Finnst gott að hjálpa öðrum Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2014 12:00 Tónlistarkonan Rósa Guðmundsdóttir hefur lifað og starfað í New York undanfarinn áratug. Hún ætlar að kaupa sér inniskó um helgina og er með ótal spennandi verkefni í pípunum. „Síðan ég var barn hef ég haft sterka andlega tengingu við New York. Það er eins og mér hafi alltaf verið ætlað að koma hingað; eins og ég hafi þekkt borgina í fyrra lífi,“ segir Rósa sem fór að venja komur sínar til Stóra eplisins árið 1998 og hefur nú búið þar og starfað í áratug. „Það var meðvitað val að byggja upp líf mitt og starfsframa hér og þótt ég hafi vissulega heimþrá á stundum ligg ég ekki og kvelst vegna hennar. Ísland er og verður alltaf heima í hjarta mér en New York-borg er það líka.“ Rósa hefur í nógu að snúast og kemur víða við í daglegu amstri. „Á dæmigerðum degi er ég mikið á ferðinni við að vinna að hinum ýmsu verkefnum og hjálpa öðrum af mætti. Það lætur mér líða betur en nokkuð annað." Rósa segist kunna vel við sig í nafla alheimsins. Hún heldur ekki hópinn með öðrum Íslendingum í New York en segir það þó ekki viljandi gert. „Hér hef ég eignast vini sem eru mér eins og fjölskylda auk aragrúa fólks sem mér þykir afar vænt um. New York-búar eru yfirleitt opnir og víðsýnir í daglegum samskiptum. Þeir hafa heyrt flest og kynnst flestu sem eitt samfélag hefur að geyma og upp á að bjóða. Eftir hryðjuverkin 11. september 2001 breyttist samfélagsandinn í borginni verulega og varð miklu meira „til staðar“ og raunverulegri.“Erilsamt líf Ýmislegt leynt og ljóst einkennir líf Rósu um þessar mundir, eins og samningur við stórt umboðsfyrirtæki. „Ég vinn stöðugt að eigin tónlist og í samstarfi við umboðsfyrirtæki. Undanfarið hef ég líka unnið við endurútgáfu þekktrar teiknimyndar með frægum leikurum og tónlistarfólki. Alan Silvestri tónsetti myndina á sínum tíma og er einn af mínum uppáhalds kvikmyndatónsmiðum. Ég hoppa líka af og til í auglýsingaleik eða módelast og hef fengið tækifæri til að kynnast kvikmyndaheiminum og mörgum af stórstjörnum hans sem ég hef alltaf borið virðingu fyrir. Allt er þetta óskaplega gaman og gefandi.“ Rósa starfar í gjörvöllum skemmtanaiðnaðinum, fyrir framan og aftan myndavélar, við kvikmyndaframleiðslu, auglýsingagerð og upptökur á eigin tónlist. „Það er alltaf eitthvað spennandi að malla í mínum pottum og flest er nú skemmtilegt sem ég fæst við í lífi mínu og starfi og einstaklega gefandi.“ Rósa kemur til Íslands í lok marsmánaðar og fer þá á vinnufund í bandaríska sendiráðinu. „Erindið heim er vinnutengt en ég mun vitaskuld hitta ástvini og fjölskyldu þegar færi gefst. Ég sakna alltaf fólksins og fjölskyldunnar en held góðu sambandi að utan. Svo sakna ég auðvitað hreina vatnsins, loftsins og íslenskrar náttúru.“Sunnudagar til hjálpar Um helgina stendur mikið til hjá Rósu. „Ég þarf að mæta á tónlistarviðburðinn Big Indie Music Series, vinna í kvikmyndaverkefni, sinna pappírsmálum gagnvart kerfinu, hitta hóp af konum, fara með kynningu vegna forvarna hvers kyns fíknivanda og kaupa inniskó, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Rósa kát um ærin plön helgarinnar. „Það er annars rosalega misjafnt hvernig ég eyði helgunum verandi búsett í New York. Ég nota þó alltaf sunnudagana til að hitta fólk og hjálpa öðrum. Ég hef unnið í því að vera allsgáð frá öllum fíknum í meira en áratug og vil vera til staðar fyrir aðra sem leita til mín og þurfa leiðsögn varðandi þennan alltof algenga vanda." Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira
Tónlistarkonan Rósa Guðmundsdóttir hefur lifað og starfað í New York undanfarinn áratug. Hún ætlar að kaupa sér inniskó um helgina og er með ótal spennandi verkefni í pípunum. „Síðan ég var barn hef ég haft sterka andlega tengingu við New York. Það er eins og mér hafi alltaf verið ætlað að koma hingað; eins og ég hafi þekkt borgina í fyrra lífi,“ segir Rósa sem fór að venja komur sínar til Stóra eplisins árið 1998 og hefur nú búið þar og starfað í áratug. „Það var meðvitað val að byggja upp líf mitt og starfsframa hér og þótt ég hafi vissulega heimþrá á stundum ligg ég ekki og kvelst vegna hennar. Ísland er og verður alltaf heima í hjarta mér en New York-borg er það líka.“ Rósa hefur í nógu að snúast og kemur víða við í daglegu amstri. „Á dæmigerðum degi er ég mikið á ferðinni við að vinna að hinum ýmsu verkefnum og hjálpa öðrum af mætti. Það lætur mér líða betur en nokkuð annað." Rósa segist kunna vel við sig í nafla alheimsins. Hún heldur ekki hópinn með öðrum Íslendingum í New York en segir það þó ekki viljandi gert. „Hér hef ég eignast vini sem eru mér eins og fjölskylda auk aragrúa fólks sem mér þykir afar vænt um. New York-búar eru yfirleitt opnir og víðsýnir í daglegum samskiptum. Þeir hafa heyrt flest og kynnst flestu sem eitt samfélag hefur að geyma og upp á að bjóða. Eftir hryðjuverkin 11. september 2001 breyttist samfélagsandinn í borginni verulega og varð miklu meira „til staðar“ og raunverulegri.“Erilsamt líf Ýmislegt leynt og ljóst einkennir líf Rósu um þessar mundir, eins og samningur við stórt umboðsfyrirtæki. „Ég vinn stöðugt að eigin tónlist og í samstarfi við umboðsfyrirtæki. Undanfarið hef ég líka unnið við endurútgáfu þekktrar teiknimyndar með frægum leikurum og tónlistarfólki. Alan Silvestri tónsetti myndina á sínum tíma og er einn af mínum uppáhalds kvikmyndatónsmiðum. Ég hoppa líka af og til í auglýsingaleik eða módelast og hef fengið tækifæri til að kynnast kvikmyndaheiminum og mörgum af stórstjörnum hans sem ég hef alltaf borið virðingu fyrir. Allt er þetta óskaplega gaman og gefandi.“ Rósa starfar í gjörvöllum skemmtanaiðnaðinum, fyrir framan og aftan myndavélar, við kvikmyndaframleiðslu, auglýsingagerð og upptökur á eigin tónlist. „Það er alltaf eitthvað spennandi að malla í mínum pottum og flest er nú skemmtilegt sem ég fæst við í lífi mínu og starfi og einstaklega gefandi.“ Rósa kemur til Íslands í lok marsmánaðar og fer þá á vinnufund í bandaríska sendiráðinu. „Erindið heim er vinnutengt en ég mun vitaskuld hitta ástvini og fjölskyldu þegar færi gefst. Ég sakna alltaf fólksins og fjölskyldunnar en held góðu sambandi að utan. Svo sakna ég auðvitað hreina vatnsins, loftsins og íslenskrar náttúru.“Sunnudagar til hjálpar Um helgina stendur mikið til hjá Rósu. „Ég þarf að mæta á tónlistarviðburðinn Big Indie Music Series, vinna í kvikmyndaverkefni, sinna pappírsmálum gagnvart kerfinu, hitta hóp af konum, fara með kynningu vegna forvarna hvers kyns fíknivanda og kaupa inniskó, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Rósa kát um ærin plön helgarinnar. „Það er annars rosalega misjafnt hvernig ég eyði helgunum verandi búsett í New York. Ég nota þó alltaf sunnudagana til að hitta fólk og hjálpa öðrum. Ég hef unnið í því að vera allsgáð frá öllum fíknum í meira en áratug og vil vera til staðar fyrir aðra sem leita til mín og þurfa leiðsögn varðandi þennan alltof algenga vanda."
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira