Heiður þeim sem heiður ber? Eiður Svanberg Guðnason skrifar 10. júlí 2014 07:00 Alltaf er það gott þegar fólk er heiðrað að verðleikum fyrir vel unnin störf og afrek á lífsleiðinni. Snemma í maí var frá því greint í Morgunblaðinu (02.05.2014) að American Scandinavian Foundation, sem eru eins og blaðið segir „aðalsamtök fólks af norrænum uppruna í Bandaríkjunum“ hefðu heiðrað Ólaf Ragnar Grímsson fyrir framlag hans til samvinnu Íslands við Bandaríkin. Þetta var auðvitað tímabært og mátti sannarlega ekki dragast öllu lengur. Ólafur Ragnar Grímsson átti að baki langan feril í stjórnmálum á Íslandi, þegar hann af einstakri fórnfýsi bauðst til að verða forseti lýðveldisins. Það þáði þjóðin. Með þökkum að því er virtist. Það var eitt öðru fremur, sem setti mark á stjórnmálaferil Ólafs Ragnars Grímssonar. Það var að gera allt sem í hans valdi stóð til að spilla og skaða samvinnu og samskipti Íslands og Bandaríkjanna. Ólafur Ragnar Grímsson var í öllu sínu pólitíska starfi andvígur varnarsamstarfinu við Bandaríkin og vestrænar þjóðir og aðildinni að Nató sem í áratugi hefur verið einn af hornsteinum utanríkisstefnu íslenska lýðveldisins. Hann barðist gegn þessu með kjafti og klóm. Það gerði hann hvar sem var og hvenær sem var og taldi ekkert eftir sér í þeim efnum. Ólafur Ragnar Grímsson vann markvisst að því að koma því inn hjá þjóðinni, og naut þar aðstoðar fjölmiðla, eins og Ríkisútvarpsins, að Bandaríkjamenn geymdu kjarnorkuvopn á Íslandi og héldu því leyndu fyrir íslenskum ráðamönnum. Fullyrðingar hans reyndust rangar. Erlendur maður, William Arkin, sem hafði látið að þessu liggja kom hingað til þess að biðjast afsökunar á ummælum sínum. Ekki rekur mig minni til þess að Ólafur Ragnar Grímsson hafi dregið í land með nein ummæli sín um kjarnorkuvopn Bandaríkjamanna á Íslandi. Eða beðið nokkurn mann afsökunar. Ólafur Ragnar Grímsson barðist gegn byggingu nýrrar flugstöðvar við Keflavíkurflugvöll vegna þess að hann leit á flugstöðina sem einhverskonar hernaðarmannvirki í þágu Bandaríkjanna. Illu heillu tókst honum að fá flugstöðina minnkaða frá því sem upphaflega var gert ráð fyrir. Ólafur Ragnar Grímsson vildi leggja Ameríkuflug Flugleiða niður. Steingrímur Hermannsson, þá samgönguráðherra, kom í veg fyrir að þau áform hans næðu fram að ganga. Þessa sögu kunna þeir vel, sem störfuðu að flugmálum á þeim tíma.Einstæð uppákoma Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lét hringja í Carol van Voorst sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í apríl 2009 þegar hún var á leið til Bessastaða til að veita hinni íslensku fálkaorðu viðtöku. Henni hafði verið tilkynnt að hún hefði verið sæmd fálkaorðunni. Efni símtalsins frá forseta Íslands var að segja Carol van Voorst, sendiherra bandarísku þjóðarinnar á Íslandi, að þetta væri allt tóm vitleysa. Hún fengi enga fálkaorðu. Þetta væri bara allsherjar misskilningur. Seinna gaf hann í skyn að hún verðskuldaði ekki fálkaorðuna. Eftir þessa einstæðu uppákomu varð nokkur bið á því að Bandaríkin skipuðu nýjan sendiherra á Íslandi. Þótt sumum kunni að finnast það ótrúlegt þá skaðaði þessi gjörð forsetans samskipti Íslands og Bandaríkjanna meira en flest annað í þeirri sögu allri. Það var sennilega ekki þetta sem American Scandinavian Foundation var að heiðra Ólaf Ragnar Grímsson fyrir í bættum samskiptum Íslands og Bandaríkjanna. Eða hvað? Eru störf og stefna stjórnmálamannsins Ólafs Ragnars Grímssonar eitthvað, sem allir eiga að gleyma? Ég er ekki þeirrar skoðunar. Þannig á ekki að skrifa söguna. Allan sinn stjórnmálaferil vann Ólafur Ragnar Grímsson markvisst að því að spilla og skaða samstarf Íslands við Bandaríkin. Seinni árin hefur hann kosið að bregða yfir sig öðrum blæ. Sögunni verður samt ekki breytt. Sagan verður ekki endurskrifuð. Það er bara reynt í þeim ríkjum, sem við síst viljum líkjast. Auðvitað getur American Scandinavian Foundation heiðrað Ólaf Ragnar Grímsson. En ekki fyrir framlag hans til að bæta og efla samvinnu Íslands og Bandaríkjanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Alltaf er það gott þegar fólk er heiðrað að verðleikum fyrir vel unnin störf og afrek á lífsleiðinni. Snemma í maí var frá því greint í Morgunblaðinu (02.05.2014) að American Scandinavian Foundation, sem eru eins og blaðið segir „aðalsamtök fólks af norrænum uppruna í Bandaríkjunum“ hefðu heiðrað Ólaf Ragnar Grímsson fyrir framlag hans til samvinnu Íslands við Bandaríkin. Þetta var auðvitað tímabært og mátti sannarlega ekki dragast öllu lengur. Ólafur Ragnar Grímsson átti að baki langan feril í stjórnmálum á Íslandi, þegar hann af einstakri fórnfýsi bauðst til að verða forseti lýðveldisins. Það þáði þjóðin. Með þökkum að því er virtist. Það var eitt öðru fremur, sem setti mark á stjórnmálaferil Ólafs Ragnars Grímssonar. Það var að gera allt sem í hans valdi stóð til að spilla og skaða samvinnu og samskipti Íslands og Bandaríkjanna. Ólafur Ragnar Grímsson var í öllu sínu pólitíska starfi andvígur varnarsamstarfinu við Bandaríkin og vestrænar þjóðir og aðildinni að Nató sem í áratugi hefur verið einn af hornsteinum utanríkisstefnu íslenska lýðveldisins. Hann barðist gegn þessu með kjafti og klóm. Það gerði hann hvar sem var og hvenær sem var og taldi ekkert eftir sér í þeim efnum. Ólafur Ragnar Grímsson vann markvisst að því að koma því inn hjá þjóðinni, og naut þar aðstoðar fjölmiðla, eins og Ríkisútvarpsins, að Bandaríkjamenn geymdu kjarnorkuvopn á Íslandi og héldu því leyndu fyrir íslenskum ráðamönnum. Fullyrðingar hans reyndust rangar. Erlendur maður, William Arkin, sem hafði látið að þessu liggja kom hingað til þess að biðjast afsökunar á ummælum sínum. Ekki rekur mig minni til þess að Ólafur Ragnar Grímsson hafi dregið í land með nein ummæli sín um kjarnorkuvopn Bandaríkjamanna á Íslandi. Eða beðið nokkurn mann afsökunar. Ólafur Ragnar Grímsson barðist gegn byggingu nýrrar flugstöðvar við Keflavíkurflugvöll vegna þess að hann leit á flugstöðina sem einhverskonar hernaðarmannvirki í þágu Bandaríkjanna. Illu heillu tókst honum að fá flugstöðina minnkaða frá því sem upphaflega var gert ráð fyrir. Ólafur Ragnar Grímsson vildi leggja Ameríkuflug Flugleiða niður. Steingrímur Hermannsson, þá samgönguráðherra, kom í veg fyrir að þau áform hans næðu fram að ganga. Þessa sögu kunna þeir vel, sem störfuðu að flugmálum á þeim tíma.Einstæð uppákoma Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lét hringja í Carol van Voorst sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í apríl 2009 þegar hún var á leið til Bessastaða til að veita hinni íslensku fálkaorðu viðtöku. Henni hafði verið tilkynnt að hún hefði verið sæmd fálkaorðunni. Efni símtalsins frá forseta Íslands var að segja Carol van Voorst, sendiherra bandarísku þjóðarinnar á Íslandi, að þetta væri allt tóm vitleysa. Hún fengi enga fálkaorðu. Þetta væri bara allsherjar misskilningur. Seinna gaf hann í skyn að hún verðskuldaði ekki fálkaorðuna. Eftir þessa einstæðu uppákomu varð nokkur bið á því að Bandaríkin skipuðu nýjan sendiherra á Íslandi. Þótt sumum kunni að finnast það ótrúlegt þá skaðaði þessi gjörð forsetans samskipti Íslands og Bandaríkjanna meira en flest annað í þeirri sögu allri. Það var sennilega ekki þetta sem American Scandinavian Foundation var að heiðra Ólaf Ragnar Grímsson fyrir í bættum samskiptum Íslands og Bandaríkjanna. Eða hvað? Eru störf og stefna stjórnmálamannsins Ólafs Ragnars Grímssonar eitthvað, sem allir eiga að gleyma? Ég er ekki þeirrar skoðunar. Þannig á ekki að skrifa söguna. Allan sinn stjórnmálaferil vann Ólafur Ragnar Grímsson markvisst að því að spilla og skaða samstarf Íslands við Bandaríkin. Seinni árin hefur hann kosið að bregða yfir sig öðrum blæ. Sögunni verður samt ekki breytt. Sagan verður ekki endurskrifuð. Það er bara reynt í þeim ríkjum, sem við síst viljum líkjast. Auðvitað getur American Scandinavian Foundation heiðrað Ólaf Ragnar Grímsson. En ekki fyrir framlag hans til að bæta og efla samvinnu Íslands og Bandaríkjanna.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar