
Stöndum vörð um hjartað í Vatnsmýri
Til tíðinda dró þó þann 25. október sl. þegar undirrituð voru tvö samkomulög í Hörpu. Annað var undirritað af forsætisráðherra, innanríkisráðherra, borgarstjóra, formanni borgarráðs og forstjóra Icelandair Group og sneri að því að fresta lokun aðalflugbrautar, N/S-brautar, frá 2016 til 2022, til samræmis við gildandi samgönguáætlun og setja á laggirnar nefnd sem á að kanna til hlítar hvort önnur staðsetning finnist fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu.
Hitt samkomulagið varð til vegna þess að forsætisráðherra þvertók fyrir að skrifa undir þau ákvæði sem þar eru, meðal annars lokun neyðarbrautarinnar (NA/SV) og úthýsingu kennslu- og æfingaflugs af Reykjavíkurflugvelli. Þegar þetta var undirritað þá lá ekki fyrir áhættumat vegna lokunar á neyðarbrautinni eða möguleg staðsetning fyrir kennslu- og æfingaflug. Hins vegar lá fyrir að Reykjavíkurflugvöllur færi í ruslflokk á alþjóðlegan mælikvarða við lokun neyðarbrautarinnar.
Við þetta má ekki una. Ef enginn stendur vörð um miðstöð innanlandsflugs nú, þá er raunveruleg hætta á því að flugvallarandstæðingar í núverandi meirihluta borgarstjórnar fái tækifæri til að ljúka ætlunarverki sínu og rífa Reykjavíkurflugvöll í flumbrugangi þrátt fyrir að ljóst sé að um 72% borgarbúa sé því mótfallin. Það yrði þá ekki í fyrsta sinn sem meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins, nú Bjartrar framtíðar, færi í vanhugsaðar framkvæmdir sem spilla samgöngum, eins og dæmin sanna. Þar standa upp úr framkvæmdir við Hofsvallagötu, Borgartún, að ógleymdri Snorrabraut, sem spillt var þrátt fyrir öflug mótmæli Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á þeim grundvelli að það ógnaði öryggi íbúa norðurborgarinnar.
Þá er rétt að nefna að eftir að í hámæli komust draumkenndar og yfirgangssamar hugmyndir meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins við hverfisskipulag, þá sáu þau þann kostinn vænstan að fella eigin tillögur í borgarráði.
Vinnubrögð sem þessi, þar sem unnið er gegn vilja borgarbúa og reynt að fara á bak við þá, mega ekki líðast í opinberri stjórnsýslu. Stöndum vörð um vilja borgarbúa, kjósum Framsókn og flugvallarvini til að tryggja opna og faglega stjórnsýslu.
Skoðun

Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Erum við á leiðinni í hnífavesti?
Davíð Bergmann skrifar

Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð
Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar

Kæfandi klámhögg sveitarstjóra
Jón Trausti Reynisson skrifar

Klár fyrir Verslunarmannahelgina?
Ágúst Mogensen skrifar

Hið tæra illa
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta!
Guðmundur Björnsson skrifar

Hæðarveiki og lyf
Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Landsvirkjun hafin yfir lög
Björg Eva Erlendsdóttir skrifar

Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik
Sveinn Ævar Sveinsson skrifar

Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans
Sigurður Kári skrifar

Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir
Erna Guðmundsdóttir skrifar

Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning?
Ómar Torfason skrifar

Trump les tölvupóstinn þinn
Mörður Áslaugarson skrifar

„Já, hvað með bara að skjóta hann!“
Þórhildur Hjaltadóttir skrifar

Heimar sem þurfa nýja umræðu!
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Sársauki annarra og samúðarþreyta
Guðrún Jónsdóttir skrifar

Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim
Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar

Alþjóðalög eða lögleysa?
Urður Hákonardóttir skrifar

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar