Innlent

Keyrði útaf og maraði í hálfu kafi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Mynd náðist af bílnum í hálfu kafi.
Mynd náðist af bílnum í hálfu kafi. Mynd/Sölvi Rúnar
Bíll af gerðinni Dodge Magnum hafnaði utan vegar og endaði í hálfu kafi við brúnna yfir Eyjafjarðará á fjórða tímanum í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hægði annar bíll sem var fyrir framan þennan á sér og neyddist þá bíllinn til þess að sveigja út af veginum. Bílinn hefur verið dreginn upp úr ánni og má gera ráð fyrir því að nokkrar skemmdir hafi hlotist af atvikinu. 

Varðstjóri lögreglunnar á Akureyri segir engan hafa slasast. Ekki er vitað hversu margir voru í bílnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×