Lestu þetta ef þú ert að farast úr stressi Ellý Ármanns skrifar 10. janúar 2014 13:00 Sigurbjörg Magnúsdóttir í öllu sínu veldi. myndir/einkasafn Sigurbjörg Magnúsdóttir 28 ára nemi í sálfræði og einkaþjálfari, sem heldur úti Fitness form- síðu þar sem hún aðstoðar fólk þegar kemur að heilsusamlegu líferni, gefur lesendum Lífsins góð ráð við stressi. Ekki detta í hvern megrunarkúrinn á fætur öðrum og hrasa inn í þann næsta því það endar bara með falli. Náðu taki á andlegri líðan og um leið byggðu upp líkamlegt hreysti. Ótrúlegustu hlutir gerast þegar hugur og líkami vinna saman sem heild. Þú átt bara eitt eintak af ÞÉR og þess vegna skaltu hugsa vel um þetta dýrmæta eintak. Við getum ekki gert copy/paste þó við vildum flest öll geta gert það ákveðnum tímapunkti. Það orsakar oft á tíðum streitu og kvíða að geta ekki uppfyllt allar kröfur okkar og annarra og þess vegna setjum við alltaf aðeins of mikla pressu á okkur.Svefninn mikilvægur Við þurfum að sofa vel, borða rétt og passa okkur á að láta ekki aðstæður og umhverfi stjórna líðan okkar. Þeir sem upplifa mikinn kvíða eða vanlíðan eiga á hættu á að fitna meira vegna þess að þeir finna huggun í mat eða sleppa því að borða, sem hægir jafnframt á brennslu líkamans. Undraplanta gæti hjálpaðDrekktu Chamomile te. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á þessi undraplanta getur hjálpað þér að takast á við óþægileg kvíðaeinkenni. Sérstaklega ef þú átt við svefnerfiðleika að stríða. Magnesíum er magnað Magnesíum er algjörlega nauðsynlegt ef þú þjáist af mikilli streitu eða ert í streituvaldandi vinnu sem skapar þér kvíða. Magnesíum getur einnig haft áhrif á að þú tileinkir þér ný bjargráð við streituvaldandi umhverfi með því að hafa áhrif á boðefnastarfssemi heilans.Omega er málið Omega 3 fitusýrur; inntaka þeirra stuðlar að betri andlegri líðan ásamt því að styrkja ónæmiskerfi líkamans og minnkar bólgur.Vatnið er nauðsyn Tveir lítrar af vatni á dag kemur skapinu í lag. Ekki verra að setja sítrónu í það.Minnka sykur og gosdrykkju GABA (gamma-aminobutyric acid) taugaboðefni í miðtaugakerfi líkamans sem verður fyrir áhrifum vegna langvarandi streitu. Framleiðsla þess minnkar við langvarandi álag. Fæða sem eykur GABA í líkamanum eru til dæmis hnetur, bananar, brokkolí, spínat, grænt te, sítrus ávextir og hörfræ olía. Um leið er gott að minnka sykur, harða fitu, sælgæti og halda kaffidrykkju í skefjum.Slökun Leyfðu þér að slaka á. Prófaðu eitthvað nýtt. Farðu á jóganámskeið eða langþráð nudd. Taktu 15 mínútur á dag og hugleiddu, það eru engin geimvísindi –þetta eru 450 mínútur í einum mánuði eða 7,5 klukkustundir af þínum tíma. Hvað eyðir þú miklum tíma á facebook eða í símanum til dæmis?Hlúðu að hjartanu Ræktaðu sjálfan þig. Hjarta þitt pumpar dag hvern. Gefðu hjarta þínu eitthvað til baka sem sýnir að þú sért á lífi og hjarta þitt mun gefa enn meira í hvert pump sem styrkir þig enn fremur. Regluleg líkamsrækt (þá erum við ekki að tala um gönguna í matsalinn í hádeginu eða verslunarferðina sem þú fórst í gær ).Hreyfing Góð æfing er gulls í gildi. Hreyfing minnkar streituhormón í líkamanum og eykur á vellíðunar hormónin. Einungis 30 mínútna löng ganga á dag og það hefur frábær áhrif á heilsu þína og líðan. Ekki láta netið gleypa þig Takmarkaðu tíma sem þú eyðir í tölvu, síma og sjónvarp. Það er í góðu lagi að fara á Facebook og kíkja á vini og vandamenn þar en þegar netið truflar daglegt líf þitt þá ættiru kannski bara að njóta augnabliksins. Prófaðu að minnsta kosti að eyða facebook „appinu“ í viku úr símanum þínum og kíktu einu sinni á dag í tölvuna ef þú kemst upp með það. Andaðu Til eru margar öndunaræfingar sem geta verið hjálplegar þegar kvíði eða vanlíðan sækir á þig. Aflaðu þér réttra upplýsinga um öndun og „andaðu léttar“. Skoðaðu hugræna atferlismeðferð sem hjálpar þér að ná tökum á hugsunum eins og „ég get þetta ekki“ og breyta þeim yfir í „ég get þetta“. Hugur okkar er ótrúlegur. Hann á það til að stjórna okkur - þó okkur sé ætlað að vera með stjórnina.Hér má lesa persónulega reynslu Sigurbjargar sem hún deildi með okkur í fyrra (sjón er sögu ríkari). Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira
Sigurbjörg Magnúsdóttir 28 ára nemi í sálfræði og einkaþjálfari, sem heldur úti Fitness form- síðu þar sem hún aðstoðar fólk þegar kemur að heilsusamlegu líferni, gefur lesendum Lífsins góð ráð við stressi. Ekki detta í hvern megrunarkúrinn á fætur öðrum og hrasa inn í þann næsta því það endar bara með falli. Náðu taki á andlegri líðan og um leið byggðu upp líkamlegt hreysti. Ótrúlegustu hlutir gerast þegar hugur og líkami vinna saman sem heild. Þú átt bara eitt eintak af ÞÉR og þess vegna skaltu hugsa vel um þetta dýrmæta eintak. Við getum ekki gert copy/paste þó við vildum flest öll geta gert það ákveðnum tímapunkti. Það orsakar oft á tíðum streitu og kvíða að geta ekki uppfyllt allar kröfur okkar og annarra og þess vegna setjum við alltaf aðeins of mikla pressu á okkur.Svefninn mikilvægur Við þurfum að sofa vel, borða rétt og passa okkur á að láta ekki aðstæður og umhverfi stjórna líðan okkar. Þeir sem upplifa mikinn kvíða eða vanlíðan eiga á hættu á að fitna meira vegna þess að þeir finna huggun í mat eða sleppa því að borða, sem hægir jafnframt á brennslu líkamans. Undraplanta gæti hjálpaðDrekktu Chamomile te. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á þessi undraplanta getur hjálpað þér að takast á við óþægileg kvíðaeinkenni. Sérstaklega ef þú átt við svefnerfiðleika að stríða. Magnesíum er magnað Magnesíum er algjörlega nauðsynlegt ef þú þjáist af mikilli streitu eða ert í streituvaldandi vinnu sem skapar þér kvíða. Magnesíum getur einnig haft áhrif á að þú tileinkir þér ný bjargráð við streituvaldandi umhverfi með því að hafa áhrif á boðefnastarfssemi heilans.Omega er málið Omega 3 fitusýrur; inntaka þeirra stuðlar að betri andlegri líðan ásamt því að styrkja ónæmiskerfi líkamans og minnkar bólgur.Vatnið er nauðsyn Tveir lítrar af vatni á dag kemur skapinu í lag. Ekki verra að setja sítrónu í það.Minnka sykur og gosdrykkju GABA (gamma-aminobutyric acid) taugaboðefni í miðtaugakerfi líkamans sem verður fyrir áhrifum vegna langvarandi streitu. Framleiðsla þess minnkar við langvarandi álag. Fæða sem eykur GABA í líkamanum eru til dæmis hnetur, bananar, brokkolí, spínat, grænt te, sítrus ávextir og hörfræ olía. Um leið er gott að minnka sykur, harða fitu, sælgæti og halda kaffidrykkju í skefjum.Slökun Leyfðu þér að slaka á. Prófaðu eitthvað nýtt. Farðu á jóganámskeið eða langþráð nudd. Taktu 15 mínútur á dag og hugleiddu, það eru engin geimvísindi –þetta eru 450 mínútur í einum mánuði eða 7,5 klukkustundir af þínum tíma. Hvað eyðir þú miklum tíma á facebook eða í símanum til dæmis?Hlúðu að hjartanu Ræktaðu sjálfan þig. Hjarta þitt pumpar dag hvern. Gefðu hjarta þínu eitthvað til baka sem sýnir að þú sért á lífi og hjarta þitt mun gefa enn meira í hvert pump sem styrkir þig enn fremur. Regluleg líkamsrækt (þá erum við ekki að tala um gönguna í matsalinn í hádeginu eða verslunarferðina sem þú fórst í gær ).Hreyfing Góð æfing er gulls í gildi. Hreyfing minnkar streituhormón í líkamanum og eykur á vellíðunar hormónin. Einungis 30 mínútna löng ganga á dag og það hefur frábær áhrif á heilsu þína og líðan. Ekki láta netið gleypa þig Takmarkaðu tíma sem þú eyðir í tölvu, síma og sjónvarp. Það er í góðu lagi að fara á Facebook og kíkja á vini og vandamenn þar en þegar netið truflar daglegt líf þitt þá ættiru kannski bara að njóta augnabliksins. Prófaðu að minnsta kosti að eyða facebook „appinu“ í viku úr símanum þínum og kíktu einu sinni á dag í tölvuna ef þú kemst upp með það. Andaðu Til eru margar öndunaræfingar sem geta verið hjálplegar þegar kvíði eða vanlíðan sækir á þig. Aflaðu þér réttra upplýsinga um öndun og „andaðu léttar“. Skoðaðu hugræna atferlismeðferð sem hjálpar þér að ná tökum á hugsunum eins og „ég get þetta ekki“ og breyta þeim yfir í „ég get þetta“. Hugur okkar er ótrúlegur. Hann á það til að stjórna okkur - þó okkur sé ætlað að vera með stjórnina.Hér má lesa persónulega reynslu Sigurbjargar sem hún deildi með okkur í fyrra (sjón er sögu ríkari).
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira