„Hann er heppinn að hafa lifað þetta af“ Ellý Ármanns skrifar 25. september 2014 10:45 Sæunn Klara Breiðfjörð og sonur hennar Magnús Blöndal. visir/sæunn Magnús Blöndal verður tíu ára í október. Hann er búsettur í Noregi ásamt fjölskyldu sinni. Í vikunni var Magnús á hlaupahjólinu sínu á leiðinni niður brekkuna heiman frá sér hjálmlaus. Móðir Magnúsar, Sæunn Klara Breiðfjörð, vill minna fólk á að brýna fyrir börnum og fullorðnum að nota hjálm. Missti stjórn á ógnarhraða „Ég var margbúin að ræða þessa hluti við drengina okkar varðandi mikilvægi hjálmsins en það hefur verið torskilið fram að þessu,“ segir Sæunn þegar samtal okkar hefst. „Brekkan heima hjá okkur er frekar brött og líður niður í sveigjum og hún er frekar löng líka. Hann brunaði niður brekkuna á svo miklum hraða að hann missti stjórn á hlaupahjólinu og kastaðist þar af því af miklum krafti og í götuna. Hann lenti fyrst með höfuðið á steypta götuna og þar næst snérist hann í marga hringi og lá meðvitundarlaus í allt að 4-5 mínútur,“ útskýrir hún. Fluttur á gjörgæslu höfuðkúpubrotinn „Þá var hann fluttur á gjörgæslu með sjúkrabíl á næsta spítala þar sem kom í ljós að hann væri höfuðkúpubrotinn og fengið slæman heilahristing. Hann er heppinn að hafa lifað þetta af. Ef hann hefði notað hjálminn sinn er ég viss um að hann hefði sloppið með minniháttar skrámur, staðið upp og dustað af sér rykið og haldið áfram á hlaupahjólinu.“ „Í ljósi þess að hann lenti beint á hausnum hefði þetta farið öðruvísi ef hjálmurinn hefði tekið fallið af honum. Því segi ég að drengurinn minn er mikið lánsamur og minni alla á mikilvægi þess að nota hjálm í hvaða hjólaleik sem er,“ segir Sæunn alvörugefin. „Það á ekki einu sinni að vera í lagi að sleppa að setja á sig hjálminn aðeins einu sinni. Þetta á að vera skylda eins og að klæða sig eftir veðri.“ Á batavegi „Barnið mitt er á batavegi og heppinn var hann í þetta skiptið en það er ekki þar með sagt að hann verði það næst ef hann gleymir hjálminum aftur. Það er hægt að koma í veg fyrir svona með því að ítreka hjálmanotkun og sýna börnum myndir af því hvað gerist og hvað getur gerst ef hjálminn vantar.“ „Ég vona bara að þessi frásögn veki fólk til umhugsunar,“ segir Sæunn áður en kvatt er. Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Fleiri fréttir „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Sjá meira
Magnús Blöndal verður tíu ára í október. Hann er búsettur í Noregi ásamt fjölskyldu sinni. Í vikunni var Magnús á hlaupahjólinu sínu á leiðinni niður brekkuna heiman frá sér hjálmlaus. Móðir Magnúsar, Sæunn Klara Breiðfjörð, vill minna fólk á að brýna fyrir börnum og fullorðnum að nota hjálm. Missti stjórn á ógnarhraða „Ég var margbúin að ræða þessa hluti við drengina okkar varðandi mikilvægi hjálmsins en það hefur verið torskilið fram að þessu,“ segir Sæunn þegar samtal okkar hefst. „Brekkan heima hjá okkur er frekar brött og líður niður í sveigjum og hún er frekar löng líka. Hann brunaði niður brekkuna á svo miklum hraða að hann missti stjórn á hlaupahjólinu og kastaðist þar af því af miklum krafti og í götuna. Hann lenti fyrst með höfuðið á steypta götuna og þar næst snérist hann í marga hringi og lá meðvitundarlaus í allt að 4-5 mínútur,“ útskýrir hún. Fluttur á gjörgæslu höfuðkúpubrotinn „Þá var hann fluttur á gjörgæslu með sjúkrabíl á næsta spítala þar sem kom í ljós að hann væri höfuðkúpubrotinn og fengið slæman heilahristing. Hann er heppinn að hafa lifað þetta af. Ef hann hefði notað hjálminn sinn er ég viss um að hann hefði sloppið með minniháttar skrámur, staðið upp og dustað af sér rykið og haldið áfram á hlaupahjólinu.“ „Í ljósi þess að hann lenti beint á hausnum hefði þetta farið öðruvísi ef hjálmurinn hefði tekið fallið af honum. Því segi ég að drengurinn minn er mikið lánsamur og minni alla á mikilvægi þess að nota hjálm í hvaða hjólaleik sem er,“ segir Sæunn alvörugefin. „Það á ekki einu sinni að vera í lagi að sleppa að setja á sig hjálminn aðeins einu sinni. Þetta á að vera skylda eins og að klæða sig eftir veðri.“ Á batavegi „Barnið mitt er á batavegi og heppinn var hann í þetta skiptið en það er ekki þar með sagt að hann verði það næst ef hann gleymir hjálminum aftur. Það er hægt að koma í veg fyrir svona með því að ítreka hjálmanotkun og sýna börnum myndir af því hvað gerist og hvað getur gerst ef hjálminn vantar.“ „Ég vona bara að þessi frásögn veki fólk til umhugsunar,“ segir Sæunn áður en kvatt er.
Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Fleiri fréttir „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Sjá meira