Reiðubúin að taka næstu skref við afnám haftanna Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. september 2014 12:00 Forystumenn ríkisstjórnarinnar og seðlabankastjóri bera ábyrgð á ferlinu við afnám hafta. fréttablaðið/valli „Þetta eru jákvæðar vísbendingar þess efnis að við erum hugsanlega komin á það stig að hægt sé að taka næstu skref í afnámsferlinu,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Seðlabankinn kynnti í fyrradag niðurstöður úr gjaldeyrisútboði sem fór fram þann 15. júlí síðastliðinn, þegar bankinn bauðst til að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur. Árið 2009 var gengi aflandskrónu gagnvart evru um 245 krónur. Í upphafi árs var það komið niður í um 210 krónur, en það er nú komið í rúmar 180. Almennt gengi krónunnar gagnvart evru er aftur á móti 154 krónur um þessar mundir.Ásdís KristjánsdóttirÞetta þýðir að munurinn á útboðsgengi og almennu gengi krónu er nú helmingi minni en hann var í upphafi árs og er nú 17,5 prósent. Árin 2011-2013 var munurinn að jafnaði 41 prósent. Greining Íslandsbanka bendir á að þrýstingur vegna af-landskróna sé orðinn mun minni en hann var við upphaf útboðanna. Undir það tekur Ásdís. „Aflandskrónueigendur eru ekki eins óþolinmóðir og þeir voru. En við megum ekki gleyma því, og mér finnst það svolítið mikilvægt, að útboðin ná bara til erlendra aðila. Við erum með innlenda fjárfesta og lífeyrissjóði sem eru fastir innan hafta og hafa ekki möguleika á því að komast út með peninga í gegnum útboðin,“ segir Ásdís. Núna sé kominn tími á að víkka útboðin og hleypa innlendum aðilum líka í gegn. „Þetta er alltaf spurning um það þegar við losum um höftin hversu mikið útflæði verður og ég held að við fáum aldrei réttan mælikvarða á það nema við víkkum útboðin og fáum að vita hver þessi þrýstingur sem við óttumst verður,“ segir hún. Hún bendir þó á að á sama tíma og bilið á milli útboðsgengis og álandsgengis, það er almenns gengis, hefur minnkað þá sjái fjárfestar sér ekki hag í því að koma með peninga inn í landið í gegnum útboðin í eins miklum mæli og var áður. Þá bendir Ásdís á að hagtölur hafi verið að þróast á jákvæðan hátt. „Og ríkissjóður fór í sumar í erlenda lántöku. Það var þreföld eftirspurn eftir bréfum og kjörin voru að batna verulega,“ segir hún. En hún ítrekar að á endanum snúist þetta allt um það að við vitum ekki réttan verðmiða á gjaldmiðlinum okkar. „Útboðin byggjast á framboði og eftirspurn eftir krónum og eru ágæt mæling á verðmiða gjaldmiðilsins og vísbending um hvers er að vænta þegar frekari losun á sér stað,“ segir hún. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
„Þetta eru jákvæðar vísbendingar þess efnis að við erum hugsanlega komin á það stig að hægt sé að taka næstu skref í afnámsferlinu,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Seðlabankinn kynnti í fyrradag niðurstöður úr gjaldeyrisútboði sem fór fram þann 15. júlí síðastliðinn, þegar bankinn bauðst til að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur. Árið 2009 var gengi aflandskrónu gagnvart evru um 245 krónur. Í upphafi árs var það komið niður í um 210 krónur, en það er nú komið í rúmar 180. Almennt gengi krónunnar gagnvart evru er aftur á móti 154 krónur um þessar mundir.Ásdís KristjánsdóttirÞetta þýðir að munurinn á útboðsgengi og almennu gengi krónu er nú helmingi minni en hann var í upphafi árs og er nú 17,5 prósent. Árin 2011-2013 var munurinn að jafnaði 41 prósent. Greining Íslandsbanka bendir á að þrýstingur vegna af-landskróna sé orðinn mun minni en hann var við upphaf útboðanna. Undir það tekur Ásdís. „Aflandskrónueigendur eru ekki eins óþolinmóðir og þeir voru. En við megum ekki gleyma því, og mér finnst það svolítið mikilvægt, að útboðin ná bara til erlendra aðila. Við erum með innlenda fjárfesta og lífeyrissjóði sem eru fastir innan hafta og hafa ekki möguleika á því að komast út með peninga í gegnum útboðin,“ segir Ásdís. Núna sé kominn tími á að víkka útboðin og hleypa innlendum aðilum líka í gegn. „Þetta er alltaf spurning um það þegar við losum um höftin hversu mikið útflæði verður og ég held að við fáum aldrei réttan mælikvarða á það nema við víkkum útboðin og fáum að vita hver þessi þrýstingur sem við óttumst verður,“ segir hún. Hún bendir þó á að á sama tíma og bilið á milli útboðsgengis og álandsgengis, það er almenns gengis, hefur minnkað þá sjái fjárfestar sér ekki hag í því að koma með peninga inn í landið í gegnum útboðin í eins miklum mæli og var áður. Þá bendir Ásdís á að hagtölur hafi verið að þróast á jákvæðan hátt. „Og ríkissjóður fór í sumar í erlenda lántöku. Það var þreföld eftirspurn eftir bréfum og kjörin voru að batna verulega,“ segir hún. En hún ítrekar að á endanum snúist þetta allt um það að við vitum ekki réttan verðmiða á gjaldmiðlinum okkar. „Útboðin byggjast á framboði og eftirspurn eftir krónum og eru ágæt mæling á verðmiða gjaldmiðilsins og vísbending um hvers er að vænta þegar frekari losun á sér stað,“ segir hún.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun