Lausn í sjónmáli á fjárhagsvanda Austurbrúar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2014 20:26 Frá Egilsstöðum. Vísir/Pjetur Stofnaðilar Austurbrúar hittust á fundi í dag til að fara yfir fjárhagsstöðu stofnunarinnar sem glímt hefur við mikinn fjárhagsvanda nú um nokkurt skeið. Á fundinum kom fram tillaga að lausn vandans sem gengur út á það að stærstu stofn-og hagsmunaaðilar leggi Austurbrú til fé svo greiði megi upp skuldir hennar. Þá mun Austurbrú einnig fara í hagræðingaraðgerðir en talið er að með þessu móti megi leysa fjárhagsvanda stofnunarinnar til frambúðar. Fjárhagsvandi Austurbrúar er í raun tvíþættur; annars vegar uppsafnaður rekstrarhalli og sjóðsstreymisvandi sem á rætur að rekja til þeirra stofnana sem sameinuðust undir hatti Austurbrúar árið 2012. Yfir 30 stofnaðilar eru að Austurbrú, þar á meðal eru öll sveitarfélögin á Austurlandi, allir háskólar landsins, helstu fagstofnanir, stéttarfélög og hagsmunasamtök atvinnulífsins, framhaldsskólar og þekkingarsetur á Austurlandi. Tilkynningu frá Austurbrú má sjá í heild sinni hér að neðan:Í dag var haldinn fundur meðal stofnaðila Austurbrúar þar sem rætt var um framtíð Austurbrúar en stofnunin hefur glímt við umtalsverðan fjárhagsvanda um nokkurt skeið. Lögð var fram tillaga stjórnar Austurbrúar þar sem lagðar voru til hugmyndir um varanlega lausn á fjárhagsvanda stofnunarinnar. Var tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum stofnaðila með fyrirvörum um samþykki hjá sveitarstjórnum og ríki.Legið hefur fyrir um nokkurt skeið að Austurbrú á við umtalsverðan fjárhagsvanda að stríða. Á fundi stofnaðila í dag kom fram að vandi stofnunarinnar er tvíþættur. Annars vegar er um að ræða uppsafnaðan rekstrarhalla og sjóðstreymisvanda sem á rætur í stofnununum sem sameinuðust í Austurbrú á sínum tíma.Hins vegar stafar vandinn af því að kröfur um þjónustu eru langt umfram það fjármagn sem stofnunin hefur samkvæmt samningum. Undanfarna mánuði hefur verið farið yfir samningaumhverfi stofnunarinnar og greint hvar helst kreppir að í þeim efnum. Sum framlög til stofnunarinnar í gegnum samninga við ríki, stofnanir og sveitarfélög hafa ekki tekið verðbreytingum í fjölda ára.Ef frá eru teknir úthlutunarsjóðir, þá var fjármagn skv. samningum við hið opinbera 86,8 milljónir króna á árinu 2007 en er í dag 89,6 milljónir króna. Á sama tíma hefur verðlagsvísitala hækkað um 34,3 % og launavísitala um 34,1%. Það má vera ljóst að minna fjármagn miðað við verðlag með sama eða hærra þjónustustig gat ekki gengið til frambúðar.Tillaga stjórnar gengur út á að stærstu stofn- og hagsmunaaðilar leggi Austurbrú til fé svo greiða megi upp skuldir hennar ásamt hagræðingaraðgerðum af hálfu stofnunarinnar og leysa þar með fjárhagsvanda hennar til frambúðar. Munu tillögur stjórnar fara til umfjöllunar hjá áðurgreindum aðilum og mun afstaða þeirra liggja fyrir þann 19. desember næstkomandi.Á fundinum var jafnframt kynnt fjárhagsáætlun Austurbrúar fyrir árið 2015 þar sem farið var yfir hvernig ætlunin væri að reka stofnunina á árinu 2015 í ljósi breyttra fjárhagsstöðu. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir hagræðingu í rekstri en í henni felst m.a. endurskoðun á húsnæðismálum Austurbrúar, dregið verður úr beinum kostnaði verkefna, hagrætt í innkaupum, dregið úr kostnaði vegna ferðalaga og fleira. Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Stofnaðilar Austurbrúar hittust á fundi í dag til að fara yfir fjárhagsstöðu stofnunarinnar sem glímt hefur við mikinn fjárhagsvanda nú um nokkurt skeið. Á fundinum kom fram tillaga að lausn vandans sem gengur út á það að stærstu stofn-og hagsmunaaðilar leggi Austurbrú til fé svo greiði megi upp skuldir hennar. Þá mun Austurbrú einnig fara í hagræðingaraðgerðir en talið er að með þessu móti megi leysa fjárhagsvanda stofnunarinnar til frambúðar. Fjárhagsvandi Austurbrúar er í raun tvíþættur; annars vegar uppsafnaður rekstrarhalli og sjóðsstreymisvandi sem á rætur að rekja til þeirra stofnana sem sameinuðust undir hatti Austurbrúar árið 2012. Yfir 30 stofnaðilar eru að Austurbrú, þar á meðal eru öll sveitarfélögin á Austurlandi, allir háskólar landsins, helstu fagstofnanir, stéttarfélög og hagsmunasamtök atvinnulífsins, framhaldsskólar og þekkingarsetur á Austurlandi. Tilkynningu frá Austurbrú má sjá í heild sinni hér að neðan:Í dag var haldinn fundur meðal stofnaðila Austurbrúar þar sem rætt var um framtíð Austurbrúar en stofnunin hefur glímt við umtalsverðan fjárhagsvanda um nokkurt skeið. Lögð var fram tillaga stjórnar Austurbrúar þar sem lagðar voru til hugmyndir um varanlega lausn á fjárhagsvanda stofnunarinnar. Var tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum stofnaðila með fyrirvörum um samþykki hjá sveitarstjórnum og ríki.Legið hefur fyrir um nokkurt skeið að Austurbrú á við umtalsverðan fjárhagsvanda að stríða. Á fundi stofnaðila í dag kom fram að vandi stofnunarinnar er tvíþættur. Annars vegar er um að ræða uppsafnaðan rekstrarhalla og sjóðstreymisvanda sem á rætur í stofnununum sem sameinuðust í Austurbrú á sínum tíma.Hins vegar stafar vandinn af því að kröfur um þjónustu eru langt umfram það fjármagn sem stofnunin hefur samkvæmt samningum. Undanfarna mánuði hefur verið farið yfir samningaumhverfi stofnunarinnar og greint hvar helst kreppir að í þeim efnum. Sum framlög til stofnunarinnar í gegnum samninga við ríki, stofnanir og sveitarfélög hafa ekki tekið verðbreytingum í fjölda ára.Ef frá eru teknir úthlutunarsjóðir, þá var fjármagn skv. samningum við hið opinbera 86,8 milljónir króna á árinu 2007 en er í dag 89,6 milljónir króna. Á sama tíma hefur verðlagsvísitala hækkað um 34,3 % og launavísitala um 34,1%. Það má vera ljóst að minna fjármagn miðað við verðlag með sama eða hærra þjónustustig gat ekki gengið til frambúðar.Tillaga stjórnar gengur út á að stærstu stofn- og hagsmunaaðilar leggi Austurbrú til fé svo greiða megi upp skuldir hennar ásamt hagræðingaraðgerðum af hálfu stofnunarinnar og leysa þar með fjárhagsvanda hennar til frambúðar. Munu tillögur stjórnar fara til umfjöllunar hjá áðurgreindum aðilum og mun afstaða þeirra liggja fyrir þann 19. desember næstkomandi.Á fundinum var jafnframt kynnt fjárhagsáætlun Austurbrúar fyrir árið 2015 þar sem farið var yfir hvernig ætlunin væri að reka stofnunina á árinu 2015 í ljósi breyttra fjárhagsstöðu. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir hagræðingu í rekstri en í henni felst m.a. endurskoðun á húsnæðismálum Austurbrúar, dregið verður úr beinum kostnaði verkefna, hagrætt í innkaupum, dregið úr kostnaði vegna ferðalaga og fleira.
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira