Lífið

Skeggígræðslur njóta aukinna vinsælda

Bjarki Ármannsson skrifar
Brad Pitt hefur ekki látið græða á sig skegg svo vitað sé.
Brad Pitt hefur ekki látið græða á sig skegg svo vitað sé. Vísir/AFP
Lýtaæknar í Bandaríkjunum segja sífellt fleiri karlmenn sækja í skeggígræðslur, heldur óþekkta fegrunaraðgerð sem þó er í fullum blóma um þessar mundir.

Fréttaveitan DNAinfo New York tók nokkra lækna tali um málið. Þeir segja áhuga á þessari óvenjulegu aðgerð, sem getur kostað allt að 800.000 krónur, sívaxandi. Jeffrey Epstein, lýtalæknir í New York, segist hafa framkvæmt aðgerðina nokkrum sinnum á ári síðastliðinn áratug en að þessa dagana aðstoði hann um þrjá taðskegglinga í viku. 

Aðgerðin ku fara fram með þeim hætti að hár er fjarlægt af höfði viðkomandi og grætt á andlit hans á meðan hann er deyfður. Tekur ferlið um það bil átta klukkustundir. 

Í grein DNAinfo kemur einnig fram að karlmenn sem gangast undir aðgerðina taka oft með sér mynd af leikara eða fyrirsætu með æskilegan skeggvöxt. Eru leikararnir Brad Pitt og Ryan Gosling með þeim leikurum sem flestir vilja líkjast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.