Kristín Guðmundsdóttir, einn reynslumesti leikmaður Vals, skrifaði undir nýjan samning við Val í gær.
Kristín, sem var valinn besti leikmaður Vals á síðasta tímabili, mun jafnframt vera aðstoðarþjálfari liðsins.
Óskari Bjarni Óskarsson tók við kvennaliði Vals í sumar af Stefáni Arnarssyni, en Valur varð Íslandsmeistari eftir sigur á Stjörnunni í úrslitaeinvíginu.
