Heldur EES-samningurinn velli? Björgvin Guðmundsson skrifar 1. september 2014 00:00 Íslenskir stjórnmálamenn keppast við að hæla EES-samningnum, þ.e. samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Meira að segja þeir stjórnmálamenn, sem eru andvígir aðild Íslands að ESB, segja að EES dugi okkur og að Ísland þurfi ekki nánara samband við Evrópu. Stjórnarflokkarnir virðast ánægðir með EES enda þótt þeir berjist hatramlega gegn Evrópusambandinu, sem er meginstoð EES og heldur því uppi. Þetta hefur þó ekki alltaf verið á þennan hátt, þar eð Framsókn var andvíg EES, þegar Ísland gerðist þar aðili. Enginn þingmaður Framsóknar greiddi atkvæði með aðild að EES. Halldór Ásgrímsson sat hjá. Það var Alþýðuflokkurinn undir forustu Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem hafði forustu fyrir því, að Ísland gerðist aðili að EES og fékk Sjálfstæðisflokkinn til þess að fallast á það, þegar samstjórn Jóns Baldvins og Davíðs (Viðeyjarstjórnin) sat við völd. Áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið andvígur aðild að EES.Fengum frelsin fjögur EES, Evrópska efnahagssvæðið, er fríverslunarsamningur milli EFTA og ESB en það er mikið meira: Það er samningur um frelsin fjögur: Frjálst vöruflæði, frjálsa fjármagnsflutninga, frjálsa vinnuaflsflutninga og frjálsa þjónustuflutninga. EES-samningurinn tryggir okkur aðgang að innri markaði Evrópusambandsins eins og við værum í ESB. Við höfum rétt til að stofna fyrirtæki hvar sem er á svæði ESB, frjálsan rétt til atvinnurekstrar. Það er gagnkvæmur réttur. Við njótum tollfrelsis fyrir okkar iðnaðarvörur og nær allar okkar sjávarafurðir á öllum markaði ESB. En við þurfum ekki að sæta ytri tolli ESB, þar eð við erum ekki í tollabandalagi ESB heldur aðeins í fríverslunarbandalagi við það. En við verðum að taka yfir allar tilskipanir og reglur ESB án þess að hafa verið með í að semja þær. Þessar tilskipanir og reglur renna fyrirstöðulaust gegnum Alþingi. Menn hafa velt því fyrir sér hvers vegna EFTA-ríkin og þar á meðal Ísland samþykktu að taka yfir allar tilskipanir og reglur ESB án aðkomu að samþykkt þeirra. Það er aðeins ein skýring þar á: Þetta var hugsað sem bráðabirgðafyrirkomulag, sem gilda átti í skamman tíma þar til EFTA-ríkin gerðust aðilar að ESB. Þetta fyrirkomulag var ekki hugsað til frambúðar.Brot á stjórnarskrá? Þegar Ísland gerðist aðili að EES, urðu miklar deilur hér á landi um það hvort það stæðist stjórnarskrá, að Ísland samþykkti yfirþjóðlegt vald eins og ESB og tæki fyrirstöðulaust við tilskipunum þaðan. Vissulega orkar það tvímælis. Ísland hefur m.ö.o. þegar afsalað sér ákveðnu fullveldi með aðild að EES og það breytist lítið sem ekkert við aðild að ESB. Sumir telja jafnvel, að það auki fullveldi okkar að ganga í ESB og verða með í ákvarðanatöku þar í stað þess að taka við tilskipunum þaðan án aðkomu. Það er þess vegna undarlegt að þeir sem segjast standa vörð um fullveldi Ísland skuli lofa og prísa EES en gagnrýna ESB harðlega og segja að ef Ísland gangi í ESB skerðist fullveldi landsins. (Það er búið að skerðast.)EES-samningurinn í hættu Þess hefur orðið vart að ESB hefur minni áhuga á EES-samningnum en áður. Það er þess vegna ekki öruggt að samningurinn haldi til lengdar. EFTA-stoðin undir samningnum er einnig mjög veik. Í EFTA eru aðeins þrjú lönd á móti 28 ríkjum ESB. Í EFTA eru Ísland, Noregur og Liechtenstein. Sviss, sem er í EFTA, felldi aðild að EES. Noregur er langríkast af EFTA-ríkjunum og greiðir mest til EES-samningsins. Ef Noregur gengur í ESB fellur EES. Það getur ekki staðið án Noregs. Áhugi ESB á EES hefur ekki aukist við hatrammar árásir núverandi ríkisstjórnar á ESB. Áhugi ESB á EES var lítill áður og hann minnkar enn. Ég óttast að ESB falli frá samningnum um EES innan ekki langs tíma. Það yrði mikið áfall fyrir Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir stjórnmálamenn keppast við að hæla EES-samningnum, þ.e. samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Meira að segja þeir stjórnmálamenn, sem eru andvígir aðild Íslands að ESB, segja að EES dugi okkur og að Ísland þurfi ekki nánara samband við Evrópu. Stjórnarflokkarnir virðast ánægðir með EES enda þótt þeir berjist hatramlega gegn Evrópusambandinu, sem er meginstoð EES og heldur því uppi. Þetta hefur þó ekki alltaf verið á þennan hátt, þar eð Framsókn var andvíg EES, þegar Ísland gerðist þar aðili. Enginn þingmaður Framsóknar greiddi atkvæði með aðild að EES. Halldór Ásgrímsson sat hjá. Það var Alþýðuflokkurinn undir forustu Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem hafði forustu fyrir því, að Ísland gerðist aðili að EES og fékk Sjálfstæðisflokkinn til þess að fallast á það, þegar samstjórn Jóns Baldvins og Davíðs (Viðeyjarstjórnin) sat við völd. Áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið andvígur aðild að EES.Fengum frelsin fjögur EES, Evrópska efnahagssvæðið, er fríverslunarsamningur milli EFTA og ESB en það er mikið meira: Það er samningur um frelsin fjögur: Frjálst vöruflæði, frjálsa fjármagnsflutninga, frjálsa vinnuaflsflutninga og frjálsa þjónustuflutninga. EES-samningurinn tryggir okkur aðgang að innri markaði Evrópusambandsins eins og við værum í ESB. Við höfum rétt til að stofna fyrirtæki hvar sem er á svæði ESB, frjálsan rétt til atvinnurekstrar. Það er gagnkvæmur réttur. Við njótum tollfrelsis fyrir okkar iðnaðarvörur og nær allar okkar sjávarafurðir á öllum markaði ESB. En við þurfum ekki að sæta ytri tolli ESB, þar eð við erum ekki í tollabandalagi ESB heldur aðeins í fríverslunarbandalagi við það. En við verðum að taka yfir allar tilskipanir og reglur ESB án þess að hafa verið með í að semja þær. Þessar tilskipanir og reglur renna fyrirstöðulaust gegnum Alþingi. Menn hafa velt því fyrir sér hvers vegna EFTA-ríkin og þar á meðal Ísland samþykktu að taka yfir allar tilskipanir og reglur ESB án aðkomu að samþykkt þeirra. Það er aðeins ein skýring þar á: Þetta var hugsað sem bráðabirgðafyrirkomulag, sem gilda átti í skamman tíma þar til EFTA-ríkin gerðust aðilar að ESB. Þetta fyrirkomulag var ekki hugsað til frambúðar.Brot á stjórnarskrá? Þegar Ísland gerðist aðili að EES, urðu miklar deilur hér á landi um það hvort það stæðist stjórnarskrá, að Ísland samþykkti yfirþjóðlegt vald eins og ESB og tæki fyrirstöðulaust við tilskipunum þaðan. Vissulega orkar það tvímælis. Ísland hefur m.ö.o. þegar afsalað sér ákveðnu fullveldi með aðild að EES og það breytist lítið sem ekkert við aðild að ESB. Sumir telja jafnvel, að það auki fullveldi okkar að ganga í ESB og verða með í ákvarðanatöku þar í stað þess að taka við tilskipunum þaðan án aðkomu. Það er þess vegna undarlegt að þeir sem segjast standa vörð um fullveldi Ísland skuli lofa og prísa EES en gagnrýna ESB harðlega og segja að ef Ísland gangi í ESB skerðist fullveldi landsins. (Það er búið að skerðast.)EES-samningurinn í hættu Þess hefur orðið vart að ESB hefur minni áhuga á EES-samningnum en áður. Það er þess vegna ekki öruggt að samningurinn haldi til lengdar. EFTA-stoðin undir samningnum er einnig mjög veik. Í EFTA eru aðeins þrjú lönd á móti 28 ríkjum ESB. Í EFTA eru Ísland, Noregur og Liechtenstein. Sviss, sem er í EFTA, felldi aðild að EES. Noregur er langríkast af EFTA-ríkjunum og greiðir mest til EES-samningsins. Ef Noregur gengur í ESB fellur EES. Það getur ekki staðið án Noregs. Áhugi ESB á EES hefur ekki aukist við hatrammar árásir núverandi ríkisstjórnar á ESB. Áhugi ESB á EES var lítill áður og hann minnkar enn. Ég óttast að ESB falli frá samningnum um EES innan ekki langs tíma. Það yrði mikið áfall fyrir Ísland.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar