Eitt höfuðborgarsvæði fyrir okkur öll Ása Richardsdóttir skrifar 30. maí 2014 11:29 Framtíðarsýn Samfylkingarinnar í Kópavogi er að höfuðborgarsvæðið verði skipulagt sem ein heild til framtíðar, einn atvinnumarkaður, eitt búsetusvæði, með sameiginlegar náttúruperlur, auðlindir og grunnhverfi. Við viljum að hraðbrautir sem kljúfa bæi í sundur, tilheyri fortíðinni. Við viljum þróa byggðir og hverfi þannig að þar fari saman græn íbúabyggð og vistvæn atvinnustarfsemi þar sem nærþjónusta er í göngufæri og stutt í öflugar almenningssamgöngur. Við viljum leggja okkar að mörkum til að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sameinist um nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi og setji þá uppbyggingu í forgang. Til að hægt sé ná ofangreindum markmiðum og miklu fleirum, þurfa sveitarfélögin að vinna saman. Þar þarf að gæta jafnvægis milli allra þeirra þátta sem einkenna þurfa mannvænleg og framsækin samfélög; jafnvægi milli uppbyggingar, umhverfis, menningar og skipulags. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið tillögu að skipulagi okkar til ársins 2040. Ég hvet fólk til að kynna sér þá vinnu sem finna má á vefslóðinni https://ssh.is/svaedisskipulag/2040. Ein athyglisverð staðreynd úr skýrslunni. Þéttbýlið á höfuðborgarsvæðinu er nú orðið samfellt frá Hafnarfirði í suðri til Mosfellsbæjar í norðri. Hin síðari ár hefur byggðin þynnst verulega, þannig að meira landrými fer nú undir hvern íbúa en nokkru sinni fyrr. Á tæpum þrjátíu árum hefur íbúum á hvern hektara fækkað úr 54 í 35. Á sömu 30 árum hafa tæpir 40 nýir ferkílómetrar verið teknir undir 70 þúsund manna fjölgun á svæðinu. Og bílafjöldinn hefur tvöfaldast. Staðreyndin er sú við eigum ekki til 40 nýja ferkílómetra fyrir næstu 70 þúsund manna fjölgun. Byggð okkar verður að þéttast og það er stefna Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Framtíðarsýn Samfylkingarinnar í Kópavogi er að höfuðborgarsvæðið verði skipulagt sem ein heild til framtíðar, einn atvinnumarkaður, eitt búsetusvæði, með sameiginlegar náttúruperlur, auðlindir og grunnhverfi. Við viljum að hraðbrautir sem kljúfa bæi í sundur, tilheyri fortíðinni. Við viljum þróa byggðir og hverfi þannig að þar fari saman græn íbúabyggð og vistvæn atvinnustarfsemi þar sem nærþjónusta er í göngufæri og stutt í öflugar almenningssamgöngur. Við viljum leggja okkar að mörkum til að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sameinist um nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi og setji þá uppbyggingu í forgang. Til að hægt sé ná ofangreindum markmiðum og miklu fleirum, þurfa sveitarfélögin að vinna saman. Þar þarf að gæta jafnvægis milli allra þeirra þátta sem einkenna þurfa mannvænleg og framsækin samfélög; jafnvægi milli uppbyggingar, umhverfis, menningar og skipulags. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið tillögu að skipulagi okkar til ársins 2040. Ég hvet fólk til að kynna sér þá vinnu sem finna má á vefslóðinni https://ssh.is/svaedisskipulag/2040. Ein athyglisverð staðreynd úr skýrslunni. Þéttbýlið á höfuðborgarsvæðinu er nú orðið samfellt frá Hafnarfirði í suðri til Mosfellsbæjar í norðri. Hin síðari ár hefur byggðin þynnst verulega, þannig að meira landrými fer nú undir hvern íbúa en nokkru sinni fyrr. Á tæpum þrjátíu árum hefur íbúum á hvern hektara fækkað úr 54 í 35. Á sömu 30 árum hafa tæpir 40 nýir ferkílómetrar verið teknir undir 70 þúsund manna fjölgun á svæðinu. Og bílafjöldinn hefur tvöfaldast. Staðreyndin er sú við eigum ekki til 40 nýja ferkílómetra fyrir næstu 70 þúsund manna fjölgun. Byggð okkar verður að þéttast og það er stefna Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar