Þrír tilnefndir í fyrsta sinn til Edduverðlauna Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. febrúar 2014 09:00 Ágúst Örn Wigum „Það gaman að fá tilnefningu þó að það séu ekkert sérstaklega margar myndir í pottinum,“ segir hinn 29 ára gamli Davíð Alexander Corno, en hann er tilnefndur í fyrsta sinn til Edduverðlaunanna fyrir klippingu á kvikmyndinni Hross í oss. Davíð er þó ekki sá eini sem hlýtur sína fyrstu tilnefningu í kvöld því leikararnir Styr Júlíusson sem er 21 árs gamall og Ágúst Örn Wigum, 12 ára, eru báðir tilnefndir sem leikari ársins í aðalhlutverki. Styr fyrir leik sinn í Fölskum fugli og Ágúst Örn fyrir leik sinn í Hvalfirði. „Ég er mjög þakklátur og þetta kemur skemmtilega á óvart,“ segir Styr spurður út í tilfinninguna. Ágúst Örn er að sama skapi þakklátur. „Það er sigur að fá tilnefningu og bara auka að vinna,“ bætir Agúst Örn við. Allir stefna þeir á enn frekari frama í leiklist og kvikmyndagerð. „Klippingin er góður skóli fyrir framhaldið held ég,“ segir Davíð en hann langar að fara meira út í handritaskrif og leikstjórn í framtíðinni. Styr segist ekkert endilega stefna á að fara í Leiklistarskólann en hann þreytti frumraun sína í kvikmyndaleik í Fölskum fugli. „Ég er alltaf að stússast í minni verkefnum með vinum mínum og langar að leggja leiklistina og kvikmyndagerð fyrir mig í framtíðinni. Ég stefni þó ekkert endilega á að fara í Leiklistarskólann,“ segir Styr. Hann nemur sem stendur kvikmyndafræði við Háskóla Íslands. Þegar Fréttablaðið náði tali af Ágústi Erni var hann á fullu við talsetningar í Stúdíói Sýrlandi. „Ég er að talsetja danska bíómynd en ég hef talsett myndir á borð við Flóttinn frá jörðu, Dino Time og þættina Stella og Steinn,“ útskýrir Ágúst Örn. Hann bætir við að hann hafi fengið talsverða athygli eftir að hafa leikið í Hvalfirði. Hann lék í leikritunum Oliver Twist og Macbeth. „Ég er að leika í Óvitum sem stendur.“ Davíð segir að nafn sitt hafi farið flakk eftir að Hross í oss kom út. „Mér var boðin vinna strax eftir að myndin kom út,“ segir Davíð sem vann að myndinni Sumarbörn í sumar. Þá er hann að vinna í eigin handriti og minni verkefnum hér og þar. „Á milli stóru verkefnanna eru menn mikið að vinna í sínu eigin efni,“ bætir Davíð við. Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
„Það gaman að fá tilnefningu þó að það séu ekkert sérstaklega margar myndir í pottinum,“ segir hinn 29 ára gamli Davíð Alexander Corno, en hann er tilnefndur í fyrsta sinn til Edduverðlaunanna fyrir klippingu á kvikmyndinni Hross í oss. Davíð er þó ekki sá eini sem hlýtur sína fyrstu tilnefningu í kvöld því leikararnir Styr Júlíusson sem er 21 árs gamall og Ágúst Örn Wigum, 12 ára, eru báðir tilnefndir sem leikari ársins í aðalhlutverki. Styr fyrir leik sinn í Fölskum fugli og Ágúst Örn fyrir leik sinn í Hvalfirði. „Ég er mjög þakklátur og þetta kemur skemmtilega á óvart,“ segir Styr spurður út í tilfinninguna. Ágúst Örn er að sama skapi þakklátur. „Það er sigur að fá tilnefningu og bara auka að vinna,“ bætir Agúst Örn við. Allir stefna þeir á enn frekari frama í leiklist og kvikmyndagerð. „Klippingin er góður skóli fyrir framhaldið held ég,“ segir Davíð en hann langar að fara meira út í handritaskrif og leikstjórn í framtíðinni. Styr segist ekkert endilega stefna á að fara í Leiklistarskólann en hann þreytti frumraun sína í kvikmyndaleik í Fölskum fugli. „Ég er alltaf að stússast í minni verkefnum með vinum mínum og langar að leggja leiklistina og kvikmyndagerð fyrir mig í framtíðinni. Ég stefni þó ekkert endilega á að fara í Leiklistarskólann,“ segir Styr. Hann nemur sem stendur kvikmyndafræði við Háskóla Íslands. Þegar Fréttablaðið náði tali af Ágústi Erni var hann á fullu við talsetningar í Stúdíói Sýrlandi. „Ég er að talsetja danska bíómynd en ég hef talsett myndir á borð við Flóttinn frá jörðu, Dino Time og þættina Stella og Steinn,“ útskýrir Ágúst Örn. Hann bætir við að hann hafi fengið talsverða athygli eftir að hafa leikið í Hvalfirði. Hann lék í leikritunum Oliver Twist og Macbeth. „Ég er að leika í Óvitum sem stendur.“ Davíð segir að nafn sitt hafi farið flakk eftir að Hross í oss kom út. „Mér var boðin vinna strax eftir að myndin kom út,“ segir Davíð sem vann að myndinni Sumarbörn í sumar. Þá er hann að vinna í eigin handriti og minni verkefnum hér og þar. „Á milli stóru verkefnanna eru menn mikið að vinna í sínu eigin efni,“ bætir Davíð við.
Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein