Lífið

„Það vantaði alltaf einn lim“

Hjörtur Sigurðsson.
Hjörtur Sigurðsson. Vísir/Pjetur
„Í yfir 40 ár, hefur safnstjóri og stofnandi Reðasafnsins sankað að sér typpum frá öllum spendýrum, en enn vantar eitt til þess að fullkomna safnið: Typpi af manni. Kvikmyndin fylgir eftir safnstjóranum þar sem hann reynir eftir hinum ýmsu leiðum að láta drauminn verða að veruleika - og við kynnumst tveimur óhræddum mönnum sem hafa boðið sig fram til að verða fyrstu typpagjafar heims,“ segir í lýsingu á heimildamyndinni The Final Member, þar sem Sigurði Hjartarsyni, stofnanda Reðasafnsins er fylgt eftir í leit sinni að síðasta typpinu í safnið.

Hjörtur Sigurðsson, sonur Sigurðar Hjartarssonar, hefur tekið við safni föður síns og kannast við kvikmyndina.

„Það vantaði alltaf einn lim,“ segir Hjörtur, og bætir við að kanadísku kvikmyndargerðarmennirnir Zach Math og Jonah Bekhor séu að baki myndinni.

„Þeir komu nokkrum sinnum til Íslands til þess að fylgja pabba eftir.“

„Myndin er búin að ferðast á kvikmyndahátíðir út í heimi og hefur fengið mjög góða dóma. Hún er svo að koma út núna á DVD og VOD-inu,“ bætir Hjörtur við og segir myndina hörkuskemmtilega.

„En það er þetta með safnið, útlendingum finnst það miklu merkilegra en Íslendingum,“ bætir Hjörtur við.



Tveir menn stigu fram til að bjóða safninu reður sína, annar aldraður íslenskur maður og hinn sérvitur Bandaríkjamaður, Tom Mitchell.

„Hann guggnaði. Segist alltaf vera að safna fjármunum. En ég held að þetta hafi nú bara verið athyglissýki í honum - annars veit maður ekkert með hann, hann er algjört ólíkindatól.“



Íslendingurinn Páll Arason hafði heitið því að gefa safninu kynfæri sín eftir andlát sitt. Páll lést 5. janúar 2011 og fjórum mánuðum síðar, þann 8. apríl, tók safnið formlega við limnum. 

Hér að neðan má sjá sýnishorn úr myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.