PISA: Gagnlegar upplýsingar en ekki endanlegur dómur um gæði Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar 1. júlí 2014 00:01 Reykjavíkurborg hefur birt niðurstöður PISA 2012 úr skólum eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál sagði það skylt. Niðurstöður úr PISA og öðrum alþjóðlegum rannsóknum geta átt þátt í því að beina athygli okkar að sterkum hliðum íslensks skólakerfis og að ýmsum vanda. Þær geta verið tilefni til að spyrja vel ígrundaðra spurninga um hvernig við getum gert góðan grunnskóla enn betri. En PISA hefur margar takmarkanir. PISA er fyrst og fremst stöðumynd af hæfni 15 ára nemenda í einu landi til að svara tilteknum spurningum samanborið við nemendur í öðrum löndum og þetta gert á þriggja ára fresti. PISA gefur ekki svör við ástæðum munar á löndum á þeim sviðum sem mælingin tekur til. PISA tekur ekki tillit til markmiða skólastarfs í einstökum löndum og landshlutum. PISA mælir ekki hvort starf grunnskóla sé í samræmi við markmið grunnskólalaga og markmiða um hlutverk grunnskólans. Í niðurstöðum úr einstökum skólum kemur fram ólík þátttaka og felst mikil óvissa í því að nota niðurstöðurnar um hvern og einn. Félagslegt umhverfi skóla er mismunandi og bakgrunnur nemenda. Jöfnuður milli grunnskóla hér á landi er samt sem betur fer með allra mesta móti af öllum 65 þátttökulöndunum en á hinn bóginn er getustig nemenda í einstökum skólum hér á landi eitt það fjölbreytilegasta samanborið við hin löndin. Allir vita að skólar hafa aldrei haft raunverulega stöðu til að starfa samkvæmt stefnu um skóla án aðgreiningar og hefur niðurskurður undanfarinna ára á fjármunum til skólastarfs ekki gert hlutina auðveldari. Við þurfum að vera mjög vakandi fyrir því hvernig PISA niðurstöður eru notaðar. Ef það er gert einhliða og þröngt og til dæmis bara einblínt á hvar lönd og skólar raðast á listann þá missum við sjónar af almennu þroska- og menntunarhlutverki skólans. Í sumum löndum hefur slök útkoma í PISA verið misnotuð pólitískt til að færa rök fyrir aðgerðum í menntamálum sem rannsóknarniðurstöður fjalla ekkert um. PISA gefur gefið okkur gagnlegar upplýsingar en er alls ekki einhver endanlegur dómur um gæði skólastarfsins. Ef við horfum fram hjá almennu þroska- og menntunarhlutverki skólans þegar við leggjum mat á hlutina þá erum við á villigötum. Skólinn er bæði mikilvægur hluti af samfélaginu og samfélagið okkar í smækkaðri mynd. Og við vitum að PISA niðurstöður er heldur ekki hægt að nota sem áreiðanlegar vísbendingar um stöðu einstakra landa í alþjóðlegri markaðssamkeppni þegar hugsað er um gæði skólastarfs og árangur þess. Rannsóknir á menntakerfum landa sýna að nokkur einkenni eru sameiginleg þeim löndum sem OECD telur hafa tekist vel upp í menntamálum sínum: opinber skóli sem er fyrir alla, skólastjórnendur og kennarar njóta trausts og búa við sjálfstæði í starfi, góð kennaralaun, fagmenntun kennara er á mastersstigi háskóla og starfsþróun þeirra er samofin kennarastarfinu, góð samskipti eru milli nemenda og kennara og hátt hlutfall barna er í leikskólum. Margt getum við lært af reynslu þessara landa, eflum opinbera menntakerfið og tölum það ekki niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur birt niðurstöður PISA 2012 úr skólum eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál sagði það skylt. Niðurstöður úr PISA og öðrum alþjóðlegum rannsóknum geta átt þátt í því að beina athygli okkar að sterkum hliðum íslensks skólakerfis og að ýmsum vanda. Þær geta verið tilefni til að spyrja vel ígrundaðra spurninga um hvernig við getum gert góðan grunnskóla enn betri. En PISA hefur margar takmarkanir. PISA er fyrst og fremst stöðumynd af hæfni 15 ára nemenda í einu landi til að svara tilteknum spurningum samanborið við nemendur í öðrum löndum og þetta gert á þriggja ára fresti. PISA gefur ekki svör við ástæðum munar á löndum á þeim sviðum sem mælingin tekur til. PISA tekur ekki tillit til markmiða skólastarfs í einstökum löndum og landshlutum. PISA mælir ekki hvort starf grunnskóla sé í samræmi við markmið grunnskólalaga og markmiða um hlutverk grunnskólans. Í niðurstöðum úr einstökum skólum kemur fram ólík þátttaka og felst mikil óvissa í því að nota niðurstöðurnar um hvern og einn. Félagslegt umhverfi skóla er mismunandi og bakgrunnur nemenda. Jöfnuður milli grunnskóla hér á landi er samt sem betur fer með allra mesta móti af öllum 65 þátttökulöndunum en á hinn bóginn er getustig nemenda í einstökum skólum hér á landi eitt það fjölbreytilegasta samanborið við hin löndin. Allir vita að skólar hafa aldrei haft raunverulega stöðu til að starfa samkvæmt stefnu um skóla án aðgreiningar og hefur niðurskurður undanfarinna ára á fjármunum til skólastarfs ekki gert hlutina auðveldari. Við þurfum að vera mjög vakandi fyrir því hvernig PISA niðurstöður eru notaðar. Ef það er gert einhliða og þröngt og til dæmis bara einblínt á hvar lönd og skólar raðast á listann þá missum við sjónar af almennu þroska- og menntunarhlutverki skólans. Í sumum löndum hefur slök útkoma í PISA verið misnotuð pólitískt til að færa rök fyrir aðgerðum í menntamálum sem rannsóknarniðurstöður fjalla ekkert um. PISA gefur gefið okkur gagnlegar upplýsingar en er alls ekki einhver endanlegur dómur um gæði skólastarfsins. Ef við horfum fram hjá almennu þroska- og menntunarhlutverki skólans þegar við leggjum mat á hlutina þá erum við á villigötum. Skólinn er bæði mikilvægur hluti af samfélaginu og samfélagið okkar í smækkaðri mynd. Og við vitum að PISA niðurstöður er heldur ekki hægt að nota sem áreiðanlegar vísbendingar um stöðu einstakra landa í alþjóðlegri markaðssamkeppni þegar hugsað er um gæði skólastarfs og árangur þess. Rannsóknir á menntakerfum landa sýna að nokkur einkenni eru sameiginleg þeim löndum sem OECD telur hafa tekist vel upp í menntamálum sínum: opinber skóli sem er fyrir alla, skólastjórnendur og kennarar njóta trausts og búa við sjálfstæði í starfi, góð kennaralaun, fagmenntun kennara er á mastersstigi háskóla og starfsþróun þeirra er samofin kennarastarfinu, góð samskipti eru milli nemenda og kennara og hátt hlutfall barna er í leikskólum. Margt getum við lært af reynslu þessara landa, eflum opinbera menntakerfið og tölum það ekki niður.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun