„Ég er með milljón dollara andlit“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2014 11:12 Lúðvík Jónasson starfar í auglýsingageiranum. „Það er auðvitað Fiskikóngurinn sjálfur sem stendur á bak við þetta. Svo hefur konan tekið einhvern þátt í þessu. Einhvers staðar fékk kóngurinn myndina,“ segir afmælisbarnið Lúðvík Jónasson sem fagnar fjörutíu ára afmæli sínu í dag. Þegar kappinn fletti Fréttablaðinu í morgun blasti við honum stærðarinnar mynd af honum sjálfum. Um auglýsingu er að ræða þar sem Lúðvík, oftast kallaður Lúlli, liggur ber að ofan undir fyrirsögninni „Million Dollar Face“. Við hlið myndarinnar eru svo lesendur Fréttablaðsins beðnir um að dæma hver fyrir sig. Fyrirsögnin á auglýsingu er vísun í það þegar Lúlli var einn viðmælanda Sindra Sindrasonar á förnum vegi í þættinum Íslandi í dag. Umfjöllunarefnið var ný stefnumótasíða sem komin var í loftið. Var fólk spurt að því hvort það gæti hugsað sér að nýta sér slíka þjónustu. Stóð ekki á svörum hjá Lúlla: „Kóngur Íslands þarf ekki svoleiðis. Million-dollara andlit.“ Atriðið má sjá eftir tæpar þrjár mínútur í spilaranum hér að neðan. „Ég vissi að eitthvað myndi gerast í dag en kannski ekki nákvæmlega þetta. Ég átti frekar von á einhverjum hrekk í kvöld,“ segir Lúlli sem spilaði knattspyrnu á árum áður með Breiðabliki, Víði, Val, Þrótti, ÍBV og Stjörnunni úr Garðabæ. Aðspurður hvernig best sé að titla hann segir Lúðvík: „Konungurinn af Mónakó“. Í auglýsingu sem birtist á Vísi í dag er Lúlli óskað til hamingju með afmælið. „Óskum Milljóndollara andlitinu í Monaco til hamingju með daginn.“ Aðspurður hver tengingin við Mónakó sé segir Lúlli að Mónakó sé einfaldlega annað nafn á Garðabæinn sem hann elskar af lífi og sál enda uppalinn þar. Auglýsingin sem birtist á Vísi í dag. Maður er eins og gott rauðvín Eins og áður segir telur Lúlli Fiskikónginn við Sogaveg standa á bak við hrekkinn í teymi við konu sína. Hins vegar segir hann marka hafa velt því fyrir sér hvort hann hafi ekki hreinlega gert þetta sjálfur. „Flest allir halda það. Telja mig mjög athyglissjúkan einstakling,“ segir Lúlli. Aðspurður hvort eitthvað sé til í orðum fólksins segir hann: „Það er því miður ekki þannig.“ Lúlli ætlar að halda veislu í kvöld í tilefni dagsins þangað sem konungbornu fólki verður boðið. Hann hefur ekki áhyggjur af því að aldurinn sé að færast yfir. „Maður er eins og gott rauðvín. Maður verður bara fallegri og betri með hverju árinu sem líður. Bestu fjörutíu árin eru eftir,“ segir hann. „Ég er með milljón dollara andlit,“ segir Lúlli og segist vera „gott sign“ fyrir kvenþjóðina. „Það er verst fyrir stelpurnar að ég er giftur.“ Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira
„Það er auðvitað Fiskikóngurinn sjálfur sem stendur á bak við þetta. Svo hefur konan tekið einhvern þátt í þessu. Einhvers staðar fékk kóngurinn myndina,“ segir afmælisbarnið Lúðvík Jónasson sem fagnar fjörutíu ára afmæli sínu í dag. Þegar kappinn fletti Fréttablaðinu í morgun blasti við honum stærðarinnar mynd af honum sjálfum. Um auglýsingu er að ræða þar sem Lúðvík, oftast kallaður Lúlli, liggur ber að ofan undir fyrirsögninni „Million Dollar Face“. Við hlið myndarinnar eru svo lesendur Fréttablaðsins beðnir um að dæma hver fyrir sig. Fyrirsögnin á auglýsingu er vísun í það þegar Lúlli var einn viðmælanda Sindra Sindrasonar á förnum vegi í þættinum Íslandi í dag. Umfjöllunarefnið var ný stefnumótasíða sem komin var í loftið. Var fólk spurt að því hvort það gæti hugsað sér að nýta sér slíka þjónustu. Stóð ekki á svörum hjá Lúlla: „Kóngur Íslands þarf ekki svoleiðis. Million-dollara andlit.“ Atriðið má sjá eftir tæpar þrjár mínútur í spilaranum hér að neðan. „Ég vissi að eitthvað myndi gerast í dag en kannski ekki nákvæmlega þetta. Ég átti frekar von á einhverjum hrekk í kvöld,“ segir Lúlli sem spilaði knattspyrnu á árum áður með Breiðabliki, Víði, Val, Þrótti, ÍBV og Stjörnunni úr Garðabæ. Aðspurður hvernig best sé að titla hann segir Lúðvík: „Konungurinn af Mónakó“. Í auglýsingu sem birtist á Vísi í dag er Lúlli óskað til hamingju með afmælið. „Óskum Milljóndollara andlitinu í Monaco til hamingju með daginn.“ Aðspurður hver tengingin við Mónakó sé segir Lúlli að Mónakó sé einfaldlega annað nafn á Garðabæinn sem hann elskar af lífi og sál enda uppalinn þar. Auglýsingin sem birtist á Vísi í dag. Maður er eins og gott rauðvín Eins og áður segir telur Lúlli Fiskikónginn við Sogaveg standa á bak við hrekkinn í teymi við konu sína. Hins vegar segir hann marka hafa velt því fyrir sér hvort hann hafi ekki hreinlega gert þetta sjálfur. „Flest allir halda það. Telja mig mjög athyglissjúkan einstakling,“ segir Lúlli. Aðspurður hvort eitthvað sé til í orðum fólksins segir hann: „Það er því miður ekki þannig.“ Lúlli ætlar að halda veislu í kvöld í tilefni dagsins þangað sem konungbornu fólki verður boðið. Hann hefur ekki áhyggjur af því að aldurinn sé að færast yfir. „Maður er eins og gott rauðvín. Maður verður bara fallegri og betri með hverju árinu sem líður. Bestu fjörutíu árin eru eftir,“ segir hann. „Ég er með milljón dollara andlit,“ segir Lúlli og segist vera „gott sign“ fyrir kvenþjóðina. „Það er verst fyrir stelpurnar að ég er giftur.“
Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira