„Hann er heppinn að hafa lifað þetta af“ Ellý Ármanns skrifar 25. september 2014 10:45 Sæunn Klara Breiðfjörð og sonur hennar Magnús Blöndal. visir/sæunn Magnús Blöndal verður tíu ára í október. Hann er búsettur í Noregi ásamt fjölskyldu sinni. Í vikunni var Magnús á hlaupahjólinu sínu á leiðinni niður brekkuna heiman frá sér hjálmlaus. Móðir Magnúsar, Sæunn Klara Breiðfjörð, vill minna fólk á að brýna fyrir börnum og fullorðnum að nota hjálm. Missti stjórn á ógnarhraða „Ég var margbúin að ræða þessa hluti við drengina okkar varðandi mikilvægi hjálmsins en það hefur verið torskilið fram að þessu,“ segir Sæunn þegar samtal okkar hefst. „Brekkan heima hjá okkur er frekar brött og líður niður í sveigjum og hún er frekar löng líka. Hann brunaði niður brekkuna á svo miklum hraða að hann missti stjórn á hlaupahjólinu og kastaðist þar af því af miklum krafti og í götuna. Hann lenti fyrst með höfuðið á steypta götuna og þar næst snérist hann í marga hringi og lá meðvitundarlaus í allt að 4-5 mínútur,“ útskýrir hún. Fluttur á gjörgæslu höfuðkúpubrotinn „Þá var hann fluttur á gjörgæslu með sjúkrabíl á næsta spítala þar sem kom í ljós að hann væri höfuðkúpubrotinn og fengið slæman heilahristing. Hann er heppinn að hafa lifað þetta af. Ef hann hefði notað hjálminn sinn er ég viss um að hann hefði sloppið með minniháttar skrámur, staðið upp og dustað af sér rykið og haldið áfram á hlaupahjólinu.“ „Í ljósi þess að hann lenti beint á hausnum hefði þetta farið öðruvísi ef hjálmurinn hefði tekið fallið af honum. Því segi ég að drengurinn minn er mikið lánsamur og minni alla á mikilvægi þess að nota hjálm í hvaða hjólaleik sem er,“ segir Sæunn alvörugefin. „Það á ekki einu sinni að vera í lagi að sleppa að setja á sig hjálminn aðeins einu sinni. Þetta á að vera skylda eins og að klæða sig eftir veðri.“ Á batavegi „Barnið mitt er á batavegi og heppinn var hann í þetta skiptið en það er ekki þar með sagt að hann verði það næst ef hann gleymir hjálminum aftur. Það er hægt að koma í veg fyrir svona með því að ítreka hjálmanotkun og sýna börnum myndir af því hvað gerist og hvað getur gerst ef hjálminn vantar.“ „Ég vona bara að þessi frásögn veki fólk til umhugsunar,“ segir Sæunn áður en kvatt er. Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Magnús Blöndal verður tíu ára í október. Hann er búsettur í Noregi ásamt fjölskyldu sinni. Í vikunni var Magnús á hlaupahjólinu sínu á leiðinni niður brekkuna heiman frá sér hjálmlaus. Móðir Magnúsar, Sæunn Klara Breiðfjörð, vill minna fólk á að brýna fyrir börnum og fullorðnum að nota hjálm. Missti stjórn á ógnarhraða „Ég var margbúin að ræða þessa hluti við drengina okkar varðandi mikilvægi hjálmsins en það hefur verið torskilið fram að þessu,“ segir Sæunn þegar samtal okkar hefst. „Brekkan heima hjá okkur er frekar brött og líður niður í sveigjum og hún er frekar löng líka. Hann brunaði niður brekkuna á svo miklum hraða að hann missti stjórn á hlaupahjólinu og kastaðist þar af því af miklum krafti og í götuna. Hann lenti fyrst með höfuðið á steypta götuna og þar næst snérist hann í marga hringi og lá meðvitundarlaus í allt að 4-5 mínútur,“ útskýrir hún. Fluttur á gjörgæslu höfuðkúpubrotinn „Þá var hann fluttur á gjörgæslu með sjúkrabíl á næsta spítala þar sem kom í ljós að hann væri höfuðkúpubrotinn og fengið slæman heilahristing. Hann er heppinn að hafa lifað þetta af. Ef hann hefði notað hjálminn sinn er ég viss um að hann hefði sloppið með minniháttar skrámur, staðið upp og dustað af sér rykið og haldið áfram á hlaupahjólinu.“ „Í ljósi þess að hann lenti beint á hausnum hefði þetta farið öðruvísi ef hjálmurinn hefði tekið fallið af honum. Því segi ég að drengurinn minn er mikið lánsamur og minni alla á mikilvægi þess að nota hjálm í hvaða hjólaleik sem er,“ segir Sæunn alvörugefin. „Það á ekki einu sinni að vera í lagi að sleppa að setja á sig hjálminn aðeins einu sinni. Þetta á að vera skylda eins og að klæða sig eftir veðri.“ Á batavegi „Barnið mitt er á batavegi og heppinn var hann í þetta skiptið en það er ekki þar með sagt að hann verði það næst ef hann gleymir hjálminum aftur. Það er hægt að koma í veg fyrir svona með því að ítreka hjálmanotkun og sýna börnum myndir af því hvað gerist og hvað getur gerst ef hjálminn vantar.“ „Ég vona bara að þessi frásögn veki fólk til umhugsunar,“ segir Sæunn áður en kvatt er.
Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“