Lífið

Ungfrú Ísland byrjuð að blogga

Ellý Ármanns skrifar
Mynd/Garðar Ólafsson
„Á síðunni Tanjayr.com mun ég koma til með að segja og sýna frá undirbúningnum fyrir Ungfrú Heim 2014, auk hugmynda og pælinga sem ég hef um lífið og tilveruna,“ segir Tanja Ýr Ástþórsdóttir Ungfrú Ísland spurð um bloggið sem hún opnaði um helgina.

„Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt verkefni vegna þess að flestir hafa heyrt um keppnina Ungfrú heim en fæstir vita hvernig hún fer fram og hversu rosalegur undirbúningur er fyrir hana. Markmiðið er því að koma öllu bullinu í mér og undirbúningnum fyrir keppnina niður á blað og vonandi getur eitthver haft gaman af í leiðinni. Það er ekki ennþá kominn dagsetning á keppnina, en í fyrra var hún í september svo ég þarf aldeilis að fara spýta í lófana.“ 

Hver hjálpaði þér ad setja upp síðuna?

„Ég talaði við Anton Kristensen vin minn til tíu ára um að opna síðu og hann hvatti mig til þess og hjálpaði hann mér að búa hana til. Han er mjög fær í heimasíðugerð en annars starfar hann sem ljósmyndari. Án hans hefði ég eflaust ekki geta opnað mína eigin heimasíðu.

Skemmtilegt að segja frá að hugmyndin af heimasíðunni minni varð til á skype. Þegar síðan var búin að vera uppi í um þrjátíu mínútur þá hrundi hún vegna þess að við fengum svo margar heimsóknir að það var álag á kerfinu. Anton var ekki lengi að þessu og síðan var kominn upp aftur á fjörutíu mínútum. Við héldum fyrst ad þetta hafi verið einhver hakkari en svo var það ekki,“ segir Tanja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.