Innlent

Óvissustig á norðanverðum Vestfjörðum

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Veðurstofa Íslands varar við snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Vakthafandi veðurfræðingur segir að fylgst sé náið með ástandinu, fyrir sé mikill snjór í fjöllum og að spáð sé töluverðri úrkomu næstu daga. Sem stendur er þó ekki talin ástæða til að rýma húsnæði.

Veðurstofan hefur einnig gefið út stormviðvöru fyrir miðhálendið, Vesturland, Vestfirði og víðar um land annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×