Raki, mygla – meinsemd, meðul Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 2. júní 2014 00:00 Umræðan um vandamál af völdum raka og myglu í húsnæði hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Mannkyninu hefur enn ekki auðnast að vinna bug á þessari meinsemd þrátt fyrir miklar rannsóknir sem farið hafa fram á seinni tímum og þrátt fyrir hið flókna og umfangsmikla regluverk mannvirkjagerðar nútímans. Þetta gildir jafnt um Ísland sem og önnur lönd. Ég fagna umræðu um þetta mikilvæga málefni. Rannsóknir á myndun myglu, vexti og áhrifum hennar á fólk spannar yfir mörg fræðasvið, s.s. byggingaverkfræði, líffræði og læknisfræði. Skoða þarf málið með heildstæðum hætti og vinnur umhverfis- og auðlindaráðuneytið í því að skipa þverfaglegan starfshóp sem mun fara vandlega yfir málið og skila tillögum að úrbótum sem miða m.a. að því að koma í veg fyrir raka og myglusveppi í íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Vöxtur myglu í híbýlum manna getur orsakast af mörgum samverkandi þáttum, svo sem raka, hitastigi, loftskiptum, byggingarefnum, hönnun, framkvæmd og jafnvel lífsstíl fólksins sem býr í húsnæðinu. Til að mynda skiptir loftraki í íbúðarhúsnæði verulegu máli því kjöraðstæður geta skapast innandyra á stöðum eins og baðherbergjum, þvottaherbergjum, kjöllurum, bílskúrum og víðar. Þá geta léleg loftskipti ýtt undir myndun myglusveppa og því þarf að gæta þess að útloftun eða loftræsting sé góð. Ef sveppurinn nær sér á strik getur hann haft neikvæð áhrif á heilsu fólks, sem er misberskjaldað fyrir áhrifum hans. Jafnframt er mikilvægt að auka fræðslu og vitund fólks um þennan óboðna gest og það flókna samspil sem á sér stað í aðdraganda myglumyndunar. Sömuleiðis þarf að hvetja til rannsókna sem og efla gerð leiðbeininga vegna mannvirkjahönnunar og -gerðar. Skoða þarf hvort efla þurfi eftirlit með því að ákvæðum reglugerða á sviði byggingarmála sé framfylgt ásamt því hvort ástæða sé til að skerpa á lögum og reglum á viðkomandi sviði sem og lagaumhverfi vátrygginga og ábyrgðar. Því er brýnt að umræðan sé á þverfaglegum grunni svo heildstæð niðurstaða og lausn fáist til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Sjá meira
Umræðan um vandamál af völdum raka og myglu í húsnæði hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Mannkyninu hefur enn ekki auðnast að vinna bug á þessari meinsemd þrátt fyrir miklar rannsóknir sem farið hafa fram á seinni tímum og þrátt fyrir hið flókna og umfangsmikla regluverk mannvirkjagerðar nútímans. Þetta gildir jafnt um Ísland sem og önnur lönd. Ég fagna umræðu um þetta mikilvæga málefni. Rannsóknir á myndun myglu, vexti og áhrifum hennar á fólk spannar yfir mörg fræðasvið, s.s. byggingaverkfræði, líffræði og læknisfræði. Skoða þarf málið með heildstæðum hætti og vinnur umhverfis- og auðlindaráðuneytið í því að skipa þverfaglegan starfshóp sem mun fara vandlega yfir málið og skila tillögum að úrbótum sem miða m.a. að því að koma í veg fyrir raka og myglusveppi í íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Vöxtur myglu í híbýlum manna getur orsakast af mörgum samverkandi þáttum, svo sem raka, hitastigi, loftskiptum, byggingarefnum, hönnun, framkvæmd og jafnvel lífsstíl fólksins sem býr í húsnæðinu. Til að mynda skiptir loftraki í íbúðarhúsnæði verulegu máli því kjöraðstæður geta skapast innandyra á stöðum eins og baðherbergjum, þvottaherbergjum, kjöllurum, bílskúrum og víðar. Þá geta léleg loftskipti ýtt undir myndun myglusveppa og því þarf að gæta þess að útloftun eða loftræsting sé góð. Ef sveppurinn nær sér á strik getur hann haft neikvæð áhrif á heilsu fólks, sem er misberskjaldað fyrir áhrifum hans. Jafnframt er mikilvægt að auka fræðslu og vitund fólks um þennan óboðna gest og það flókna samspil sem á sér stað í aðdraganda myglumyndunar. Sömuleiðis þarf að hvetja til rannsókna sem og efla gerð leiðbeininga vegna mannvirkjahönnunar og -gerðar. Skoða þarf hvort efla þurfi eftirlit með því að ákvæðum reglugerða á sviði byggingarmála sé framfylgt ásamt því hvort ástæða sé til að skerpa á lögum og reglum á viðkomandi sviði sem og lagaumhverfi vátrygginga og ábyrgðar. Því er brýnt að umræðan sé á þverfaglegum grunni svo heildstæð niðurstaða og lausn fáist til framtíðar.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun