Reiðubúin að taka næstu skref við afnám haftanna Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. september 2014 12:00 Forystumenn ríkisstjórnarinnar og seðlabankastjóri bera ábyrgð á ferlinu við afnám hafta. fréttablaðið/valli „Þetta eru jákvæðar vísbendingar þess efnis að við erum hugsanlega komin á það stig að hægt sé að taka næstu skref í afnámsferlinu,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Seðlabankinn kynnti í fyrradag niðurstöður úr gjaldeyrisútboði sem fór fram þann 15. júlí síðastliðinn, þegar bankinn bauðst til að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur. Árið 2009 var gengi aflandskrónu gagnvart evru um 245 krónur. Í upphafi árs var það komið niður í um 210 krónur, en það er nú komið í rúmar 180. Almennt gengi krónunnar gagnvart evru er aftur á móti 154 krónur um þessar mundir.Ásdís KristjánsdóttirÞetta þýðir að munurinn á útboðsgengi og almennu gengi krónu er nú helmingi minni en hann var í upphafi árs og er nú 17,5 prósent. Árin 2011-2013 var munurinn að jafnaði 41 prósent. Greining Íslandsbanka bendir á að þrýstingur vegna af-landskróna sé orðinn mun minni en hann var við upphaf útboðanna. Undir það tekur Ásdís. „Aflandskrónueigendur eru ekki eins óþolinmóðir og þeir voru. En við megum ekki gleyma því, og mér finnst það svolítið mikilvægt, að útboðin ná bara til erlendra aðila. Við erum með innlenda fjárfesta og lífeyrissjóði sem eru fastir innan hafta og hafa ekki möguleika á því að komast út með peninga í gegnum útboðin,“ segir Ásdís. Núna sé kominn tími á að víkka útboðin og hleypa innlendum aðilum líka í gegn. „Þetta er alltaf spurning um það þegar við losum um höftin hversu mikið útflæði verður og ég held að við fáum aldrei réttan mælikvarða á það nema við víkkum útboðin og fáum að vita hver þessi þrýstingur sem við óttumst verður,“ segir hún. Hún bendir þó á að á sama tíma og bilið á milli útboðsgengis og álandsgengis, það er almenns gengis, hefur minnkað þá sjái fjárfestar sér ekki hag í því að koma með peninga inn í landið í gegnum útboðin í eins miklum mæli og var áður. Þá bendir Ásdís á að hagtölur hafi verið að þróast á jákvæðan hátt. „Og ríkissjóður fór í sumar í erlenda lántöku. Það var þreföld eftirspurn eftir bréfum og kjörin voru að batna verulega,“ segir hún. En hún ítrekar að á endanum snúist þetta allt um það að við vitum ekki réttan verðmiða á gjaldmiðlinum okkar. „Útboðin byggjast á framboði og eftirspurn eftir krónum og eru ágæt mæling á verðmiða gjaldmiðilsins og vísbending um hvers er að vænta þegar frekari losun á sér stað,“ segir hún. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
„Þetta eru jákvæðar vísbendingar þess efnis að við erum hugsanlega komin á það stig að hægt sé að taka næstu skref í afnámsferlinu,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Seðlabankinn kynnti í fyrradag niðurstöður úr gjaldeyrisútboði sem fór fram þann 15. júlí síðastliðinn, þegar bankinn bauðst til að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur. Árið 2009 var gengi aflandskrónu gagnvart evru um 245 krónur. Í upphafi árs var það komið niður í um 210 krónur, en það er nú komið í rúmar 180. Almennt gengi krónunnar gagnvart evru er aftur á móti 154 krónur um þessar mundir.Ásdís KristjánsdóttirÞetta þýðir að munurinn á útboðsgengi og almennu gengi krónu er nú helmingi minni en hann var í upphafi árs og er nú 17,5 prósent. Árin 2011-2013 var munurinn að jafnaði 41 prósent. Greining Íslandsbanka bendir á að þrýstingur vegna af-landskróna sé orðinn mun minni en hann var við upphaf útboðanna. Undir það tekur Ásdís. „Aflandskrónueigendur eru ekki eins óþolinmóðir og þeir voru. En við megum ekki gleyma því, og mér finnst það svolítið mikilvægt, að útboðin ná bara til erlendra aðila. Við erum með innlenda fjárfesta og lífeyrissjóði sem eru fastir innan hafta og hafa ekki möguleika á því að komast út með peninga í gegnum útboðin,“ segir Ásdís. Núna sé kominn tími á að víkka útboðin og hleypa innlendum aðilum líka í gegn. „Þetta er alltaf spurning um það þegar við losum um höftin hversu mikið útflæði verður og ég held að við fáum aldrei réttan mælikvarða á það nema við víkkum útboðin og fáum að vita hver þessi þrýstingur sem við óttumst verður,“ segir hún. Hún bendir þó á að á sama tíma og bilið á milli útboðsgengis og álandsgengis, það er almenns gengis, hefur minnkað þá sjái fjárfestar sér ekki hag í því að koma með peninga inn í landið í gegnum útboðin í eins miklum mæli og var áður. Þá bendir Ásdís á að hagtölur hafi verið að þróast á jákvæðan hátt. „Og ríkissjóður fór í sumar í erlenda lántöku. Það var þreföld eftirspurn eftir bréfum og kjörin voru að batna verulega,“ segir hún. En hún ítrekar að á endanum snúist þetta allt um það að við vitum ekki réttan verðmiða á gjaldmiðlinum okkar. „Útboðin byggjast á framboði og eftirspurn eftir krónum og eru ágæt mæling á verðmiða gjaldmiðilsins og vísbending um hvers er að vænta þegar frekari losun á sér stað,“ segir hún.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira