Hvar á áfengið heima? Lars Óli Jessen skrifar 2. október 2014 12:34 Til að byrja með vil ég að allir ímyndi sér að nú væri nýbúið að uppgötva áfengi og almenningur vissi ekkert hvað það væri. Hópur sérfræðinga kemur fram á sjónarsviðið og segir frá efni sem þeir hafa fundið upp á, áfengi. Þetta er efni sem hefur áhrif á heilann á þann veg að maður tekur ákvarðanir án þess að hugsa eins mikið um afleiðingar þeirra. Efnið lætur mann gera minna úthugsaða hluti, hluti sem maður myndi jafnvel aldrei gera undir venjulegum kringustæðum. Sé miklu magni neytt á stuttum tíma verður manni flökurt, höfuðverkur fylgir, svimi og fleiri óþægindi sem geta endað með uppköstum, svo ekki sé talað um heilsuna daginn eftir. Til langs tíma getur þetta nýja efni skemmt lifrina, vöðvakerfið verður lélegra, hjarta- og æðakerfið verður óskilvirkara og svo mætti áfram telja. Hver væru viðbrögð almennings? Hver væri þín skoðun á þessu nýja efni? Vissulega er þetta mjög svört mynd af neyslu áfengis. Vissulega er oftast ekkert nema gaman að skemmta sér þegar áfengi er við hönd. Vissulega drekka fæstir áfengi það oft að það hafi veruleg langvarandi áhrif á þá. En óneitanlega eru of mörg tilfelli þar sem áfengi leikur fólk grátt og óneitanlega er áfengi varningur sem varla getur talist sem venjuleg neysluvara.Áfengisaldurinn Það er ekki að ástæðulausu að fólk má ekki kaupa áfengi fyrr en það er orðið tvítugt. Óþarfi er að nefna allar ástæður þess, en þegar allt er tekið saman er það fyrst og fremst vegna þess að áfengi hefur slæm áhrif á vöxt og þroska barna og unglinga. Aukið aðgengi stuðlar að aukinni neyslu. Því væri af og frá að lækka aldurstakmörkin þar sem líkur eru á því að ungt fólk myndi byrja að drekka fyrr, sem og drekka oftar og meira. En af hverju þá að auka aðgengi að áfengi með því að færa það í kjörbúðir? Verslanir ÁTVR taka mjög strangt á því að selja ekki áfengi til þeirra sem hafa ekki náð tilskyldum aldri. Mikil samfélagsleg ábyrgð fylgir því að fara eftir þessum reglum og enginn fær vinnu hjá ÁTVR án þess að vera með þær 100% á hreinu, auk þess sem enginn undir 20 ára aldri vinnur hjá þeim við að selja áfengi. Miðað við starfsmannamál í flestum kjörbúðum landsins í dag yrðu hæfniskröfur til starfsmanna aldrei þær sömu og hjá ÁTVR, auk þess sem krafa um lágmarksaldur stæðist ekki. Stór hluti starfsmanna eru unglingar sem þyrftu þá bæði að vinna í kringum áfengi, sem og að selja það. Hugmyndir hafa verið uppi um að sér afgreiðslukassar væru í búðum fyrir þá sem kaupa áfengi og að starfsmaður á þeim kassa væri a.m.k. tvítugur. Á háannatíma væri það mjög tímafrekt fyrir viðskiptavini, auk þess sem yngri starfsmenn þyrftu alltaf að koma að vinnunni kringum áfengið á einn eða annan hátt, t.d. á lager. Ungir viðskiptavinir myndu eflaust forvitnast fyrr um áfengi og jafnvel reyna frekar að komast upp með að kaupa það áður en þeir hafa náð tvítugsaldri. Niðurstaðan væri alltaf sú að ungt fólk færi að umgangast áfengi fyrr en ella, sem eykur líkurnar á að þau byrji að drekka fyrr.Ódýrara og meira úrval Því hefur verið haldið fram að með því að færa áfengissölu í kjörbúðir yrði áfengi ódýrara fyrir viðskiptavini, sem og að úrvalið myndi aukast. Kjörbúðir eru undantekningarlaust einkareknar, þar sem allt snýst um peningainnkomu og peningaeyðslu. Hvaða trygging er þá fyrir því að verðið verði lægra en það er í ÁTVR? Samkvæmt heimasíðu ÁTVR eru álagningar hjá ÁTVR 18% á bjór og léttvíni, en 12% á sterku áfengi. Þessar álagningar eru einungis gerðar til þess að standa undir kostnaði við rekstur fyrirtækisins, eins og launakostnað og annan hefðbundinn kostnað. Aftur á móti er skattlagning á áfengi allt annað mál og mun hún haldast óbreytt hvort sem salan fer fram hjá ÁTVR eða einkaaðilum. Meðal álagning kjörbúða er mun hærri en 20% og eru því hverfandi líkur á því að viðskiptavinir fái áfengið á betri kjörum. Einkareknar búðir vilja skiljanlega selja viðskiptavinum sínum sem mest og sem dýrast til þess að hagnast sem mest. Þessu fylgir takmörkuð ábyrgð, en ÁTVR selur viðskiptavinum sínum áfengi alfarið eftir því hvað hver og einn vill. Ekki er reynt að hafa áhrif á kaup með þeim vilja að auka söluna, heldur er viðskiptavinum einungis gefin ráðgjöf sé spurt eftir henni. Þess má geta að síðasta vor fór fram könnun meðal viðskiptavina um hversu góð þjónustan er í mismunandi búðum þar sem Vínbúðirnar voru kosnar með bestu þjónustuna. Vínbúðir ÁTVR hafa í boði um 2000 vörutegundir, þó svo að eins og í flestum verslunum skili um 10% varanna um 90% af hagnaðinum. Einkareknum verslunum ber engin skylda til þess að halda sama vöruúrvali og því lítil ástæða fyrir hefðbundnar kjörbúðir að selja fleiri tegundir en einungis þær sem eru arðbærastar. Fullyrðingar um aukið vöruúrval ef áfengi væri selt í kjörbúðum eru því með öllu rangar. Þvert á móti myndu flestar búðir selja eingöngu það sem þær hagnast mest á. Fyrir viðskiptavininn væri því minna úrval í boði og engin staðfesting er á lægra vöruverði. Áfengisneysla barna og unglinga Samkvæmt skýrslu R&G um þróun vímuefnaneyslu hjá börnum og unglingum hefur áfengisneysla dregist mikið saman síðan mælingar hjá þeim hófust árið 1997. Ísland stendur einna fremst á heimsvísu í þessum málum og megum við vera stolt af því. Ein af mörgum ástæðum þessa árangurs er talin vera takmarkað aðgengi ungmenna að áfengi. Hver eru því rökin á bakvið það að auka aðgengið með því að færa áfengissölu frá ÁTVR til einkaaðila? Á áfengi eitthvað erindi í hillu við hliðina á mjólkinni og brauðinu? Er virkilega það erfitt að koma við á einum stað í viðbót við innkaupin til þess að réttlætanlegt sé að fórna öllu því jákvæða sem fylgir því að hafa áfengissölu aðskilda frá öðrum neysluvörum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Sjá meira
Til að byrja með vil ég að allir ímyndi sér að nú væri nýbúið að uppgötva áfengi og almenningur vissi ekkert hvað það væri. Hópur sérfræðinga kemur fram á sjónarsviðið og segir frá efni sem þeir hafa fundið upp á, áfengi. Þetta er efni sem hefur áhrif á heilann á þann veg að maður tekur ákvarðanir án þess að hugsa eins mikið um afleiðingar þeirra. Efnið lætur mann gera minna úthugsaða hluti, hluti sem maður myndi jafnvel aldrei gera undir venjulegum kringustæðum. Sé miklu magni neytt á stuttum tíma verður manni flökurt, höfuðverkur fylgir, svimi og fleiri óþægindi sem geta endað með uppköstum, svo ekki sé talað um heilsuna daginn eftir. Til langs tíma getur þetta nýja efni skemmt lifrina, vöðvakerfið verður lélegra, hjarta- og æðakerfið verður óskilvirkara og svo mætti áfram telja. Hver væru viðbrögð almennings? Hver væri þín skoðun á þessu nýja efni? Vissulega er þetta mjög svört mynd af neyslu áfengis. Vissulega er oftast ekkert nema gaman að skemmta sér þegar áfengi er við hönd. Vissulega drekka fæstir áfengi það oft að það hafi veruleg langvarandi áhrif á þá. En óneitanlega eru of mörg tilfelli þar sem áfengi leikur fólk grátt og óneitanlega er áfengi varningur sem varla getur talist sem venjuleg neysluvara.Áfengisaldurinn Það er ekki að ástæðulausu að fólk má ekki kaupa áfengi fyrr en það er orðið tvítugt. Óþarfi er að nefna allar ástæður þess, en þegar allt er tekið saman er það fyrst og fremst vegna þess að áfengi hefur slæm áhrif á vöxt og þroska barna og unglinga. Aukið aðgengi stuðlar að aukinni neyslu. Því væri af og frá að lækka aldurstakmörkin þar sem líkur eru á því að ungt fólk myndi byrja að drekka fyrr, sem og drekka oftar og meira. En af hverju þá að auka aðgengi að áfengi með því að færa það í kjörbúðir? Verslanir ÁTVR taka mjög strangt á því að selja ekki áfengi til þeirra sem hafa ekki náð tilskyldum aldri. Mikil samfélagsleg ábyrgð fylgir því að fara eftir þessum reglum og enginn fær vinnu hjá ÁTVR án þess að vera með þær 100% á hreinu, auk þess sem enginn undir 20 ára aldri vinnur hjá þeim við að selja áfengi. Miðað við starfsmannamál í flestum kjörbúðum landsins í dag yrðu hæfniskröfur til starfsmanna aldrei þær sömu og hjá ÁTVR, auk þess sem krafa um lágmarksaldur stæðist ekki. Stór hluti starfsmanna eru unglingar sem þyrftu þá bæði að vinna í kringum áfengi, sem og að selja það. Hugmyndir hafa verið uppi um að sér afgreiðslukassar væru í búðum fyrir þá sem kaupa áfengi og að starfsmaður á þeim kassa væri a.m.k. tvítugur. Á háannatíma væri það mjög tímafrekt fyrir viðskiptavini, auk þess sem yngri starfsmenn þyrftu alltaf að koma að vinnunni kringum áfengið á einn eða annan hátt, t.d. á lager. Ungir viðskiptavinir myndu eflaust forvitnast fyrr um áfengi og jafnvel reyna frekar að komast upp með að kaupa það áður en þeir hafa náð tvítugsaldri. Niðurstaðan væri alltaf sú að ungt fólk færi að umgangast áfengi fyrr en ella, sem eykur líkurnar á að þau byrji að drekka fyrr.Ódýrara og meira úrval Því hefur verið haldið fram að með því að færa áfengissölu í kjörbúðir yrði áfengi ódýrara fyrir viðskiptavini, sem og að úrvalið myndi aukast. Kjörbúðir eru undantekningarlaust einkareknar, þar sem allt snýst um peningainnkomu og peningaeyðslu. Hvaða trygging er þá fyrir því að verðið verði lægra en það er í ÁTVR? Samkvæmt heimasíðu ÁTVR eru álagningar hjá ÁTVR 18% á bjór og léttvíni, en 12% á sterku áfengi. Þessar álagningar eru einungis gerðar til þess að standa undir kostnaði við rekstur fyrirtækisins, eins og launakostnað og annan hefðbundinn kostnað. Aftur á móti er skattlagning á áfengi allt annað mál og mun hún haldast óbreytt hvort sem salan fer fram hjá ÁTVR eða einkaaðilum. Meðal álagning kjörbúða er mun hærri en 20% og eru því hverfandi líkur á því að viðskiptavinir fái áfengið á betri kjörum. Einkareknar búðir vilja skiljanlega selja viðskiptavinum sínum sem mest og sem dýrast til þess að hagnast sem mest. Þessu fylgir takmörkuð ábyrgð, en ÁTVR selur viðskiptavinum sínum áfengi alfarið eftir því hvað hver og einn vill. Ekki er reynt að hafa áhrif á kaup með þeim vilja að auka söluna, heldur er viðskiptavinum einungis gefin ráðgjöf sé spurt eftir henni. Þess má geta að síðasta vor fór fram könnun meðal viðskiptavina um hversu góð þjónustan er í mismunandi búðum þar sem Vínbúðirnar voru kosnar með bestu þjónustuna. Vínbúðir ÁTVR hafa í boði um 2000 vörutegundir, þó svo að eins og í flestum verslunum skili um 10% varanna um 90% af hagnaðinum. Einkareknum verslunum ber engin skylda til þess að halda sama vöruúrvali og því lítil ástæða fyrir hefðbundnar kjörbúðir að selja fleiri tegundir en einungis þær sem eru arðbærastar. Fullyrðingar um aukið vöruúrval ef áfengi væri selt í kjörbúðum eru því með öllu rangar. Þvert á móti myndu flestar búðir selja eingöngu það sem þær hagnast mest á. Fyrir viðskiptavininn væri því minna úrval í boði og engin staðfesting er á lægra vöruverði. Áfengisneysla barna og unglinga Samkvæmt skýrslu R&G um þróun vímuefnaneyslu hjá börnum og unglingum hefur áfengisneysla dregist mikið saman síðan mælingar hjá þeim hófust árið 1997. Ísland stendur einna fremst á heimsvísu í þessum málum og megum við vera stolt af því. Ein af mörgum ástæðum þessa árangurs er talin vera takmarkað aðgengi ungmenna að áfengi. Hver eru því rökin á bakvið það að auka aðgengið með því að færa áfengissölu frá ÁTVR til einkaaðila? Á áfengi eitthvað erindi í hillu við hliðina á mjólkinni og brauðinu? Er virkilega það erfitt að koma við á einum stað í viðbót við innkaupin til þess að réttlætanlegt sé að fórna öllu því jákvæða sem fylgir því að hafa áfengissölu aðskilda frá öðrum neysluvörum?
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun