„Hann er heppinn að hafa lifað þetta af“ Ellý Ármanns skrifar 25. september 2014 10:45 Sæunn Klara Breiðfjörð og sonur hennar Magnús Blöndal. visir/sæunn Magnús Blöndal verður tíu ára í október. Hann er búsettur í Noregi ásamt fjölskyldu sinni. Í vikunni var Magnús á hlaupahjólinu sínu á leiðinni niður brekkuna heiman frá sér hjálmlaus. Móðir Magnúsar, Sæunn Klara Breiðfjörð, vill minna fólk á að brýna fyrir börnum og fullorðnum að nota hjálm. Missti stjórn á ógnarhraða „Ég var margbúin að ræða þessa hluti við drengina okkar varðandi mikilvægi hjálmsins en það hefur verið torskilið fram að þessu,“ segir Sæunn þegar samtal okkar hefst. „Brekkan heima hjá okkur er frekar brött og líður niður í sveigjum og hún er frekar löng líka. Hann brunaði niður brekkuna á svo miklum hraða að hann missti stjórn á hlaupahjólinu og kastaðist þar af því af miklum krafti og í götuna. Hann lenti fyrst með höfuðið á steypta götuna og þar næst snérist hann í marga hringi og lá meðvitundarlaus í allt að 4-5 mínútur,“ útskýrir hún. Fluttur á gjörgæslu höfuðkúpubrotinn „Þá var hann fluttur á gjörgæslu með sjúkrabíl á næsta spítala þar sem kom í ljós að hann væri höfuðkúpubrotinn og fengið slæman heilahristing. Hann er heppinn að hafa lifað þetta af. Ef hann hefði notað hjálminn sinn er ég viss um að hann hefði sloppið með minniháttar skrámur, staðið upp og dustað af sér rykið og haldið áfram á hlaupahjólinu.“ „Í ljósi þess að hann lenti beint á hausnum hefði þetta farið öðruvísi ef hjálmurinn hefði tekið fallið af honum. Því segi ég að drengurinn minn er mikið lánsamur og minni alla á mikilvægi þess að nota hjálm í hvaða hjólaleik sem er,“ segir Sæunn alvörugefin. „Það á ekki einu sinni að vera í lagi að sleppa að setja á sig hjálminn aðeins einu sinni. Þetta á að vera skylda eins og að klæða sig eftir veðri.“ Á batavegi „Barnið mitt er á batavegi og heppinn var hann í þetta skiptið en það er ekki þar með sagt að hann verði það næst ef hann gleymir hjálminum aftur. Það er hægt að koma í veg fyrir svona með því að ítreka hjálmanotkun og sýna börnum myndir af því hvað gerist og hvað getur gerst ef hjálminn vantar.“ „Ég vona bara að þessi frásögn veki fólk til umhugsunar,“ segir Sæunn áður en kvatt er. Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Magnús Blöndal verður tíu ára í október. Hann er búsettur í Noregi ásamt fjölskyldu sinni. Í vikunni var Magnús á hlaupahjólinu sínu á leiðinni niður brekkuna heiman frá sér hjálmlaus. Móðir Magnúsar, Sæunn Klara Breiðfjörð, vill minna fólk á að brýna fyrir börnum og fullorðnum að nota hjálm. Missti stjórn á ógnarhraða „Ég var margbúin að ræða þessa hluti við drengina okkar varðandi mikilvægi hjálmsins en það hefur verið torskilið fram að þessu,“ segir Sæunn þegar samtal okkar hefst. „Brekkan heima hjá okkur er frekar brött og líður niður í sveigjum og hún er frekar löng líka. Hann brunaði niður brekkuna á svo miklum hraða að hann missti stjórn á hlaupahjólinu og kastaðist þar af því af miklum krafti og í götuna. Hann lenti fyrst með höfuðið á steypta götuna og þar næst snérist hann í marga hringi og lá meðvitundarlaus í allt að 4-5 mínútur,“ útskýrir hún. Fluttur á gjörgæslu höfuðkúpubrotinn „Þá var hann fluttur á gjörgæslu með sjúkrabíl á næsta spítala þar sem kom í ljós að hann væri höfuðkúpubrotinn og fengið slæman heilahristing. Hann er heppinn að hafa lifað þetta af. Ef hann hefði notað hjálminn sinn er ég viss um að hann hefði sloppið með minniháttar skrámur, staðið upp og dustað af sér rykið og haldið áfram á hlaupahjólinu.“ „Í ljósi þess að hann lenti beint á hausnum hefði þetta farið öðruvísi ef hjálmurinn hefði tekið fallið af honum. Því segi ég að drengurinn minn er mikið lánsamur og minni alla á mikilvægi þess að nota hjálm í hvaða hjólaleik sem er,“ segir Sæunn alvörugefin. „Það á ekki einu sinni að vera í lagi að sleppa að setja á sig hjálminn aðeins einu sinni. Þetta á að vera skylda eins og að klæða sig eftir veðri.“ Á batavegi „Barnið mitt er á batavegi og heppinn var hann í þetta skiptið en það er ekki þar með sagt að hann verði það næst ef hann gleymir hjálminum aftur. Það er hægt að koma í veg fyrir svona með því að ítreka hjálmanotkun og sýna börnum myndir af því hvað gerist og hvað getur gerst ef hjálminn vantar.“ „Ég vona bara að þessi frásögn veki fólk til umhugsunar,“ segir Sæunn áður en kvatt er.
Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein