Níræðir herramenn sjá um að flagga á leikdögum Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2014 07:00 Sigurkoss. Berglind Gunnarsdóttir smellir kossi á föður sinn Gunnar Svanlaugsson. Vísir/ÓskarÓ. „Við lukum fagnaðarlátunum á Hótel Stykkishólmi um miðnætti enda vinnudagur í dag og lífið heldur áfram,“ segir Gunnar Svanlaugsson, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, við Fréttablaðið en hann og hans fólk fögnuðu fyrsta Íslandsmeistaratitli kvennaliðs bæjarins á sunnudagskvöldið þegar konurnar sópuðu Haukum í lokaúrslitum. Sigurinn er eins konar hápunktur verkefnis sem Hólmarar lögðu af stað með árið 2009 þegar Ingi Þór Steinþórsson var fenginn til starfa, en hann þjálfar bæði liðin. Hann gerði karlaliðið að Íslands- og bikarmeisturum strax á fyrsta tímabili og er nú búinn að endurskrifa söguna í kvennakörfunni. „Við sóttum leiðtogann okkar suður og fórum reyndar aðeins fram úr okkur þarna strax á fyrsta tímabili þegar við verðum tvöfaldir meistarar í karlaflokki. Þarna ákváðum við að byggja ofan á allt það góða sem hafði verið gert áður. Í fyrra skrifaði ég svo undir nýjan þriggja ára samning við Inga Þór og af virðingu við hann sagði ég honum að ég sem formaður og mín stjórn myndum vera með honum í þessu partíi allan tímann,“ segir Gunnar. Umgjörð er eitthvað sem Snæfellingar taka alvarlega og telja hana hafa bein áhrif á frammistöðuna. „Það er vel mætt á leikina hérna. Það voru 600 manns á síðasta leik í þúsund manna bæjarfélagi. Við undirbúum okkur mjög vel fyrir leiki og þeim mun betur fyrir síðasta leik. Umgjörðin er það eina sem stelpurnar geta ekki gert neitt í en ef við stöndum okkur vel í því þá verða áhorfendur ánægðari og þá leggja stelpurnar ómeðvitað meira á sig,“ segir Gunnar, en það hafa allir í bænum sitt hlutverk.Páll Óskar og karlakór „Það er flaggað að morgni hvers einasta keppnisdags. Herramennirnir sem sjá um það fyrir mig eru á níræðisaldri. Þeir eru vaknaðir fyrstir og því best að semja við þá. Við erum búnir að leggja þetta upp þannig að nánast hver einasti bæjarbúi veit hvert hlutverk hans er á leikdegi.“ Gunnar og félagar fóru svo alla leið með umgjörðina í úrslitarimmunni. Þeir fengu Karlakór Reykjavíkur til að syngja þjóðsönginn fyrir fyrsta leik og Páll Óskar tróð svo upp á sunnudaginn. „Það er nú ekki hægt að sérpanta svona karlakór en við vorum svo heppnir að hann var í æfingabúðum hérna. Páll Óskar er tengdur þjálfaranum eins og hefur komið fram en hann er líka mikill vinur okkar og hjálpar okkur með danska daga. Hann tók „We are the champions“ fyrir okkur. Þetta var nú eflaust í fyrsta skipti sem hann les texta af blaði sem sýndi bara að þetta hefur hann aldrei gert áður. Þetta var alveg magnað hjá honum,“ segir Gunnar.Allir leggja sitt af mörkum Karla- og kvennadeildin í körfunni í Hólminum var sameinuð 2009 þegar þetta farsæla verkefni fór af stað. Gunnar segir að reksturinn árlega sé þetta 33-34 milljónir. Félagið nýtur stuðnings öflugra styrktaraðila en það leggur líka töluvert í púkkið sjálft. Í Stykkishólm fer enginn til að hvíla sig. „Við stýrum hérna jólaballinu á hverju ári, við þrífum hús, bónum bíla og sláum tún hjá fólki sem á hér sumarhús. Einnig sjáum við um ratleiki í samstarfi við Hótel Stykkishólm. Með þessu náum við okkur í mikla peninga og erum líka sýnileg. Þetta finnst fólkinu gott,“ segir Gunnar, en Snæfellingar leita því eðlilega uppi leikmenn sem tilbúnir eru að taka þátt í þessum pakka. „Það hefur enginn sagt nei heldur vill fólk miklu frekar koma hingað þegar það fréttir þetta.“ Að heyra Gunnar tala um Snæfellsliðið sitt er eins og að heyra nýbakaða móður tala um ungbarn sitt. Ástin er sönn. Það er því kannski smá kaldhæðni að hann á einmitt barn í liðinu en Berglind Gunnarsdóttir varð Íslandsmeistari með Snæfelli í gær. Í Haukum var svo önnur dóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir. „Ég er svo ríkur maður. Ég á fjögur yndisleg börn sem ég elska öll jafnmikið. Þegar þessir leikir eru í gangi þá segi ég ekki orð af virðingu við stelpurnar. Liðið mitt heitir auðvitað Snæfell en ég klappa fyrir því sem vel er gert. Ég er bara stoltur faðir að eiga stúlkur í báðum liðum. Það gerist ekki betra en það,“ segir Gunnar Svanlaugsson. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Hildur best í úrslitakeppninni Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells, var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar í Domino's-deild kvenna. 6. apríl 2014 21:15 Páll Óskar tók lagið fyrir Snæfellinga | Myndir Páll Óskar Hjálmtýsson söng We are the Champions fyrir nýkrýnda Íslandsmeistara Snæfells í kvöld. 6. apríl 2014 22:05 Ingi Þór: Algjör tilfinningarússibani "Þetta venst aldrei, sama hversu marga titla maður er búinn að vinna," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. 6. apríl 2014 22:56 Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Haukar 69-62 | Snæfell meistari í fyrsta sinn Snæfell vann í kvöld sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í kvennaflokki eftir að hafa sópað Haukum, 3-0, í lokaúrslitunum. 6. apríl 2014 00:01 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
„Við lukum fagnaðarlátunum á Hótel Stykkishólmi um miðnætti enda vinnudagur í dag og lífið heldur áfram,“ segir Gunnar Svanlaugsson, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, við Fréttablaðið en hann og hans fólk fögnuðu fyrsta Íslandsmeistaratitli kvennaliðs bæjarins á sunnudagskvöldið þegar konurnar sópuðu Haukum í lokaúrslitum. Sigurinn er eins konar hápunktur verkefnis sem Hólmarar lögðu af stað með árið 2009 þegar Ingi Þór Steinþórsson var fenginn til starfa, en hann þjálfar bæði liðin. Hann gerði karlaliðið að Íslands- og bikarmeisturum strax á fyrsta tímabili og er nú búinn að endurskrifa söguna í kvennakörfunni. „Við sóttum leiðtogann okkar suður og fórum reyndar aðeins fram úr okkur þarna strax á fyrsta tímabili þegar við verðum tvöfaldir meistarar í karlaflokki. Þarna ákváðum við að byggja ofan á allt það góða sem hafði verið gert áður. Í fyrra skrifaði ég svo undir nýjan þriggja ára samning við Inga Þór og af virðingu við hann sagði ég honum að ég sem formaður og mín stjórn myndum vera með honum í þessu partíi allan tímann,“ segir Gunnar. Umgjörð er eitthvað sem Snæfellingar taka alvarlega og telja hana hafa bein áhrif á frammistöðuna. „Það er vel mætt á leikina hérna. Það voru 600 manns á síðasta leik í þúsund manna bæjarfélagi. Við undirbúum okkur mjög vel fyrir leiki og þeim mun betur fyrir síðasta leik. Umgjörðin er það eina sem stelpurnar geta ekki gert neitt í en ef við stöndum okkur vel í því þá verða áhorfendur ánægðari og þá leggja stelpurnar ómeðvitað meira á sig,“ segir Gunnar, en það hafa allir í bænum sitt hlutverk.Páll Óskar og karlakór „Það er flaggað að morgni hvers einasta keppnisdags. Herramennirnir sem sjá um það fyrir mig eru á níræðisaldri. Þeir eru vaknaðir fyrstir og því best að semja við þá. Við erum búnir að leggja þetta upp þannig að nánast hver einasti bæjarbúi veit hvert hlutverk hans er á leikdegi.“ Gunnar og félagar fóru svo alla leið með umgjörðina í úrslitarimmunni. Þeir fengu Karlakór Reykjavíkur til að syngja þjóðsönginn fyrir fyrsta leik og Páll Óskar tróð svo upp á sunnudaginn. „Það er nú ekki hægt að sérpanta svona karlakór en við vorum svo heppnir að hann var í æfingabúðum hérna. Páll Óskar er tengdur þjálfaranum eins og hefur komið fram en hann er líka mikill vinur okkar og hjálpar okkur með danska daga. Hann tók „We are the champions“ fyrir okkur. Þetta var nú eflaust í fyrsta skipti sem hann les texta af blaði sem sýndi bara að þetta hefur hann aldrei gert áður. Þetta var alveg magnað hjá honum,“ segir Gunnar.Allir leggja sitt af mörkum Karla- og kvennadeildin í körfunni í Hólminum var sameinuð 2009 þegar þetta farsæla verkefni fór af stað. Gunnar segir að reksturinn árlega sé þetta 33-34 milljónir. Félagið nýtur stuðnings öflugra styrktaraðila en það leggur líka töluvert í púkkið sjálft. Í Stykkishólm fer enginn til að hvíla sig. „Við stýrum hérna jólaballinu á hverju ári, við þrífum hús, bónum bíla og sláum tún hjá fólki sem á hér sumarhús. Einnig sjáum við um ratleiki í samstarfi við Hótel Stykkishólm. Með þessu náum við okkur í mikla peninga og erum líka sýnileg. Þetta finnst fólkinu gott,“ segir Gunnar, en Snæfellingar leita því eðlilega uppi leikmenn sem tilbúnir eru að taka þátt í þessum pakka. „Það hefur enginn sagt nei heldur vill fólk miklu frekar koma hingað þegar það fréttir þetta.“ Að heyra Gunnar tala um Snæfellsliðið sitt er eins og að heyra nýbakaða móður tala um ungbarn sitt. Ástin er sönn. Það er því kannski smá kaldhæðni að hann á einmitt barn í liðinu en Berglind Gunnarsdóttir varð Íslandsmeistari með Snæfelli í gær. Í Haukum var svo önnur dóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir. „Ég er svo ríkur maður. Ég á fjögur yndisleg börn sem ég elska öll jafnmikið. Þegar þessir leikir eru í gangi þá segi ég ekki orð af virðingu við stelpurnar. Liðið mitt heitir auðvitað Snæfell en ég klappa fyrir því sem vel er gert. Ég er bara stoltur faðir að eiga stúlkur í báðum liðum. Það gerist ekki betra en það,“ segir Gunnar Svanlaugsson.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Hildur best í úrslitakeppninni Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells, var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar í Domino's-deild kvenna. 6. apríl 2014 21:15 Páll Óskar tók lagið fyrir Snæfellinga | Myndir Páll Óskar Hjálmtýsson söng We are the Champions fyrir nýkrýnda Íslandsmeistara Snæfells í kvöld. 6. apríl 2014 22:05 Ingi Þór: Algjör tilfinningarússibani "Þetta venst aldrei, sama hversu marga titla maður er búinn að vinna," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. 6. apríl 2014 22:56 Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Haukar 69-62 | Snæfell meistari í fyrsta sinn Snæfell vann í kvöld sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í kvennaflokki eftir að hafa sópað Haukum, 3-0, í lokaúrslitunum. 6. apríl 2014 00:01 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Hildur best í úrslitakeppninni Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells, var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar í Domino's-deild kvenna. 6. apríl 2014 21:15
Páll Óskar tók lagið fyrir Snæfellinga | Myndir Páll Óskar Hjálmtýsson söng We are the Champions fyrir nýkrýnda Íslandsmeistara Snæfells í kvöld. 6. apríl 2014 22:05
Ingi Þór: Algjör tilfinningarússibani "Þetta venst aldrei, sama hversu marga titla maður er búinn að vinna," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. 6. apríl 2014 22:56
Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Haukar 69-62 | Snæfell meistari í fyrsta sinn Snæfell vann í kvöld sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í kvennaflokki eftir að hafa sópað Haukum, 3-0, í lokaúrslitunum. 6. apríl 2014 00:01