Tilfinningar eru vannýtt auðlind Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2014 09:00 Arnór hefur gaman af því að stúdera tilfinningar. Vísir/GVA „Kjarninn í erindinu felst í því að sýna fram á að tilfinningar eru vannýtt auðlind. Það er það sem ég hef komist að í gegnum mína reynslu í markþjálfun,“ segir markþjálfinn Arnór Másson. Hann heldur fyrirlesturinn Tilfinningar í markþjálfun – auðlind eða hrærigrautur? á Markþjálfunardeginum í Opna háskólanum á morgun. Arnór Másson er markþjálfi með alþjóðlega ACC-vottun frá ICF og PDE í frumkvöðlafræði frá Keili, HÍ og NMÍ. Hann hefur mikla reynslu í markþjálfun, starfar við námskeiðahald og markþjálfun hjá AM markþjálfun og er leiðbeinandi í markþjálfunarnámi hjá Evolvia ehf. „Ég vonast til þess að fólk sem sækir fyrirlesturinn fái skýrari skilning á vægi tilfinninga, ekki bara í markþjálfun heldur almennt í lífinu. Ég vona að fólk geti nýtt sér þetta, því hvernig er hægt að ná árangri í lífinu án þess að vera hæfur að lesa í sjálfan sig og aðra?“ bætir Arnór við. Hann leggur áherslu á að sýna fram á hvernig fólk skiptist á tilfinningum. „Við leggjum mikla áherslu á tungumálið. Það er mikil gjöf og mikilvægt. En við fæðumst ekki með tungumálið að vopni. Við byrjum strax að hafa tjáskipti án tungumálsins. Ég vil sýna fram á það hvernig tilfinningaskipti eiga sér stað, sem sagt hvernig við skiptumst á tilfinningum með og án orða. Ef ég væri ekki með tilfinningar myndi ég tala eins og vélmenni. Við erum ekki meðvituð um það og pælum ekki í því í daglegu lífi. Sjö prósent af tjáskiptum og skilningi eru orð – allt hitt er óyrt. Ég skýri þetta á fyrirlestrinum út frá því dæmi þegar barn fæðist í heiminn og fer í fang móður sinnar. Þá byrja ekki bara tjáskipti heldur líka einhvers konar skilningur.“ Hann segir allar manneskjur hafa sex grunntilfinningar. „Ég bendi líka á það sem er einstakt við manneskjuna, óháð menningu, þjóðerni og trú, er að við höfum sex grunntilfinningar sem við tjáum eins. Vöðvarnir í andlitinu eru hannaðir þannig að við getum sýnt þessar grunntilfinningar og notað þær án þess að kunna tungumál. Þessar tilfinningar eru gleði, að vera hissa, viðbjóður, ótti, depurð og reiði,“ segir Arnór en markþjálfar horfa aðallega í gleði og að vera hissa. „Mér finnst gaman að stúdera tilfinningar. Ég er að læra sálfræði og útskrifast með BS-gráðu í þeim fræðum í vor. Markþjálfar vinna ekki við að laga það sem er bilað heldur efla auðlindina sem er innra með manninum. Við erum ekki klappstýrur. Við vinnum faglega með fólki til að ná árangri. Ég nýti tilfinningar í markþjálfun enda mikill tilfinningakarl,“ segir Arnór en fyrirlestur hans stendur frá 11.10 til 11.40 í sal M216. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
„Kjarninn í erindinu felst í því að sýna fram á að tilfinningar eru vannýtt auðlind. Það er það sem ég hef komist að í gegnum mína reynslu í markþjálfun,“ segir markþjálfinn Arnór Másson. Hann heldur fyrirlesturinn Tilfinningar í markþjálfun – auðlind eða hrærigrautur? á Markþjálfunardeginum í Opna háskólanum á morgun. Arnór Másson er markþjálfi með alþjóðlega ACC-vottun frá ICF og PDE í frumkvöðlafræði frá Keili, HÍ og NMÍ. Hann hefur mikla reynslu í markþjálfun, starfar við námskeiðahald og markþjálfun hjá AM markþjálfun og er leiðbeinandi í markþjálfunarnámi hjá Evolvia ehf. „Ég vonast til þess að fólk sem sækir fyrirlesturinn fái skýrari skilning á vægi tilfinninga, ekki bara í markþjálfun heldur almennt í lífinu. Ég vona að fólk geti nýtt sér þetta, því hvernig er hægt að ná árangri í lífinu án þess að vera hæfur að lesa í sjálfan sig og aðra?“ bætir Arnór við. Hann leggur áherslu á að sýna fram á hvernig fólk skiptist á tilfinningum. „Við leggjum mikla áherslu á tungumálið. Það er mikil gjöf og mikilvægt. En við fæðumst ekki með tungumálið að vopni. Við byrjum strax að hafa tjáskipti án tungumálsins. Ég vil sýna fram á það hvernig tilfinningaskipti eiga sér stað, sem sagt hvernig við skiptumst á tilfinningum með og án orða. Ef ég væri ekki með tilfinningar myndi ég tala eins og vélmenni. Við erum ekki meðvituð um það og pælum ekki í því í daglegu lífi. Sjö prósent af tjáskiptum og skilningi eru orð – allt hitt er óyrt. Ég skýri þetta á fyrirlestrinum út frá því dæmi þegar barn fæðist í heiminn og fer í fang móður sinnar. Þá byrja ekki bara tjáskipti heldur líka einhvers konar skilningur.“ Hann segir allar manneskjur hafa sex grunntilfinningar. „Ég bendi líka á það sem er einstakt við manneskjuna, óháð menningu, þjóðerni og trú, er að við höfum sex grunntilfinningar sem við tjáum eins. Vöðvarnir í andlitinu eru hannaðir þannig að við getum sýnt þessar grunntilfinningar og notað þær án þess að kunna tungumál. Þessar tilfinningar eru gleði, að vera hissa, viðbjóður, ótti, depurð og reiði,“ segir Arnór en markþjálfar horfa aðallega í gleði og að vera hissa. „Mér finnst gaman að stúdera tilfinningar. Ég er að læra sálfræði og útskrifast með BS-gráðu í þeim fræðum í vor. Markþjálfar vinna ekki við að laga það sem er bilað heldur efla auðlindina sem er innra með manninum. Við erum ekki klappstýrur. Við vinnum faglega með fólki til að ná árangri. Ég nýti tilfinningar í markþjálfun enda mikill tilfinningakarl,“ segir Arnór en fyrirlestur hans stendur frá 11.10 til 11.40 í sal M216.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira