78 ára með uppistand Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. september 2014 14:00 Guðrún Ásmundsdóttir verður með uppistand á mánudagskvöld og það ekki í fyrsta sinn. vísir/gva „Mér leist svo vel á þetta hjá þeim að ég vildi endilega vera með í þessu,“ segir leikkonan Guðrún Ásmundsdóttir en hún verður með uppistand ásamt fleiri leikurum á mánudagskvöld. Guðrún, sem er 78 ára gömul og hefur verið ein af okkar ástsælustu leikkonum undanfarna áratugi er þó ekki að fara að grína ein upp á sviði í fyrsta sinn. „Ég hef gert þetta áður og var til að mynda með uppistand í Nesstofu um liðna helgi undir nafninu Nærkonur á Nesinu. Fyrir það hafði ég safnað sögum um ljósmæður á Nesinu í gegnum tíðina,“ segir Guðrún. Fyrir sex árum hélt hún upp á fimmtíu ára leikafmæli sitt í Iðnó og sló þar á létta strengi. „Ég var með uppistand þá og var einnig með píanista og söng nokkur lög. Mig langar að hafa píanista með mér á mánudagskvöldið og taka eins og tvö lög í bland við grínið,“ bætir Guðrún við. Leikhópurinn Brynjurnar standa að viðburðinum á mánudagskvöldið þar sem leikara stíga á svið og leika, syngja, verða með uppistand og sitthvað fleira. Brynjurnar skipa leikarar sem lært hafa leiklist á erlendis. „Þær verða allar með eitthvað skemmtilegt en ég held að við eigum eftir að rífast um það hver á að fara upp á svið. Við viljum allar vera á sviðinu og erum alveg til í þetta,“ segir Guðrún og hlær. Leikkonurnar verða þó hver í sínu lagi uppi á sviði með sín atriði. Guðrún hóf leiklistarnám fimmtán ára gömul með því að svindla sér inn í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar sem vildi ekki nemendur yngri en nítján ára, síðan fór hún í Þjóðleikhússkólann og þaðan lá leiðin til Lundúna í enn frekara nám. Hún hefur undanfarin ár lítið leikið á sviði enda komin á eftirlaun. „Þegar maður lítur til baka þá finnst manni frábært að hafa verið á leiksviðinu en svo finnst mér líka gaman að stjórna þessu alveg sjálf eins og maður gerir í þessum uppistöndum,“ segir Guðrún spurð út í muninn á leiklistinni og uppistandinu. Undanfarið hefur hún verið í því að semja og setja saman dagskrár almennt og þess vegna er það létt verk og skemmtilegt að aðstoða Brynjurnar. „Það er gaman að halda sér við. Þegar maður er komin á efri ár gerir maður bara það sem maður hefur gaman af. Þegar ég er hætt að geta klifrað upp á leiksvið þá fer ég í það að mála postulín eða hvað svo sem gamalt fólk gerir,“ segir Guðrún og hlær. Viðburðurinn fer fram á Café Rosenberg á mánudagskvöldið og hefst klukkan 21.00. Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
„Mér leist svo vel á þetta hjá þeim að ég vildi endilega vera með í þessu,“ segir leikkonan Guðrún Ásmundsdóttir en hún verður með uppistand ásamt fleiri leikurum á mánudagskvöld. Guðrún, sem er 78 ára gömul og hefur verið ein af okkar ástsælustu leikkonum undanfarna áratugi er þó ekki að fara að grína ein upp á sviði í fyrsta sinn. „Ég hef gert þetta áður og var til að mynda með uppistand í Nesstofu um liðna helgi undir nafninu Nærkonur á Nesinu. Fyrir það hafði ég safnað sögum um ljósmæður á Nesinu í gegnum tíðina,“ segir Guðrún. Fyrir sex árum hélt hún upp á fimmtíu ára leikafmæli sitt í Iðnó og sló þar á létta strengi. „Ég var með uppistand þá og var einnig með píanista og söng nokkur lög. Mig langar að hafa píanista með mér á mánudagskvöldið og taka eins og tvö lög í bland við grínið,“ bætir Guðrún við. Leikhópurinn Brynjurnar standa að viðburðinum á mánudagskvöldið þar sem leikara stíga á svið og leika, syngja, verða með uppistand og sitthvað fleira. Brynjurnar skipa leikarar sem lært hafa leiklist á erlendis. „Þær verða allar með eitthvað skemmtilegt en ég held að við eigum eftir að rífast um það hver á að fara upp á svið. Við viljum allar vera á sviðinu og erum alveg til í þetta,“ segir Guðrún og hlær. Leikkonurnar verða þó hver í sínu lagi uppi á sviði með sín atriði. Guðrún hóf leiklistarnám fimmtán ára gömul með því að svindla sér inn í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar sem vildi ekki nemendur yngri en nítján ára, síðan fór hún í Þjóðleikhússkólann og þaðan lá leiðin til Lundúna í enn frekara nám. Hún hefur undanfarin ár lítið leikið á sviði enda komin á eftirlaun. „Þegar maður lítur til baka þá finnst manni frábært að hafa verið á leiksviðinu en svo finnst mér líka gaman að stjórna þessu alveg sjálf eins og maður gerir í þessum uppistöndum,“ segir Guðrún spurð út í muninn á leiklistinni og uppistandinu. Undanfarið hefur hún verið í því að semja og setja saman dagskrár almennt og þess vegna er það létt verk og skemmtilegt að aðstoða Brynjurnar. „Það er gaman að halda sér við. Þegar maður er komin á efri ár gerir maður bara það sem maður hefur gaman af. Þegar ég er hætt að geta klifrað upp á leiksvið þá fer ég í það að mála postulín eða hvað svo sem gamalt fólk gerir,“ segir Guðrún og hlær. Viðburðurinn fer fram á Café Rosenberg á mánudagskvöldið og hefst klukkan 21.00.
Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein