Áhugalausar konur Brynhildur Pétursdóttir skrifar 14. ágúst 2014 07:00 Utanríkisráðherrar telja margir að fyrrverandi ráðherrar séu góður kostur þegar skipað er í sendiherrastöður. Þeir virðast líka telja að körlum sé betur treystandi til starfans en konum. Mótsagnarkennd svör ráðherra Nýlega skipaði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tvo nýja sendiherra; einn fyrrverandi ráðherra og einn núverandi alþingismann. Karlkyns sendiherrar eru því orðnir 28 en konurnar sjö. Þegar ráðherra var spurður út í málið sagði hann annars vegar eitthvað á þá leið að hugsanlega væri starfið þess eðlis að konur sæktu ekki í það og hins vegar að hann hefði þrjú ár til að laga kynjahlutfallið. Ég staldraði við þessi svör, þótti þau merkileg og mótsagnarkennd. Í einu orði segir ráðherra mikilvægt að fjölga konum í utanríkisþjónustunni og hann muni nýta þau þrjú ár sem eftir lifa kjörtímabilsins til laga kynjahlutfallið en í hinu orðinu segir hann að konur sæki ekki í þessi störf. Konur ekki áhugalausari Hvernig ætlar ráðherra að fjölga konum í sendiherrastöðum ef hann finnur engar hæfar konur sem treysta sér í starfið? Hann er þegar búinn að skipa fjóra karla á einu ári, að eigin sögn af því að konur draga lappirnar. Hvað mun breytast á næstu þremur árum? Þá skil ég ekki hvernig hægt er að draga þá ályktun að konur séu áhugalausari um störfin en karlar. Voru margar konur í utanríkisráðuneytinu sem gáfu verkefnið frá sér? Sé svo, voru þá aðrar hæfar konur sem haft var samband við líka áhugalausar? Er hægt að fá lista yfir þessar áhugalausu konur sem treysta sér ekki í þessi annars eftirsóttu störf? Hefði átt að viðurkenna Ég held að skortur á konum í utanríkisþjónustunni haldi ekki vöku fyrir utanríkisráðherra og að hann hafi í sjálfu sér ekkert verið að hugsa út í kynjahlutföllin fyrr en gagnrýnin kom fram. Það hefði því verið hreinlegra ef ráðherra hefði bara viðurkennt það. Að láta að því liggja árið 2014 að íslenskar konur sækist ekki eftir sendiherrastöðum er nefnilega ekkert annað en móðgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Utanríkisráðherrar telja margir að fyrrverandi ráðherrar séu góður kostur þegar skipað er í sendiherrastöður. Þeir virðast líka telja að körlum sé betur treystandi til starfans en konum. Mótsagnarkennd svör ráðherra Nýlega skipaði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tvo nýja sendiherra; einn fyrrverandi ráðherra og einn núverandi alþingismann. Karlkyns sendiherrar eru því orðnir 28 en konurnar sjö. Þegar ráðherra var spurður út í málið sagði hann annars vegar eitthvað á þá leið að hugsanlega væri starfið þess eðlis að konur sæktu ekki í það og hins vegar að hann hefði þrjú ár til að laga kynjahlutfallið. Ég staldraði við þessi svör, þótti þau merkileg og mótsagnarkennd. Í einu orði segir ráðherra mikilvægt að fjölga konum í utanríkisþjónustunni og hann muni nýta þau þrjú ár sem eftir lifa kjörtímabilsins til laga kynjahlutfallið en í hinu orðinu segir hann að konur sæki ekki í þessi störf. Konur ekki áhugalausari Hvernig ætlar ráðherra að fjölga konum í sendiherrastöðum ef hann finnur engar hæfar konur sem treysta sér í starfið? Hann er þegar búinn að skipa fjóra karla á einu ári, að eigin sögn af því að konur draga lappirnar. Hvað mun breytast á næstu þremur árum? Þá skil ég ekki hvernig hægt er að draga þá ályktun að konur séu áhugalausari um störfin en karlar. Voru margar konur í utanríkisráðuneytinu sem gáfu verkefnið frá sér? Sé svo, voru þá aðrar hæfar konur sem haft var samband við líka áhugalausar? Er hægt að fá lista yfir þessar áhugalausu konur sem treysta sér ekki í þessi annars eftirsóttu störf? Hefði átt að viðurkenna Ég held að skortur á konum í utanríkisþjónustunni haldi ekki vöku fyrir utanríkisráðherra og að hann hafi í sjálfu sér ekkert verið að hugsa út í kynjahlutföllin fyrr en gagnrýnin kom fram. Það hefði því verið hreinlegra ef ráðherra hefði bara viðurkennt það. Að láta að því liggja árið 2014 að íslenskar konur sækist ekki eftir sendiherrastöðum er nefnilega ekkert annað en móðgun.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar