Úlfarsárdalur: Fimm stjörnu hótel! Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 22. maí 2014 10:26 Framboðin fyrir komandi borgarstjórnarkosningar hafa verið spurð um afstöðu sína til einstakra mála, þar á meðal til uppbyggingar í Úlfarsárdal. Undirritaður hefur mætt á íbúafund þar til að kynna áherslur Dögunar.Verkefnið framundan Í stuttu máli er það svo að við erum hlynnt skynsamlegri þéttingu byggðar. En það sem skiptir mestu máli er að reyna eftir megni að blanda byggðina þannig að hverfin verði sem mest sjálfbær. Það á við um Úlfarsárdal sem önnur svæði. Sjálfsagt myndu íbúarnir skipuleggja borgina öðruvísi ef núna ætti að skapa 120 000 manna byggð en borgin er eins og hún er, teygir sig upp í Norðlingaholt og út á Kjalarnes og verkefnið er að þróa hana alla.Áherslur Dögunar Framboð Dögunar í Reykjavík vill að:Borgin verði byggð upp í samræmi við vilja og þarfir íbúanna. Þétting byggðar verði ekki til þess að ónýta götumyndir, byggðarmynstur eða mikilvæg opin svæði né heldur til að rýra verðgildi þeirra eigna sem fyrir eru.Dögun í Reykjavík vill að uppbygging borgarinnar eigi sér stað fyrir austan Elliðaár sem og vestan.Aðalskipulag verði endurskoðað með tilliti til þéttingar byggðar á ýmsum svæðum í Reykjavík, s.s. áætluð þétting byggðar í Elliðaárdalnum.Almenningssamgöngur verði stórefldar í Reykjavík og forgangsakreinar fyrir Strætó verði settar í öll hverfi. Til að hverfi teljist sjálfbært þarf meðal annars skóla, leikskóla, aðstöðu fyrri íþróttir og tómstundir, bókasafn, góðar almenningssamgöngur, verslanir, veitingastaði og atvinnu og svo almennilega þjónustumiðstöð borgarinnar. Í huga umhverfisverndar - og félagshyggjufólks er sjálfbært hverfi, þannig skipulagt að íbúarnir verði ekki að sækja sér grunnþarfir annað. Þannig verði ferðalög lágmörkuð. Komist Dögun í Reykjavík til áhrifa mun framboðið stuðla að því að öll hverfi borgarinnar verði sem sjálfbærust og íbúarnir kjósi sér fulltrúa í hverfisráð sem stjórni í þeirra nafni. Og allt sem tilheyrir nærumhverfinu verði flutt í þangað.Forsendubrestur í Úlfarsárdal! Ekkert hverfi í Reykjavík hefur orðið fyrri jafn miklum forsendubresti og Úlfarsárdalur og borgaryfirvöld ættu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bæta fyrir hann. Það er kominn tími til að hætta að tala þetta hverfi niður. Byggð í skjólgóðum og sólríkum suðurhlíðum, áin og góðar samgöngutengingar, allt þetta gerir það að verkum að Úlfarsárdalurinn getur orðið að 5 stjörnu hverfi svo notað sé líkingamál úr heimi hótelrekstrar.Ég sé fyrir mér … Brýnt er að skipuleggja fleiri lóðir, ég sé ég fyrir mér lágreista byggð – raðhús ekki síður en blokkir og einbýlishús. Þetta þarf að markaðssetja upp á nýtt sem hverfi þar sem gott verður að ala börn upp. Þannig verður líka hægt að nýta þá innviði sem lagðir voru fyrir mun stærra hverfi og yrðu ella vannýttir, samfélaginu til mikils tjóns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Sjá meira
Framboðin fyrir komandi borgarstjórnarkosningar hafa verið spurð um afstöðu sína til einstakra mála, þar á meðal til uppbyggingar í Úlfarsárdal. Undirritaður hefur mætt á íbúafund þar til að kynna áherslur Dögunar.Verkefnið framundan Í stuttu máli er það svo að við erum hlynnt skynsamlegri þéttingu byggðar. En það sem skiptir mestu máli er að reyna eftir megni að blanda byggðina þannig að hverfin verði sem mest sjálfbær. Það á við um Úlfarsárdal sem önnur svæði. Sjálfsagt myndu íbúarnir skipuleggja borgina öðruvísi ef núna ætti að skapa 120 000 manna byggð en borgin er eins og hún er, teygir sig upp í Norðlingaholt og út á Kjalarnes og verkefnið er að þróa hana alla.Áherslur Dögunar Framboð Dögunar í Reykjavík vill að:Borgin verði byggð upp í samræmi við vilja og þarfir íbúanna. Þétting byggðar verði ekki til þess að ónýta götumyndir, byggðarmynstur eða mikilvæg opin svæði né heldur til að rýra verðgildi þeirra eigna sem fyrir eru.Dögun í Reykjavík vill að uppbygging borgarinnar eigi sér stað fyrir austan Elliðaár sem og vestan.Aðalskipulag verði endurskoðað með tilliti til þéttingar byggðar á ýmsum svæðum í Reykjavík, s.s. áætluð þétting byggðar í Elliðaárdalnum.Almenningssamgöngur verði stórefldar í Reykjavík og forgangsakreinar fyrir Strætó verði settar í öll hverfi. Til að hverfi teljist sjálfbært þarf meðal annars skóla, leikskóla, aðstöðu fyrri íþróttir og tómstundir, bókasafn, góðar almenningssamgöngur, verslanir, veitingastaði og atvinnu og svo almennilega þjónustumiðstöð borgarinnar. Í huga umhverfisverndar - og félagshyggjufólks er sjálfbært hverfi, þannig skipulagt að íbúarnir verði ekki að sækja sér grunnþarfir annað. Þannig verði ferðalög lágmörkuð. Komist Dögun í Reykjavík til áhrifa mun framboðið stuðla að því að öll hverfi borgarinnar verði sem sjálfbærust og íbúarnir kjósi sér fulltrúa í hverfisráð sem stjórni í þeirra nafni. Og allt sem tilheyrir nærumhverfinu verði flutt í þangað.Forsendubrestur í Úlfarsárdal! Ekkert hverfi í Reykjavík hefur orðið fyrri jafn miklum forsendubresti og Úlfarsárdalur og borgaryfirvöld ættu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bæta fyrir hann. Það er kominn tími til að hætta að tala þetta hverfi niður. Byggð í skjólgóðum og sólríkum suðurhlíðum, áin og góðar samgöngutengingar, allt þetta gerir það að verkum að Úlfarsárdalurinn getur orðið að 5 stjörnu hverfi svo notað sé líkingamál úr heimi hótelrekstrar.Ég sé fyrir mér … Brýnt er að skipuleggja fleiri lóðir, ég sé ég fyrir mér lágreista byggð – raðhús ekki síður en blokkir og einbýlishús. Þetta þarf að markaðssetja upp á nýtt sem hverfi þar sem gott verður að ala börn upp. Þannig verður líka hægt að nýta þá innviði sem lagðir voru fyrir mun stærra hverfi og yrðu ella vannýttir, samfélaginu til mikils tjóns.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar