„Guðni kom aðvífandi eins og engill“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2014 16:29 Árni Johnsen og Guðni Ágústsson við Melabúðina í gær. Mynd/Edda Sif Pálsdóttir „Má ég stækka þessa mynd upp, prenta hana á ál og hengja hana upp fyrir ofan sófann minn?“ skrifar Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttamaður á RÚV, við mynd sem Edda Sif Pálsdóttir sjónvarpskona náði fyrir utan Melabúðina í gær. Óhætt er að segja að myndin sé í skemmtilegri kantinum. Eyjamaðurinn Árni Johnson var nýkominn úr Melabúðinni þar sem hann hafði fest kaup á lambakótilettum, mjólk, mysu og glæsilegum gulum gúmmíhönskum. Ekki vildi þó betur til en svo að höldur á pokanum rifnaði svo vörurnar féllu úr pokanum. „Guðni kom aðvífandi eins og engill,“ segir Árni Johnsen um augnablikið þegar pokinn rifnaði. Hver annar en Guðni Ágústsson, fyrrum landbúnaðarráðherra, var þá mættur til þess að rétta félaga sínum úr Suðurlandskjördæmi hjálparhönd. „Við erum fóstbræður við Guðni og höfum verið lengi. Við erum miklir félagar,“ segir Árni sem gegndi áratugum saman þingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ekki var það svo að þeir félagar væru að versla saman heldur var um hreina tilviljun að ræða að Guðna bar að garði. Árni, sem eins og alþjóð veit býr í Eyjum, segist reglulega koma við í Melabúðinni þegar hann á leið vestur í bæ. „Verslunin er persónuleg og mjög góð,“ segir Árni og bætir við aðspurður að kótiletturnar hafi bragðast vel.Benedikt Valsson.Vísir/AntonHefði þegið myndina í Hraðfréttir Myndin hefur vakið mikla athygli eftir að Edda Sif birti hana, með góðfúslegu leyfi þingmannanna fyrrverandi, á Facebook-síðu sinni í gær. Auk Jóhanns Bjarna lýstu fjölmargir yfir aðdáun á myndinni. „Mysan og Adidas skórnir eru hér í hlutverki besta product placement-s sögunnar,“ skrifar Helgi Seljan í Kastljósinu. „Mynd segir meira en þúsund orð, hefur tekið næsta level!“ skrifar skemmtikrafturinn Daníel Geir Moritz. „Ég hefði þegið þetta lokaskot,“ skrifar Benedikt Valsson í Hraðfréttum. Af Guðna er það hins vegar helst að frétta að hann er lagður upp í ferð með hrútavinafélaginu Örvari norður í Þistilfjörð yfir helgina. Erindið er af dýrari gerðinni en koma á uppstoppaða sauðnum Gorba á forystufjársetrið á Svalbarða eins og lesa má nánar um hér. Mest lesið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Rene Kirby er látinn Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Menning Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
„Má ég stækka þessa mynd upp, prenta hana á ál og hengja hana upp fyrir ofan sófann minn?“ skrifar Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttamaður á RÚV, við mynd sem Edda Sif Pálsdóttir sjónvarpskona náði fyrir utan Melabúðina í gær. Óhætt er að segja að myndin sé í skemmtilegri kantinum. Eyjamaðurinn Árni Johnson var nýkominn úr Melabúðinni þar sem hann hafði fest kaup á lambakótilettum, mjólk, mysu og glæsilegum gulum gúmmíhönskum. Ekki vildi þó betur til en svo að höldur á pokanum rifnaði svo vörurnar féllu úr pokanum. „Guðni kom aðvífandi eins og engill,“ segir Árni Johnsen um augnablikið þegar pokinn rifnaði. Hver annar en Guðni Ágústsson, fyrrum landbúnaðarráðherra, var þá mættur til þess að rétta félaga sínum úr Suðurlandskjördæmi hjálparhönd. „Við erum fóstbræður við Guðni og höfum verið lengi. Við erum miklir félagar,“ segir Árni sem gegndi áratugum saman þingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ekki var það svo að þeir félagar væru að versla saman heldur var um hreina tilviljun að ræða að Guðna bar að garði. Árni, sem eins og alþjóð veit býr í Eyjum, segist reglulega koma við í Melabúðinni þegar hann á leið vestur í bæ. „Verslunin er persónuleg og mjög góð,“ segir Árni og bætir við aðspurður að kótiletturnar hafi bragðast vel.Benedikt Valsson.Vísir/AntonHefði þegið myndina í Hraðfréttir Myndin hefur vakið mikla athygli eftir að Edda Sif birti hana, með góðfúslegu leyfi þingmannanna fyrrverandi, á Facebook-síðu sinni í gær. Auk Jóhanns Bjarna lýstu fjölmargir yfir aðdáun á myndinni. „Mysan og Adidas skórnir eru hér í hlutverki besta product placement-s sögunnar,“ skrifar Helgi Seljan í Kastljósinu. „Mynd segir meira en þúsund orð, hefur tekið næsta level!“ skrifar skemmtikrafturinn Daníel Geir Moritz. „Ég hefði þegið þetta lokaskot,“ skrifar Benedikt Valsson í Hraðfréttum. Af Guðna er það hins vegar helst að frétta að hann er lagður upp í ferð með hrútavinafélaginu Örvari norður í Þistilfjörð yfir helgina. Erindið er af dýrari gerðinni en koma á uppstoppaða sauðnum Gorba á forystufjársetrið á Svalbarða eins og lesa má nánar um hér.
Mest lesið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Rene Kirby er látinn Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Menning Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“