd fyrir ýmsa heimsfræga tónlistarmenn svo sem M83, Washed Out og Liars en myndbandið fyrir lagið Amor Fati með Washed Out var skotið hér á Íslandi. Rebekka hefur unnið þessi myndbönd með kærasta hennar Yoonha Park, sem er leikstjóri. Þá hefur hún unnið meirihluta þessa árs við kvikmyndina The Nest sem framleidd er af grínustunum Tinu Fey og Amy Poehler. Hún fjallar um tvær frábitnar systur sem halda húskveðjupartí á heimili þeirra, sem foreldrarnir ætla að selja. Myndin er nú í eftirvinnslu og kemur út seint á næsta ári. Rebekka hefur verið í pásu frá hljómsveitinni Hjaltalín þar sem hún spilaði á fagott. „Það er búið að vera svo ótrúlega mikið að gera að maður er ekkert mikið að vinna í tónlist, fyrir utan nokkur „jam sessions“ með fólki sem ég hef kynnst hérna. Annars er ég hæstánægð með að vera flutt hingað og að hafa reynt á þetta.“
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði fyrir bókaklúbb Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði fyrir bókaklúbb Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira