Lífið

Skólarapp á ítölsku

Ugla Egilsdóttir skrifar
Þorvaldur Davíð Kristjánsson.
Þorvaldur Davíð Kristjánsson.
Lagið Skólarapp naut gífurlegra vinsælda árið 1995. Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari og Sara Dís Hjaltested sungu lagið inn á plötuna Barnabros 2 þegar þau voru bráðung að árum, og er flutningur þeirra mörgum minnisstæður.

Karl Ágúst Úlfsson þýddi lögin á plötunni úr ítölsku. Platan kom út eftir að Sara Dís tók þátt í barnalagakeppni á Ítalíu árið 1994, og ákveðið var í kjölfarið að gefa lögin úr keppninni út á íslensku. Hér að neðan er myndband úr keppninni Zecchino d'Oro þar sem ítölsk börn syngja Scuola Rap, sem er ítölsk útgáfa af Skólarappi. Fyrir neðan er brot úr íslenska tónlistarmyndbandinu við lagið. Neðst er síðan flutningur Söru á Íslandsvísum í ítölsku barnalagakeppninni árið 1994. 



 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.