Hvar á áfengið heima? Lars Óli Jessen skrifar 2. október 2014 12:34 Til að byrja með vil ég að allir ímyndi sér að nú væri nýbúið að uppgötva áfengi og almenningur vissi ekkert hvað það væri. Hópur sérfræðinga kemur fram á sjónarsviðið og segir frá efni sem þeir hafa fundið upp á, áfengi. Þetta er efni sem hefur áhrif á heilann á þann veg að maður tekur ákvarðanir án þess að hugsa eins mikið um afleiðingar þeirra. Efnið lætur mann gera minna úthugsaða hluti, hluti sem maður myndi jafnvel aldrei gera undir venjulegum kringustæðum. Sé miklu magni neytt á stuttum tíma verður manni flökurt, höfuðverkur fylgir, svimi og fleiri óþægindi sem geta endað með uppköstum, svo ekki sé talað um heilsuna daginn eftir. Til langs tíma getur þetta nýja efni skemmt lifrina, vöðvakerfið verður lélegra, hjarta- og æðakerfið verður óskilvirkara og svo mætti áfram telja. Hver væru viðbrögð almennings? Hver væri þín skoðun á þessu nýja efni? Vissulega er þetta mjög svört mynd af neyslu áfengis. Vissulega er oftast ekkert nema gaman að skemmta sér þegar áfengi er við hönd. Vissulega drekka fæstir áfengi það oft að það hafi veruleg langvarandi áhrif á þá. En óneitanlega eru of mörg tilfelli þar sem áfengi leikur fólk grátt og óneitanlega er áfengi varningur sem varla getur talist sem venjuleg neysluvara.Áfengisaldurinn Það er ekki að ástæðulausu að fólk má ekki kaupa áfengi fyrr en það er orðið tvítugt. Óþarfi er að nefna allar ástæður þess, en þegar allt er tekið saman er það fyrst og fremst vegna þess að áfengi hefur slæm áhrif á vöxt og þroska barna og unglinga. Aukið aðgengi stuðlar að aukinni neyslu. Því væri af og frá að lækka aldurstakmörkin þar sem líkur eru á því að ungt fólk myndi byrja að drekka fyrr, sem og drekka oftar og meira. En af hverju þá að auka aðgengi að áfengi með því að færa það í kjörbúðir? Verslanir ÁTVR taka mjög strangt á því að selja ekki áfengi til þeirra sem hafa ekki náð tilskyldum aldri. Mikil samfélagsleg ábyrgð fylgir því að fara eftir þessum reglum og enginn fær vinnu hjá ÁTVR án þess að vera með þær 100% á hreinu, auk þess sem enginn undir 20 ára aldri vinnur hjá þeim við að selja áfengi. Miðað við starfsmannamál í flestum kjörbúðum landsins í dag yrðu hæfniskröfur til starfsmanna aldrei þær sömu og hjá ÁTVR, auk þess sem krafa um lágmarksaldur stæðist ekki. Stór hluti starfsmanna eru unglingar sem þyrftu þá bæði að vinna í kringum áfengi, sem og að selja það. Hugmyndir hafa verið uppi um að sér afgreiðslukassar væru í búðum fyrir þá sem kaupa áfengi og að starfsmaður á þeim kassa væri a.m.k. tvítugur. Á háannatíma væri það mjög tímafrekt fyrir viðskiptavini, auk þess sem yngri starfsmenn þyrftu alltaf að koma að vinnunni kringum áfengið á einn eða annan hátt, t.d. á lager. Ungir viðskiptavinir myndu eflaust forvitnast fyrr um áfengi og jafnvel reyna frekar að komast upp með að kaupa það áður en þeir hafa náð tvítugsaldri. Niðurstaðan væri alltaf sú að ungt fólk færi að umgangast áfengi fyrr en ella, sem eykur líkurnar á að þau byrji að drekka fyrr.Ódýrara og meira úrval Því hefur verið haldið fram að með því að færa áfengissölu í kjörbúðir yrði áfengi ódýrara fyrir viðskiptavini, sem og að úrvalið myndi aukast. Kjörbúðir eru undantekningarlaust einkareknar, þar sem allt snýst um peningainnkomu og peningaeyðslu. Hvaða trygging er þá fyrir því að verðið verði lægra en það er í ÁTVR? Samkvæmt heimasíðu ÁTVR eru álagningar hjá ÁTVR 18% á bjór og léttvíni, en 12% á sterku áfengi. Þessar álagningar eru einungis gerðar til þess að standa undir kostnaði við rekstur fyrirtækisins, eins og launakostnað og annan hefðbundinn kostnað. Aftur á móti er skattlagning á áfengi allt annað mál og mun hún haldast óbreytt hvort sem salan fer fram hjá ÁTVR eða einkaaðilum. Meðal álagning kjörbúða er mun hærri en 20% og eru því hverfandi líkur á því að viðskiptavinir fái áfengið á betri kjörum. Einkareknar búðir vilja skiljanlega selja viðskiptavinum sínum sem mest og sem dýrast til þess að hagnast sem mest. Þessu fylgir takmörkuð ábyrgð, en ÁTVR selur viðskiptavinum sínum áfengi alfarið eftir því hvað hver og einn vill. Ekki er reynt að hafa áhrif á kaup með þeim vilja að auka söluna, heldur er viðskiptavinum einungis gefin ráðgjöf sé spurt eftir henni. Þess má geta að síðasta vor fór fram könnun meðal viðskiptavina um hversu góð þjónustan er í mismunandi búðum þar sem Vínbúðirnar voru kosnar með bestu þjónustuna. Vínbúðir ÁTVR hafa í boði um 2000 vörutegundir, þó svo að eins og í flestum verslunum skili um 10% varanna um 90% af hagnaðinum. Einkareknum verslunum ber engin skylda til þess að halda sama vöruúrvali og því lítil ástæða fyrir hefðbundnar kjörbúðir að selja fleiri tegundir en einungis þær sem eru arðbærastar. Fullyrðingar um aukið vöruúrval ef áfengi væri selt í kjörbúðum eru því með öllu rangar. Þvert á móti myndu flestar búðir selja eingöngu það sem þær hagnast mest á. Fyrir viðskiptavininn væri því minna úrval í boði og engin staðfesting er á lægra vöruverði. Áfengisneysla barna og unglinga Samkvæmt skýrslu R&G um þróun vímuefnaneyslu hjá börnum og unglingum hefur áfengisneysla dregist mikið saman síðan mælingar hjá þeim hófust árið 1997. Ísland stendur einna fremst á heimsvísu í þessum málum og megum við vera stolt af því. Ein af mörgum ástæðum þessa árangurs er talin vera takmarkað aðgengi ungmenna að áfengi. Hver eru því rökin á bakvið það að auka aðgengið með því að færa áfengissölu frá ÁTVR til einkaaðila? Á áfengi eitthvað erindi í hillu við hliðina á mjólkinni og brauðinu? Er virkilega það erfitt að koma við á einum stað í viðbót við innkaupin til þess að réttlætanlegt sé að fórna öllu því jákvæða sem fylgir því að hafa áfengissölu aðskilda frá öðrum neysluvörum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Til að byrja með vil ég að allir ímyndi sér að nú væri nýbúið að uppgötva áfengi og almenningur vissi ekkert hvað það væri. Hópur sérfræðinga kemur fram á sjónarsviðið og segir frá efni sem þeir hafa fundið upp á, áfengi. Þetta er efni sem hefur áhrif á heilann á þann veg að maður tekur ákvarðanir án þess að hugsa eins mikið um afleiðingar þeirra. Efnið lætur mann gera minna úthugsaða hluti, hluti sem maður myndi jafnvel aldrei gera undir venjulegum kringustæðum. Sé miklu magni neytt á stuttum tíma verður manni flökurt, höfuðverkur fylgir, svimi og fleiri óþægindi sem geta endað með uppköstum, svo ekki sé talað um heilsuna daginn eftir. Til langs tíma getur þetta nýja efni skemmt lifrina, vöðvakerfið verður lélegra, hjarta- og æðakerfið verður óskilvirkara og svo mætti áfram telja. Hver væru viðbrögð almennings? Hver væri þín skoðun á þessu nýja efni? Vissulega er þetta mjög svört mynd af neyslu áfengis. Vissulega er oftast ekkert nema gaman að skemmta sér þegar áfengi er við hönd. Vissulega drekka fæstir áfengi það oft að það hafi veruleg langvarandi áhrif á þá. En óneitanlega eru of mörg tilfelli þar sem áfengi leikur fólk grátt og óneitanlega er áfengi varningur sem varla getur talist sem venjuleg neysluvara.Áfengisaldurinn Það er ekki að ástæðulausu að fólk má ekki kaupa áfengi fyrr en það er orðið tvítugt. Óþarfi er að nefna allar ástæður þess, en þegar allt er tekið saman er það fyrst og fremst vegna þess að áfengi hefur slæm áhrif á vöxt og þroska barna og unglinga. Aukið aðgengi stuðlar að aukinni neyslu. Því væri af og frá að lækka aldurstakmörkin þar sem líkur eru á því að ungt fólk myndi byrja að drekka fyrr, sem og drekka oftar og meira. En af hverju þá að auka aðgengi að áfengi með því að færa það í kjörbúðir? Verslanir ÁTVR taka mjög strangt á því að selja ekki áfengi til þeirra sem hafa ekki náð tilskyldum aldri. Mikil samfélagsleg ábyrgð fylgir því að fara eftir þessum reglum og enginn fær vinnu hjá ÁTVR án þess að vera með þær 100% á hreinu, auk þess sem enginn undir 20 ára aldri vinnur hjá þeim við að selja áfengi. Miðað við starfsmannamál í flestum kjörbúðum landsins í dag yrðu hæfniskröfur til starfsmanna aldrei þær sömu og hjá ÁTVR, auk þess sem krafa um lágmarksaldur stæðist ekki. Stór hluti starfsmanna eru unglingar sem þyrftu þá bæði að vinna í kringum áfengi, sem og að selja það. Hugmyndir hafa verið uppi um að sér afgreiðslukassar væru í búðum fyrir þá sem kaupa áfengi og að starfsmaður á þeim kassa væri a.m.k. tvítugur. Á háannatíma væri það mjög tímafrekt fyrir viðskiptavini, auk þess sem yngri starfsmenn þyrftu alltaf að koma að vinnunni kringum áfengið á einn eða annan hátt, t.d. á lager. Ungir viðskiptavinir myndu eflaust forvitnast fyrr um áfengi og jafnvel reyna frekar að komast upp með að kaupa það áður en þeir hafa náð tvítugsaldri. Niðurstaðan væri alltaf sú að ungt fólk færi að umgangast áfengi fyrr en ella, sem eykur líkurnar á að þau byrji að drekka fyrr.Ódýrara og meira úrval Því hefur verið haldið fram að með því að færa áfengissölu í kjörbúðir yrði áfengi ódýrara fyrir viðskiptavini, sem og að úrvalið myndi aukast. Kjörbúðir eru undantekningarlaust einkareknar, þar sem allt snýst um peningainnkomu og peningaeyðslu. Hvaða trygging er þá fyrir því að verðið verði lægra en það er í ÁTVR? Samkvæmt heimasíðu ÁTVR eru álagningar hjá ÁTVR 18% á bjór og léttvíni, en 12% á sterku áfengi. Þessar álagningar eru einungis gerðar til þess að standa undir kostnaði við rekstur fyrirtækisins, eins og launakostnað og annan hefðbundinn kostnað. Aftur á móti er skattlagning á áfengi allt annað mál og mun hún haldast óbreytt hvort sem salan fer fram hjá ÁTVR eða einkaaðilum. Meðal álagning kjörbúða er mun hærri en 20% og eru því hverfandi líkur á því að viðskiptavinir fái áfengið á betri kjörum. Einkareknar búðir vilja skiljanlega selja viðskiptavinum sínum sem mest og sem dýrast til þess að hagnast sem mest. Þessu fylgir takmörkuð ábyrgð, en ÁTVR selur viðskiptavinum sínum áfengi alfarið eftir því hvað hver og einn vill. Ekki er reynt að hafa áhrif á kaup með þeim vilja að auka söluna, heldur er viðskiptavinum einungis gefin ráðgjöf sé spurt eftir henni. Þess má geta að síðasta vor fór fram könnun meðal viðskiptavina um hversu góð þjónustan er í mismunandi búðum þar sem Vínbúðirnar voru kosnar með bestu þjónustuna. Vínbúðir ÁTVR hafa í boði um 2000 vörutegundir, þó svo að eins og í flestum verslunum skili um 10% varanna um 90% af hagnaðinum. Einkareknum verslunum ber engin skylda til þess að halda sama vöruúrvali og því lítil ástæða fyrir hefðbundnar kjörbúðir að selja fleiri tegundir en einungis þær sem eru arðbærastar. Fullyrðingar um aukið vöruúrval ef áfengi væri selt í kjörbúðum eru því með öllu rangar. Þvert á móti myndu flestar búðir selja eingöngu það sem þær hagnast mest á. Fyrir viðskiptavininn væri því minna úrval í boði og engin staðfesting er á lægra vöruverði. Áfengisneysla barna og unglinga Samkvæmt skýrslu R&G um þróun vímuefnaneyslu hjá börnum og unglingum hefur áfengisneysla dregist mikið saman síðan mælingar hjá þeim hófust árið 1997. Ísland stendur einna fremst á heimsvísu í þessum málum og megum við vera stolt af því. Ein af mörgum ástæðum þessa árangurs er talin vera takmarkað aðgengi ungmenna að áfengi. Hver eru því rökin á bakvið það að auka aðgengið með því að færa áfengissölu frá ÁTVR til einkaaðila? Á áfengi eitthvað erindi í hillu við hliðina á mjólkinni og brauðinu? Er virkilega það erfitt að koma við á einum stað í viðbót við innkaupin til þess að réttlætanlegt sé að fórna öllu því jákvæða sem fylgir því að hafa áfengissölu aðskilda frá öðrum neysluvörum?
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun