Konur mega líka neyta kláms Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2014 12:00 Dagrún Aðalsteinsdóttir, Sigríður Dögg Arnardóttir, Hildur Sverrisdóttir, Vísir/Daníel Þær Hildur Sverrisdóttir, Sigríður Dögg Arnardóttir og Dagrún Aðalsteinsdóttir hafa allar vakið athygli fyrir að færa umræðu um kynlíf kvenna á hærra plan, hver með sínum hætti. Fréttablaðið ræddi við þessar ungu og djörfu konur um allt sem tengist kynlífi og klámi, fantasíum og femínisma og mikilvægi þess að fólk fái að haga sér eftir eigin höfði. Blaðamaður hittir konurnar þrjár á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur. Við komuna eru þær sestar og byrjaðar að tala opinskátt um kynlíf og femínisma. Það er lítið annað í stöðunni en að setjast niður og hlusta á óheflaða umræðuna.Dagrún: Mér finnst umræðan í fjölmiðlum svolítið vera farin að snúast um að ritskoða efni, tónlistarmyndbönd eða hvaðeina. Þannig er umræðan um femínisma og kvenfrelsi komin á mjög skrítið stig og fjallar um það hvað er bannað og hvar stelpur mega standa, sérstaklega í þessum poppbransa. Talið berst þannig að tónlistarkonunni Miley Cyrus og myndbandi hennar við lagið Wreckingball.Dagrún: Mér finnst áhugavert hvað þessi hegðun er eitthvað bönnuð. Mér finnst skilaboðin sem er sífellt verið að senda konum vera þau að þær megi vera sætar og fallegar en aldrei „klámlegar“ eða „sóðalegar“.Of gróft inn í hugarheim kvennaHildur: Það er þessi pæling með hreinleikann, þetta sem hefur í rauninni verið kúgunartæki alla tíð og er enn. Ég fann fyrir þessu þegar ég gaf út fantasíurnar [Fantasíur], þá voru sumar álitnar góðar og aðrar vondar. Margir veltu fyrir sér hvort þessar vondu gætu yfirhöfuð verið skrifaðar af konum eða hvort þær væru of grófar til að þess að passa inn í hugarheim kvenna. Við fáum endalaust skilaboð um að konur eigi að vera hreinar og skírlífar og þetta er ekkert síður kúgunartæki heldur en klám.Sigríður: Þess vegna er klámnotkun kvenna tabú. Karlar hafa til að mynda oft áhyggjur af kynlífstækjum fyrir konur. Konur geta keypt sæði og farið svo upp í rúm með einhverju tryllitæki, þannig að ég velti því fyrir mér hvort það sé vegna þess að ef konur horfa á klám ofan á allt saman, þá upplifi karlanir sig endanlega óþarfa. Þá erum við líka komnar inn í einhvern heim sem er þeirra og það má ekki verða skörun þarna á milli.Dagrún: Það er rosalega gamalt fyrirbæri að kynverund og kona sem kynvera sé hættuleg, bara eins og gamla þjóðsagan um tenntu píkuna.Dagrún Aðalsteinsdóttir, Sigríður Dögg Arnardóttir, Hildur Sverrisdóttir, Druslustimpillinn Talið berst aftur að Miley og hvort það sé ekki bara eðlilegt að stúlkur á þeim aldri séu að uppgötva sig og kynvitund sína.Sigríður: Klárlega. Það tengist líka inn í umræðuna um Morfís og stúlkuna sem var þar sýnd á brjóstunum í heitum potti. Þetta er bara hluti af því að vera unglingur, þú ert að uppgötva og fagna líkama þínum. Þú ert að ögra líka, margir kannast við það að hafa striplast eitthvað og tekið kannski einhverjar nektarmyndir, sýna hvað þær þora. Miley fer svolítið langt í því og nær auðvitað mikilli dreifingu. Það væri gaman ef við heyrðum einhvern tímann um þetta frelsi, að fá að vera bara á brjóstunum án þess að það sé hin stóra skömm.Dagrún: Það þarf samt alltaf að passa sig á þessari grensu – um leið og þú ert orðin of klámleg eða einhvern veginn með of sterka kynferðislega vísan þá ertu komin yfir einhver mörk sem samfélagið samþykkir bara ekki.Sigríður: Það er eins og þú missir trúverðugleika þinn.Dagrún: Já, það er mjög skýr grensa þarna, hversu langt má fara. Við færum spjallið yfir í fordóma gagnvart konum og kynlífshegðun þeirra.Dagrún: Druslustimpillinn er það sem hvað helst brýtur niður verðmæti kvenna og hvernig þær eru metnar í samfélaginu og er notaður til félagslegrar stjórnunar. Sigríður: Við erum náttúrlega föst í kristninni og þeim boðskap. Við setjum okkur ótrúlega þröngan ramma. Í sögulegu samhengi erum við föst undir hælnum á þessum hefðum, maður – kona, hjónaband, bara tveir saman alltaf. Það er svo ópraktískt. Sjáið tölfræði yfir skilnaði og framhjáhöld. Þessi rammi sem við erum búin að setja okkur virkar augljóslega ekki. Það vantar bara meira frelsi. Frelsi til að stunda ekki kynlíf og stunda eins mikið af því og þú vilt með eins mörgum og þú vilt. Það er alveg jafn mikið að þér ef þú gerir ekkert, eins og ef þú gerir fullt. Við gefum einstaklingnum svo lítið svigrúm til þess einfaldlega að vera.Dagrún Aðalsteinsdóttir, Sigríður Dögg Arnardóttir, Hildur Sverrisdóttir, Úr kúgunartæki í valdatæki Spjallið færist yfir í vangaveltur um kynferðislega kúgun kvenna.Hildur: Það verður að taka inn í umræðuna að konur eru oft í aðstæðum þar sem þeim finnst þær þurfa að standa sig, finnst þær þurfa að vera á einhvern ákveðinn hátt. Þetta á sér örugglega mjög djúpar rætur í samfélagsgerðinni um að konur séu til þjónustu og allt þetta sem við þekkjum og er óþarfi að gera lítið úr. Það þarf að taka umræðuna á forsendum kvenna, gera þær sterkar í sínu hlutverki. Við gerðum það með rauðan varalit, með háhælaða skó, við erum alltaf að taka eitthvað sem er hægt að vísa í í sögulegu samhengi að hafi á einhverjum tímapunkti verið kúgunartæki á konur. En við ákveðum á einhverjum tímapunkti að segja nú er þetta orðið okkar valdatæki. Ég held að við eigum að líta á þetta þannig að hver og einn megi gera það sem hann vill svo lengi sem hann meiðir ekki aðra og reyna að snúa valdinu sér í hag. Það hlýtur að vera betra heldur en að þagga niður og banna allt saman þó að vissulega er hægt að færa rök fyrir því að það er stundum misnotað.BDSM er ekki ofbeldisklám Þær eru allar sammála um að klám sé alls ekki bara slæmt og að konur horfi vissulega á klám.Dagrún: Það er svo mikill tvískinnungur í samfélaginu. Við erum öll neytendur á þetta allt saman, lifum kynlífi, erum forvitin um klám en umræðan snýst öll um að þetta sé eitthvað afbrigðilegt.Sigríður: Við erum sífellt að hafa áhyggjur af unglingunum okkar, en miðaldra karlmenn eru helstu klámneytendurnir, ekki ungir strákar. Krakkar eru oft bara að leita sér upplýsinga eða nota þetta sem skemmtiefni.Hildur: Hluti af vandamálinu er hvernig við lítum á klám. Til dæmis þegar átti að banna ofbeldisklám, þá kvittuðu allir upp á að það væri eitthvað sem ætti að banna. Ég var aðeins að velta því fyrir mér sem sést ekki á skjánum en er ef til vill ekki síður ofbeldi. Það getur annars vegar verið mjög brútal klám, þar sem allir eru viljugir til að taka þátt en hins vegar kannski tvær konur að dúlla eitthvað hvor við aðra þar sem þær eru mögulega þvingaðar í þær aðstæður. Hvort er þá ofbeldisklám?Sigríður: BDSM er til dæmis oft tekið sem dæmi um ofbeldisklám, sem það þarf alls ekki að vera. Innan BDSM er strangt skilyrði fyrir samþykki um þátttöku.Konur leikstýra líka klámi.Dagrún: Það er rosalega lítið framboð af klámi sem er sérstaklega hugsað fyrir konur, en það er alveg til eins og ég benti á í greininni minni. Það er alltof mikið tabú að konur horfi á klám. Það er búið að segja okkur að það sé verið að níða okkur í því, þetta sé rangt en það er til fullt af klámi þar sem konur eru sýndar í jákvæðu ljósi, þar sem það snýst ekki um valdbeitingu og niðurlægingu heldur er kynlíf sýnt á raunsærri hátt og með meiri vídd.Sigríður: Já, það er til fullt af klámi sem konur leikstýra, þó að ekki sé allt klám sem konur leikstýra endilega til fyrirmyndar. Það er til indí-klám og sjálfsfróunarklám sem getur verið mjög upplýsandi fyrir konur.Hildur: Ég held það sé bara eðlilegt að það sé fjölbreytt flóra í þessum bransa eins og annars staðar. Það er mismunandi smekkur og mismunandi nálgun og þarna eru konur að færa sig upp á skaftið bara eins og í heiminum almennt, sem er eðlilegt. Það verður kannski bara að passa að ýja ekki að því að konuklám sé einhvern veginn hreinna því þá erum við komin í hring.Dagrún: Það skiptir máli að konur séu með rödd í þessu eins og öðru.Sigríður: Konur eru alveg með rödd þarna og þær eru að verða háværari og sterkari, en þá verða konur líka að mega vera neytendur.Erótíska bylgjan í kvennabókmenntum Konur hafa alltaf lesið klám og hver einasta rauða ástarsaga hefur á seinni árum innihaldið að minnsta kosti eina nokkurra blaðsíðna berorða samfaralýsingu. Það var þó ekki fyrr en með metsöluþríleik E.L. James um Gráu skuggana sem sú lestraránægja var fyrir alvöru dregin upp á yfirborðið og markaðssett sem klám fyrir konur. Síðan hefur riðið yfir holskefla erótískra bóka fyrir konur og ekkert lát virðist á flóðinu. Í nýjustu sögunum eru konurnar gjarnan eldri og reyndari, kunna meira fyrir sér í bólfiminni og hafa oftar en ekki frumkvæðið að kynferðislegum kynnum við karlmenn eða aðrar konur. Á vefsíðunni refinery29.com voru í vikunni kynntar til leiks ellefu nýjar erótískar skáldsögur fyrir konur. Fáir íslenskir höfundar hafa lagt fyrir sig erótísk skrif, ef frá er talin bókin Fantasíur og skáldsagan Elskhuginn. Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Þær Hildur Sverrisdóttir, Sigríður Dögg Arnardóttir og Dagrún Aðalsteinsdóttir hafa allar vakið athygli fyrir að færa umræðu um kynlíf kvenna á hærra plan, hver með sínum hætti. Fréttablaðið ræddi við þessar ungu og djörfu konur um allt sem tengist kynlífi og klámi, fantasíum og femínisma og mikilvægi þess að fólk fái að haga sér eftir eigin höfði. Blaðamaður hittir konurnar þrjár á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur. Við komuna eru þær sestar og byrjaðar að tala opinskátt um kynlíf og femínisma. Það er lítið annað í stöðunni en að setjast niður og hlusta á óheflaða umræðuna.Dagrún: Mér finnst umræðan í fjölmiðlum svolítið vera farin að snúast um að ritskoða efni, tónlistarmyndbönd eða hvaðeina. Þannig er umræðan um femínisma og kvenfrelsi komin á mjög skrítið stig og fjallar um það hvað er bannað og hvar stelpur mega standa, sérstaklega í þessum poppbransa. Talið berst þannig að tónlistarkonunni Miley Cyrus og myndbandi hennar við lagið Wreckingball.Dagrún: Mér finnst áhugavert hvað þessi hegðun er eitthvað bönnuð. Mér finnst skilaboðin sem er sífellt verið að senda konum vera þau að þær megi vera sætar og fallegar en aldrei „klámlegar“ eða „sóðalegar“.Of gróft inn í hugarheim kvennaHildur: Það er þessi pæling með hreinleikann, þetta sem hefur í rauninni verið kúgunartæki alla tíð og er enn. Ég fann fyrir þessu þegar ég gaf út fantasíurnar [Fantasíur], þá voru sumar álitnar góðar og aðrar vondar. Margir veltu fyrir sér hvort þessar vondu gætu yfirhöfuð verið skrifaðar af konum eða hvort þær væru of grófar til að þess að passa inn í hugarheim kvenna. Við fáum endalaust skilaboð um að konur eigi að vera hreinar og skírlífar og þetta er ekkert síður kúgunartæki heldur en klám.Sigríður: Þess vegna er klámnotkun kvenna tabú. Karlar hafa til að mynda oft áhyggjur af kynlífstækjum fyrir konur. Konur geta keypt sæði og farið svo upp í rúm með einhverju tryllitæki, þannig að ég velti því fyrir mér hvort það sé vegna þess að ef konur horfa á klám ofan á allt saman, þá upplifi karlanir sig endanlega óþarfa. Þá erum við líka komnar inn í einhvern heim sem er þeirra og það má ekki verða skörun þarna á milli.Dagrún: Það er rosalega gamalt fyrirbæri að kynverund og kona sem kynvera sé hættuleg, bara eins og gamla þjóðsagan um tenntu píkuna.Dagrún Aðalsteinsdóttir, Sigríður Dögg Arnardóttir, Hildur Sverrisdóttir, Druslustimpillinn Talið berst aftur að Miley og hvort það sé ekki bara eðlilegt að stúlkur á þeim aldri séu að uppgötva sig og kynvitund sína.Sigríður: Klárlega. Það tengist líka inn í umræðuna um Morfís og stúlkuna sem var þar sýnd á brjóstunum í heitum potti. Þetta er bara hluti af því að vera unglingur, þú ert að uppgötva og fagna líkama þínum. Þú ert að ögra líka, margir kannast við það að hafa striplast eitthvað og tekið kannski einhverjar nektarmyndir, sýna hvað þær þora. Miley fer svolítið langt í því og nær auðvitað mikilli dreifingu. Það væri gaman ef við heyrðum einhvern tímann um þetta frelsi, að fá að vera bara á brjóstunum án þess að það sé hin stóra skömm.Dagrún: Það þarf samt alltaf að passa sig á þessari grensu – um leið og þú ert orðin of klámleg eða einhvern veginn með of sterka kynferðislega vísan þá ertu komin yfir einhver mörk sem samfélagið samþykkir bara ekki.Sigríður: Það er eins og þú missir trúverðugleika þinn.Dagrún: Já, það er mjög skýr grensa þarna, hversu langt má fara. Við færum spjallið yfir í fordóma gagnvart konum og kynlífshegðun þeirra.Dagrún: Druslustimpillinn er það sem hvað helst brýtur niður verðmæti kvenna og hvernig þær eru metnar í samfélaginu og er notaður til félagslegrar stjórnunar. Sigríður: Við erum náttúrlega föst í kristninni og þeim boðskap. Við setjum okkur ótrúlega þröngan ramma. Í sögulegu samhengi erum við föst undir hælnum á þessum hefðum, maður – kona, hjónaband, bara tveir saman alltaf. Það er svo ópraktískt. Sjáið tölfræði yfir skilnaði og framhjáhöld. Þessi rammi sem við erum búin að setja okkur virkar augljóslega ekki. Það vantar bara meira frelsi. Frelsi til að stunda ekki kynlíf og stunda eins mikið af því og þú vilt með eins mörgum og þú vilt. Það er alveg jafn mikið að þér ef þú gerir ekkert, eins og ef þú gerir fullt. Við gefum einstaklingnum svo lítið svigrúm til þess einfaldlega að vera.Dagrún Aðalsteinsdóttir, Sigríður Dögg Arnardóttir, Hildur Sverrisdóttir, Úr kúgunartæki í valdatæki Spjallið færist yfir í vangaveltur um kynferðislega kúgun kvenna.Hildur: Það verður að taka inn í umræðuna að konur eru oft í aðstæðum þar sem þeim finnst þær þurfa að standa sig, finnst þær þurfa að vera á einhvern ákveðinn hátt. Þetta á sér örugglega mjög djúpar rætur í samfélagsgerðinni um að konur séu til þjónustu og allt þetta sem við þekkjum og er óþarfi að gera lítið úr. Það þarf að taka umræðuna á forsendum kvenna, gera þær sterkar í sínu hlutverki. Við gerðum það með rauðan varalit, með háhælaða skó, við erum alltaf að taka eitthvað sem er hægt að vísa í í sögulegu samhengi að hafi á einhverjum tímapunkti verið kúgunartæki á konur. En við ákveðum á einhverjum tímapunkti að segja nú er þetta orðið okkar valdatæki. Ég held að við eigum að líta á þetta þannig að hver og einn megi gera það sem hann vill svo lengi sem hann meiðir ekki aðra og reyna að snúa valdinu sér í hag. Það hlýtur að vera betra heldur en að þagga niður og banna allt saman þó að vissulega er hægt að færa rök fyrir því að það er stundum misnotað.BDSM er ekki ofbeldisklám Þær eru allar sammála um að klám sé alls ekki bara slæmt og að konur horfi vissulega á klám.Dagrún: Það er svo mikill tvískinnungur í samfélaginu. Við erum öll neytendur á þetta allt saman, lifum kynlífi, erum forvitin um klám en umræðan snýst öll um að þetta sé eitthvað afbrigðilegt.Sigríður: Við erum sífellt að hafa áhyggjur af unglingunum okkar, en miðaldra karlmenn eru helstu klámneytendurnir, ekki ungir strákar. Krakkar eru oft bara að leita sér upplýsinga eða nota þetta sem skemmtiefni.Hildur: Hluti af vandamálinu er hvernig við lítum á klám. Til dæmis þegar átti að banna ofbeldisklám, þá kvittuðu allir upp á að það væri eitthvað sem ætti að banna. Ég var aðeins að velta því fyrir mér sem sést ekki á skjánum en er ef til vill ekki síður ofbeldi. Það getur annars vegar verið mjög brútal klám, þar sem allir eru viljugir til að taka þátt en hins vegar kannski tvær konur að dúlla eitthvað hvor við aðra þar sem þær eru mögulega þvingaðar í þær aðstæður. Hvort er þá ofbeldisklám?Sigríður: BDSM er til dæmis oft tekið sem dæmi um ofbeldisklám, sem það þarf alls ekki að vera. Innan BDSM er strangt skilyrði fyrir samþykki um þátttöku.Konur leikstýra líka klámi.Dagrún: Það er rosalega lítið framboð af klámi sem er sérstaklega hugsað fyrir konur, en það er alveg til eins og ég benti á í greininni minni. Það er alltof mikið tabú að konur horfi á klám. Það er búið að segja okkur að það sé verið að níða okkur í því, þetta sé rangt en það er til fullt af klámi þar sem konur eru sýndar í jákvæðu ljósi, þar sem það snýst ekki um valdbeitingu og niðurlægingu heldur er kynlíf sýnt á raunsærri hátt og með meiri vídd.Sigríður: Já, það er til fullt af klámi sem konur leikstýra, þó að ekki sé allt klám sem konur leikstýra endilega til fyrirmyndar. Það er til indí-klám og sjálfsfróunarklám sem getur verið mjög upplýsandi fyrir konur.Hildur: Ég held það sé bara eðlilegt að það sé fjölbreytt flóra í þessum bransa eins og annars staðar. Það er mismunandi smekkur og mismunandi nálgun og þarna eru konur að færa sig upp á skaftið bara eins og í heiminum almennt, sem er eðlilegt. Það verður kannski bara að passa að ýja ekki að því að konuklám sé einhvern veginn hreinna því þá erum við komin í hring.Dagrún: Það skiptir máli að konur séu með rödd í þessu eins og öðru.Sigríður: Konur eru alveg með rödd þarna og þær eru að verða háværari og sterkari, en þá verða konur líka að mega vera neytendur.Erótíska bylgjan í kvennabókmenntum Konur hafa alltaf lesið klám og hver einasta rauða ástarsaga hefur á seinni árum innihaldið að minnsta kosti eina nokkurra blaðsíðna berorða samfaralýsingu. Það var þó ekki fyrr en með metsöluþríleik E.L. James um Gráu skuggana sem sú lestraránægja var fyrir alvöru dregin upp á yfirborðið og markaðssett sem klám fyrir konur. Síðan hefur riðið yfir holskefla erótískra bóka fyrir konur og ekkert lát virðist á flóðinu. Í nýjustu sögunum eru konurnar gjarnan eldri og reyndari, kunna meira fyrir sér í bólfiminni og hafa oftar en ekki frumkvæðið að kynferðislegum kynnum við karlmenn eða aðrar konur. Á vefsíðunni refinery29.com voru í vikunni kynntar til leiks ellefu nýjar erótískar skáldsögur fyrir konur. Fáir íslenskir höfundar hafa lagt fyrir sig erótísk skrif, ef frá er talin bókin Fantasíur og skáldsagan Elskhuginn.
Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“