Þakið mun líklega fara af Vodafone-höllinni í dag er þungarokkshátíðin Rokkjötnar fer fram í annað skipti. Þarna mæta til leiks flestar bestu þungarokkshljómsveitir landsins með Skálmöld í broddi fylkingar.
Húsið opnar klukkan 15.00 í dag og Melrakkar stíga svo á stokk klukkan 16.00 og flytja lög Metallica fyrir lýðinn.
Svo kemur hvert bandið á fætur öðru upp á svið og Skálmöld lýkur svo kvöldinu með stæl. Kæmi ekki á óvart ef bandið spilaði efni af væntanlegri plötu sveitarinnar sem ber heitið Með vættum.
Átta klukkutímar af þungarokki og má búast við því að svitinn renni í stríðum straumum og flasan þeytist í allar áttir.
Dagskráin:
16.00: Melrakkar
16.50: In Memoriam
17.40: Strigaskór nr. 42
18.30: Beneath
19.25: Brain Police
20.30: Sólstafir
21.45: Dimma
23.00: Skálmöld
