Lífið

Myndaði 21 einstakling með Downs

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Ljósmyndarinn Sigríður Ella Frímannsdóttir tók myndir af 21 einstaklingi með Downs-heilkenni fyrir útskriftarverkefnið sitt frá Ljósmyndaskólanum.
Ljósmyndarinn Sigríður Ella Frímannsdóttir tók myndir af 21 einstaklingi með Downs-heilkenni fyrir útskriftarverkefnið sitt frá Ljósmyndaskólanum. Vísir/Daníel
„Þetta var virkilega gaman og gekk vel að mynda. Stundum var ég bara ein með fyrirsætunni og stundum var fjölskyldan með en lykilatriðið var að ná góðu sambandi okkar á milli,“ segir ljósmyndarinn Sigríður Ella Frímannsdóttir.

Ljósmyndaverkið og útskriftarverkefni Sigríðar Ellu úr Ljósmyndaskólanum ber nafnið „Fyrst og fremst er ég…“ og samanstendur af portrettmyndum af tuttugu og einum einstakling með Downs-heilkennið.

Fyrirsæturnar eru á aldrinum 9 mánaða til 60 ára.

Kveikjan að verkefninu var viðtal sem Sigríður, eða Sigga Ella eins og hún er kölluð, heyrði í útvarpinu um siðferðisleg álitamál þess að nýta sér tæknina til þess að velja einstaklinga, einn frekar en annan, til þess að vera til. 



„Svo var systir pabba, Bergfríður Jóhannsdóttir, með Downs-heilkennið. Mér finnst þessar siðferðisspurningar umhugsunarverðar. Hvert stefnum við? Er hugsanlega verið að útrýma fólki með Downs-heilkenni?“ 

Það var grein eftir Halldóru Jónsdóttur, 30 ára gamla stúlku með Downs, sem vakti sérstakan áhuga hjá Siggu Ellu sem fékk Halldóru með í verkefnið og á sýningunni má svo lesa greinina hennar Halldóru en nafn sýningarinnar er vísun í texta Halldóru. 

 
Sýningin er í Lækningaminjasafninu við Nesstofu á Seltjarnarnesi og er opið frá kl 13 - 18 í dag og á morgun.
 

Óskar Margeirsson 60 ára

Christopher L. Dunham 9 mánaða

Sigrún Kjartansdóttir 10 ára

Svanur Jón Norðkvist 6 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.