Víkingar, rokk og saltfiskur 15. mars 2014 09:30 Rokkheimur Rúnars Júlíussonar rekur poppsöguna í myndum og tónum. Mynd/Rokkheimur Rúnars Júlíussonar Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin sjötta árið í röð um helgina. Ótrúlegur fjöldi áhugaverðra og skemmtilegra safna er að finna á þessum slóðum og eru mörg þeirra einstök í sinni röð. Nú gefst landsmönnum kostur á að skoða þau öll um helgina en ókeypis verður inn á öll söfn og viðburði Safnahelgarinnar. Valgerður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri menningarsviðs Reykjanesbæjar, segir markmið Safnahelgarinnar að kynna fyrir landsmönnum öll þau frábæru söfn og sýningar sem í boði eru á Suðurnesjum. „Það tekur enga stund fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu að renna í bíltúr hingað um helgina og upplifa þau skemmtilegu söfn og sýningar sem hér verða í boði. Auk þeirra munu fjölmargir veitingastaðir og gististaðir bjóða upp á góð tilboð um helgina.“ Fjölbreytnin í safnaflóru Suðurnesja er með ólíkindum miðað við stærð svæðisins. „Víkingaheimar standa alltaf fyrir sínu og um helgina mun nýtt víkingafélag kynna starfsemi sína þar. Rokkheimur Rúnars Júlíussonar kynnir poppsöguna fyrir gestum en Hljómar voru fyrsta bítlahljómsveit landsins. Landsmenn geta kynnt sér sköpun jarðar og nýtingu orkunnar í Orkuverinu Jörð og heimsótt íbúð Kanans sem gefur landsmönnum innsýn í lífið á Keflavíkurflugvelli þegar bandaríski herinn dvaldi hér.“ Suðurnesjamenn sóttu fast sjóinn áður þótt þeir geri það í minni mæli í dag. Sjósókn Suðurnesjamanna er kynnt á fjórum söfnum í þremur bæjarfélögum; Kvikunni í Grindavík, Byggðasafninu í Garði og Bátasafninu og Byggðasafninu í Duushúsum í Reykjanesbæ. „Bátasafnið er sérstaklega glæsilegt en það prýða yfir 100 bátalíkön og munir sem tengjast sjávarútvegssögu Íslendinga.“ Auk hefðbundinna safna verður margt annað í boði yfir helgina að sögn Valgerðar. „Boðið verður upp á margar spennandi gönguferðir, haldin verður saltfisksuppskriftakeppni og Skessan í hellinum verður auðvitað á sínum stað eins og alltaf og heilsar upp á gesti.“ Safnahelgin stendur yfir í dag laugardag og á morgun sunnudag. Nánari upplýsingar og dagskrá má finna á www.safnahelgi.is. Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin sjötta árið í röð um helgina. Ótrúlegur fjöldi áhugaverðra og skemmtilegra safna er að finna á þessum slóðum og eru mörg þeirra einstök í sinni röð. Nú gefst landsmönnum kostur á að skoða þau öll um helgina en ókeypis verður inn á öll söfn og viðburði Safnahelgarinnar. Valgerður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri menningarsviðs Reykjanesbæjar, segir markmið Safnahelgarinnar að kynna fyrir landsmönnum öll þau frábæru söfn og sýningar sem í boði eru á Suðurnesjum. „Það tekur enga stund fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu að renna í bíltúr hingað um helgina og upplifa þau skemmtilegu söfn og sýningar sem hér verða í boði. Auk þeirra munu fjölmargir veitingastaðir og gististaðir bjóða upp á góð tilboð um helgina.“ Fjölbreytnin í safnaflóru Suðurnesja er með ólíkindum miðað við stærð svæðisins. „Víkingaheimar standa alltaf fyrir sínu og um helgina mun nýtt víkingafélag kynna starfsemi sína þar. Rokkheimur Rúnars Júlíussonar kynnir poppsöguna fyrir gestum en Hljómar voru fyrsta bítlahljómsveit landsins. Landsmenn geta kynnt sér sköpun jarðar og nýtingu orkunnar í Orkuverinu Jörð og heimsótt íbúð Kanans sem gefur landsmönnum innsýn í lífið á Keflavíkurflugvelli þegar bandaríski herinn dvaldi hér.“ Suðurnesjamenn sóttu fast sjóinn áður þótt þeir geri það í minni mæli í dag. Sjósókn Suðurnesjamanna er kynnt á fjórum söfnum í þremur bæjarfélögum; Kvikunni í Grindavík, Byggðasafninu í Garði og Bátasafninu og Byggðasafninu í Duushúsum í Reykjanesbæ. „Bátasafnið er sérstaklega glæsilegt en það prýða yfir 100 bátalíkön og munir sem tengjast sjávarútvegssögu Íslendinga.“ Auk hefðbundinna safna verður margt annað í boði yfir helgina að sögn Valgerðar. „Boðið verður upp á margar spennandi gönguferðir, haldin verður saltfisksuppskriftakeppni og Skessan í hellinum verður auðvitað á sínum stað eins og alltaf og heilsar upp á gesti.“ Safnahelgin stendur yfir í dag laugardag og á morgun sunnudag. Nánari upplýsingar og dagskrá má finna á www.safnahelgi.is.
Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein