Enn eitt áfallið fyrir HM: Engar sjónvarpsútsendingar í Þýskalandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. desember 2014 13:46 Vísir/Getty Nú er ljóst að HM í handbolta sem fer fram í Katar í næsta mánuði verður ekki sýnt á þýsku ríkisstöðvunum tveimur, ARD og ZDF. Ljóst er að um gríðarlegt áfall er að ræða fyrir þýska handknattleikssambandið. Þetta var tilkynnt í dag en engin önnur þýsk sjónvarpsstöð hefur boðið í sýningarréttinn. Að öllu óbreyttu verður því ekki sýnt frá keppninni í þýsku sjónvarpi. Forráðamenn þýsku ríkisstöðvanna sögðu í yfirlýsingunni að þær hefðu lagt fram boð í réttinn strax í ágúst síðastliðnum. En þær fengu ekki svar fyrr en í gær og í því hafi verið ljóst að það væri ekki frekari grundvöllur til viðræðna á milli aðilanna. Þeir segja að þar sem að fullnægjandi svör hafi ekki borist í tæka tíð er ljóst að hætta verður við allt saman að hálfu stöðvanna. Ekki sé hægt að bíða lengur með að ljúka við dagskrá janúarmánaðar á stöðvunum og þá sé tíminn orðinn of naumur til að standa að og skipuleggja beinar útsendingar frá leikjunum í Katar. Þýskir fjölmiðlar segja að engin af stóru sjónvarpsstöðvunum í Þýskalandi geti komið því í kring með svo stuttum fyrirvara að sýna frá mótinu. Það sé hins vegar á færi minni aðila en að rétturinn sé allt of dýr fyrir þá. Útlitið er því dökkt fyrir handboltaáhugamenn í Þýskalandi en þýska handknattleikssambandið mun gera allt sem í þeirra valdi stendur til að málið fái farsæla lausn. „Þetta felur ekki í sér neinn fjárhagslegan skaða en þetta er skaði fyrir íþróttina sjálfa,“ sagði Bernhard Bauer, forseti þýska handknattleikssambandsins. Einnig var rætt við forráðamenn þýsku úrvalsdeildarinnar sem segja að afleiðingar þessa séu miklar fyrir markaðsvirði íþróttarinnar og þar með deildarinnar sjálfrar. Þetta er enn eitt hneykslismálið sem kemur upp í tengslum við HM í Katar. Þýskaland féll úr leik í undankeppni mótsins en var hleypt inn á kostnað Ástralíu. Þá var Íslandi og Sádí-Arabíu nýlega boðin þátttaka eftir að Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu lið sín úr keppni. Sjónvarpsstöðin beIn Sports er rétthafi HM í handbolta en stöðin er dótturfyrirtæki sjónvarpsrisans Al Jazeera, sem er í eigu hinna vellauðug Al Thani-fjölskyldunnar sem fara með með völdin í Katar. Handbolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sjá meira
Nú er ljóst að HM í handbolta sem fer fram í Katar í næsta mánuði verður ekki sýnt á þýsku ríkisstöðvunum tveimur, ARD og ZDF. Ljóst er að um gríðarlegt áfall er að ræða fyrir þýska handknattleikssambandið. Þetta var tilkynnt í dag en engin önnur þýsk sjónvarpsstöð hefur boðið í sýningarréttinn. Að öllu óbreyttu verður því ekki sýnt frá keppninni í þýsku sjónvarpi. Forráðamenn þýsku ríkisstöðvanna sögðu í yfirlýsingunni að þær hefðu lagt fram boð í réttinn strax í ágúst síðastliðnum. En þær fengu ekki svar fyrr en í gær og í því hafi verið ljóst að það væri ekki frekari grundvöllur til viðræðna á milli aðilanna. Þeir segja að þar sem að fullnægjandi svör hafi ekki borist í tæka tíð er ljóst að hætta verður við allt saman að hálfu stöðvanna. Ekki sé hægt að bíða lengur með að ljúka við dagskrá janúarmánaðar á stöðvunum og þá sé tíminn orðinn of naumur til að standa að og skipuleggja beinar útsendingar frá leikjunum í Katar. Þýskir fjölmiðlar segja að engin af stóru sjónvarpsstöðvunum í Þýskalandi geti komið því í kring með svo stuttum fyrirvara að sýna frá mótinu. Það sé hins vegar á færi minni aðila en að rétturinn sé allt of dýr fyrir þá. Útlitið er því dökkt fyrir handboltaáhugamenn í Þýskalandi en þýska handknattleikssambandið mun gera allt sem í þeirra valdi stendur til að málið fái farsæla lausn. „Þetta felur ekki í sér neinn fjárhagslegan skaða en þetta er skaði fyrir íþróttina sjálfa,“ sagði Bernhard Bauer, forseti þýska handknattleikssambandsins. Einnig var rætt við forráðamenn þýsku úrvalsdeildarinnar sem segja að afleiðingar þessa séu miklar fyrir markaðsvirði íþróttarinnar og þar með deildarinnar sjálfrar. Þetta er enn eitt hneykslismálið sem kemur upp í tengslum við HM í Katar. Þýskaland féll úr leik í undankeppni mótsins en var hleypt inn á kostnað Ástralíu. Þá var Íslandi og Sádí-Arabíu nýlega boðin þátttaka eftir að Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu lið sín úr keppni. Sjónvarpsstöðin beIn Sports er rétthafi HM í handbolta en stöðin er dótturfyrirtæki sjónvarpsrisans Al Jazeera, sem er í eigu hinna vellauðug Al Thani-fjölskyldunnar sem fara með með völdin í Katar.
Handbolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sjá meira