Lífið

Búðu til litríkar dýrakrukkur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Krukkurnar eru algjört augnakonfekt.
Krukkurnar eru algjört augnakonfekt. Mynd/masonjarcraftslove.com
Krukkur fara aldrei úr tísku og geta þær geymt ýmiss konar smáhluti á heimilinu. Það er því tilvalið að poppa upp hversdagslegar krukkur með nokkrum einföldum handtökum. Á vefsíðunni Mason Jar er boðið upp á einfalda leið til að hressa upp á krukkurnar.

1. Límið lítil plastdýr við krukkulokin og leyfið að þorna. Oft er hægt að finna alls kyns dótadýr í Góða hirðinum á spottprís. Betra er að þrífa dýrin vel og þurrka áður en þau eru límd á lokin.

2. Spreyið lokin í skemmtilegum litum. Í Litalandi er hægt að fá sprey í öllum regnbogans litum sem virka á ýmiss konar efni, hvort sem það er plast eða viður. Gott er að spreyja lokið með dýrunum tvisvar til að fá dýpri og fallegri lit og leyfa því síðan að þorna í rólegheitunum.

3. Skrúfið lokin á krukkurnar og verið stolt af afrakstrinum!

Þessar krukkur er einnig tilvalið að gefa í gjafir og jafnvel fylla þær með skemmtilegum spakmælum, sælgæti eða hverju sem þér dettur í hug.

Lumar þú á einföldu en skemmtilegu verkefni sem auðvelt er að framkvæma sjálfur? Sendu það endilega á okkur á netfangið liljakatrin@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.