Listamannaávarpið! Helgi Valgeirsson skrifar 8. apríl 2014 08:54 Ég ætla að reyna í stuttu máli að gera grein fyrir því ljóðræna í eðli mannsins, sköpunareðlinu. Það er að segja einu þokukenndasta hugtaki sem finnst í nútímasamfélagi, hugtakinu „list“. Hið eina sem hægt er að vita milliliðalaust er að maður er til! Upplýsingar um allt annað koma í gegn um skynfærin og öll skynfærin er hægt að blekkja. Hin eiginlega sköpun „trú“ býr því hið innra með manneskjunni og er grunnflötur allrar sköpunar mannsins hverju nafni sem hún nefnist. Skáldskapur, heimspeki og vísindi þurfa mikla ástundun til að bera ávöxt og listamaðurinn og listir verða ekki aðskilin hvort frá öðru. Með allt þetta að leiðarljósi vil ég svara spurningunni: „Hvað er list?“ Og mögulega hvað list ekki er og hversvegna það er áríðandi að listir og menning blómstri í samfélaginu.1. Listamaður Listamaðurinn fæðist sem manneskja og er þar af leiðandi manneskja. Allir hafa fræ sköpunareðlisins í sér. Sumir eru áhugasamir um listir án þess að sinna því nokkuð og það eru ekki allir sem sjá neina sérstaka ástæðu til að rannsaka eigin sköpunargáfu. En sem betur fer geta allir notið lista því að það krefst þess eins að vera sjálfur maður. Í gamla daga var listamaðurinn álitinn laginn handverksmaður sem í mörgum tilvikum færði skilaboð til samfélagsins frá Guði t.d. í formi myndlistar eða tónlistar. Það má alveg spyrja sig hvort þetta sé eitthvað öðruvísi nú til dags. Listamaðurinn verður fyrir áhrifum af ytri aðstæðum eins og allir aðrir en greiðir úr áhrifunum innra með sér. Þegar öllu er á botninn hvolft er list ekki neitt annað en leikur manneskju með eigin tilfinningar, huga og sjálf, leikur sem hvort sem það þykir gott eða vont, getur bergmálað innra með öðrum. Þetta er leikur með boðskap og visku sem á upphaf sitt í sál einstaklingsins, og hver veit hvar sálin á rætur sínar. Í innsta eðli sínu vinnur listamaðurinn út frá eigin lífi og miðar upplifanir sínar og athuganir út frá sínum eigin sjónarhól og engu öðru. Listamaðurinn stingur sér á kaf í sálardjúp sín í leit að innri persónulegum perlum. Perlum sem hafa fallið á lífsleiðinni niður í sálarbrunn hans og fundið góð vaxtarskilyrði í botnleðjunni í innsta sálarkima listamannsins, vaxa þar og dafna af reynslu hans og skilningi á reynslu annarra. Listamaðurinn ber með sér upp á yfirborðið þroskaðar perlur, sem með tíð og tíma sáldrast af gjafmildi yfir sköpunargleði annars fólks, samfélaginu til næringar, gagns og gleði. Til langs tíma litið er listamaðurinn persónulegur og uppbyggjandi í gerðum sínum. Hann ryður sína eigin braut og aðrir fylgja í kjölfarið. Líf listamannsins þarf að lesa aftur á bak því að allir byrja tungumálið á gúgú, gaga, líka skáld. Listamaðurinn þolir því illa utanaðkomandi þrýsting um að gera gagn í leitinni inn á við, því að listin er mjög persónuleg fyrir listamanninn, sem gerir það sem honum sjálfum gott þykir, án þess að láta sig skipta of miklu máli hvað hann ber úr býtum eða hvað öðrum finnst. Ríkjandi viðhorf í samfélaginu um hvað telst rétt og hvað telst rangt setur höft sem geta fjötrað listamanninn. En vegna þess að listamaðurinn sækir efnivið í verk sín, inn í sjálfan sig, getur honum fundist hann frjáls þótt hann feti þrönga stigu. Sumir listamenn vaxa og verða stórir og einhverjir nógu stórir til að færa út mörk.2. Listamaður og samfélag Samfélagið hefur tilhneigingu til að líta á listir sem eitthvert skraut, sem tekið er upp á tyllidögum, og hefur því miður lítinn áhuga á slíku þar fyrir utan nema það gefi vel af sér! Innan samfélagsins er gjarna litið á listamann sem þénar vel á list sinni með velþóknun en listamaður sem á erfitt uppdráttar er oft litinn hornauga og talinn vera einhver letingi. Eðli listamannsins er oft ruglað saman við eðli slæpingjans. Bæði þessi hugtök lýsa lífsmáta! Slæpinginn eyðir tíma sínum í dagdrauma og kemur sér undan að bera ábyrgð á sjálfum sér og öðrum. Það má vera að einhverjum virðist að sumum hlotnist viðurkenning auðveldlega fyrir störf sín og hún berist þeim á silfurfati, á meðan aðrir þurfa að leggja hart að sér til að hljóta viðurkenningu. En listamaður sem hefur náð góðum árangri við störf sín hefur venjulega lagt hart að sér til að ná þeim árangri eins og allir aðrir sem ná árangri. Listamaðurinn er virkur öllum stundum þótt ekki sé alltaf auðvelt að koma auga á það og hann hefur á ákveðinn hátt sama sess í samfélagi nútímans og seiðkarlinn (shaman) hafði í samfélögum fyrri tíma. Listamaðurinn lítur veröldina öðru ljósi og hann hefur persónuleg verkfæri til að sýna það. Frelsi er ótakmarkað því að allir hafa val um að taka aðstæðunum eins og þær eru og gera eitthvað úr þeim, eða ekki. En ótakmarkað frelsi einstaklingsins krefst eigin ábyrgðar og frjáls einstaklingur má búast við að þurfa að horfast í augu við eigin gjörðir og vera tilbúinn að taka mögulegum afleiðingum verka sinna. Einnig er þörf á að muna að það sem maður getur gert er ekki endilega það sem maður gerir eða vill gera. Svo er líka hægt að láta sér standa á sama um flest. Í samfélagi nútímans eru miklar kröfur um framleiðslu og hagnað. Allir vilja verða ríkir með ógnarhraða! Listamaðurinn stendur oft höllum fæti hvað þetta snertir. Hann er í innsta eðli sínu athafnamanneskja með hugsjónir. Að setja hugsjónir í framkvæmd tekur tíma og krefst fjármagns svo að sanngjarnt hlýtur að vera að spyrja: „Hver á að borga brúsann fyrir listir í samfélaginu?“ Svarið er einfalt. Samfélagið á að borga fyrir listir í samfélaginu. Listamaðurinn er hluti af samfélaginu og það er engin ástæða til að vanmeta framlag hans til þess. Listamaður fæðir af sér listaverk, mörg eða fá, stór eða smá. Kaup og sala á list setur af stað framleiðslu, hreyfingu fjármagns og veltu, stundum gerist það fljótt og stundum hægt. En ljós á gullþúfum, mýrarljós og annað villandi ljósblik getur villt um fyrir fólki. Almenningi getur líka reynst erfitt að skilja uppátæki listamannsins frá einum tíma til annars. Listamaðurinn fær oft sína fyrstu og eða mestu viðurkenningu frá samfélaginu þegar lífsverki hans er lokið eða að honum látnum og hægt er að skoða það í víðu samhengi. Listamanni sem auðnast að vekja athygli í samfélaginu fyrir andlát sitt getur ef hann er heppinn notið velgengni sinnar meðan hann lifir en samfélagið nýtur ávaxta listamannsins um aldur og ævi. Listir lifa áfram þótt listamaðurinn sé allur og halda því áfram að gefa af sér hagnað með ýmsu móti. Stuðningur við listamann, hver sem hann er, kemur því samfélaginu eingöngu til góða í víðara samhengi.3. Listamaðurinn gengur oft í berhögg við viðhorf samfélagsins og afsakar það ekki! Ekki er þó þar með sagt að allt ofbeldisfólk eða grófir einstaklingar séu listamenn, ekki frekar en að allt kurteist, hlýtt og umhyggjusamt fólk sé ekki listafólk. En listamaðurinn setur oft á tíðum fram nýja framsækna hugsun án þess að sætta sig við málamiðlun, hugsun sem í fljótu bragði getur reynst samfélaginu erfitt að gangast við. Þegar svo samfélagið hefur gengist við nýjum lausnum og leiðum sýnir sig að þær eru notadrjúgar í daglegu lífi hins almenna borgara og eru þá ekki lengur litnar hornauga. Á öllum tímum geta risið upp deilur og ósætti manna á milli um hvern ber að telja listamann í samtímanum og hvern ekki. Erfitt er að búa til uppskrift að því hvern skal kalla listamann og hvern ekki, vegna þess að listamaðurinn býr í öllu fólki þótt það séu aðeins fáir sem leggja það á sig að fara alla leið, þann krókótta stíg að gera listir að aðalstarfi sínu. Við fæðumst öll til lífsins og yfirgefum það aftur, kynslóð eftir kynslóð, og höfum hvert fyrir sig eigin skoðun á því hvað er list og hvað er ekki list. Listamaður sem er viðurkenndur í dag getur verið gleymdur á morgun og öfugt, en allir listamenn eiga það sameiginlegt að þeir hafa varanleg áhrif á umhverfi sitt þótt það geti gleymst með tíð og tíma hver gerði hvað og hversvegna, enda skiptir það litlu máli þegar upp er staðið. Þrátt fyrir að erfitt sé að vera sammála um hvern skal kalla listamann og hvern ekki breytir það ekki þeirri staðreynd að listamaðurinn er jafn nauðsynlegur hluti af samfélaginu og allir aðrir. Hann tekur þátt í að skapa það og breyta því ásamt öllum hinum. Listamaðurinn er nauðsynlegur, merkjanlegur og virkur hluti af lifandi samfélagi og hann má heyra, sjá og finna í öllum lögum mannlegs samfélags.4. Listamaður eða eitthvað annað Ásamt listamanninum er til annað fólk í samfélaginu sem kallar sig listamenn. Að skapa list krefst mikils tíma, nálægðar og opins huga eins og hjá barni sem leikur sér. En leikur barns sem hlær og skemmtir sér er bláköld alvara. Að dvelja í sjálfum sér er ákaflega tilfinningaþrungin upplifun og barn sem er rifið of harkalega frá leik sínum getur brugðist illa við trufluninni eins og margir foreldrar þekkja. Leikir barna eru þeim eðlislægir og heyra til þroska þeirra. Heiðarlegur leikur reynir á líkama, hug og sál í sömu andrá. Listin hefur mörg birtingarform en í kjarna sínum er hún blátt áfram leikur, og leikur listamannsins er, á sama hátt og hjá barni, eðlislægur hluti af þroska listamannsins. Það má vera að sumum finnist það að skapa listir áhyggjulaus iðja og ekkert alvöru starf en það er öðru nær ef maður reynir sjálfur af einhverri alvöru. Listsköpun krefst þess að maður hafi eitthvað að segja, og það að tala er ekki endilega það sama og að segja eitthvað. Einstaklingar á flótta undan sjálfum sér laðast gjarna að því sem lítur út fyrir að vera auðvelt og skemmtilegt. Þegar það svo kemur í ljós að listsköpun er ekki eins auðveld í framkvæmd og virðast kann við fyrstu sýn, heldur krefst vinnusemi og óskertrar athygli, er hætt við að reynt sé að stytta sér leið. Í því felst að látast. Í staðinn fyrir að keppast við, líta í eigin barm, finna sjálfan sig og vinna út frá því er hermt eftir öðrum með smávægilegum breytingum. Það sem er framleitt, er sótt í smiðju annarra listamanna og líkist þessvegna list í augum margra og selst kannski ódýrt í stóru upplagi eða sem orginalar fyrir svimandi fjárhæðir. Vegna þess að framleiðsla slíkra verka virðist vera list í augum margra má kalla þessháttar stúss „einsoglist“. Frumleiki einsog-listamannsins er lítill og á fátt skylt með list vegna þess að hann brynnir ekki hestum sínum í eigin sálarbrunni. Í stað þess að vinna vegna þess að verkefnið heillar leggur einsog-listamaðurinn áherslu á að selja framleiðslu sína. En það að selja listaverk er ekki það sama og að skapa listaverk. Athöfnin sjálf, vegferð tjáningar með boðskap, er ekki áríðandi fyrir einsog-listamann heldur að þéna mikið eða lítið. Sem betur fer fyrir einsog-listamanninn á hann oft auðveldara uppdráttar heldur en listamaðurinn við að aðlaga sig kröfum samtímans um framleiðslu og hagnað. Hinsvegar er það skammvinn gleði og ánægja að ná athygli almennings í samfélaginu, í stutta stund sem sirkusapi og ekki endilega jafngildi listsköpunar, því til lengri tíma litið eru áhrifin hverfandi. Þar sem einsog-listamanninn vantar frumleika er ekki hægt að kalla hann listamann, ekki einu sinni misheppnaðan listamann. Einsog-listamaðurinn er einsog-listamaður.5. Hobbí-listamaður Margir aðrir en listamenn spreyta sig á listsköpun og eiga fulla virðingu skilið fyrir það og ófáir hafa listir fyrir tómstundaiðju. Oftast stundar hobbílistamaðurinn venjulega launaða vinnu og hefur það sem fjárhagslegan grundvöll fyrir tómstundagamni sínu. Einhverjir heppnir geta þó með tímanum gert tómstundaiðju sína að atvinnu sinni. Hobbí-listamaður reynir ekki að þykjast vera eitthvað annað en hann er. Engin ástæða er til að efast um dugnað hobbí-listamannsins, en sköpunverk hans hafa litla þýðingu því að hann vantar boðskap, eigin persónuleika í verk sín. Persónan er gjarna áhugasöm um hvernig hlutirnir eru gerðir, „handverkið“, en er óviss um hvernig á að nota hæfileikana. Góður listamaður er venjulega reglulega flinkur handverksmaður innan sinnar greinar en handverkið er í sjálfu sér ekki list heldur handverk, og til að verða góður handverksmaður þarf maður að hafa mikið fyrir að æfa sig. Hinsvegar er góður handverksmaður ekki endilega skapandi. Arkitekt skapar hús en venjulega er það ekki hann sem reisir húsið heldur er það handverksmaðurinn sem byggir það. Hæfileikar hobbí-listamannsins og áhugi eru ekta og ekki ómögulegt að þeir þroskist. Á ákveðnu tímabili í lífi sínu getur persónan staðið frammi fyrir því erfiða vali að halda áfram að vera hobbí-listamaður eða láta freistast og útnefna sjálfan sig sem listamann án þess að líta inn á við og finna sjálfan sig. Með öðrum orðum, að verða einsog-listamaður. Að lokum getur hobbí-listamaðurinn fundið köllun sína og stigið það erfiða skref að finna boðskap sinn sem hann síðan flytur samfélaginu sem raunverulegur listamaður. Hobbí-listamaðurinn skoðar gjarna í smiðju listamannsins en hann reynir ekki að verða ríkur á kostnað annarra. Persónan viðurkennir fyrir sjálfri sér og öllum öðrum að hún er manneskja sem stundar hobbí. Að líkja eftir (kopiera) er ekki sama og að stæla. Eftirlíking er eftirlíking og það er sama hve góð eftirlíkingin er, hún verður aldrei frumverk (orginal.) Í aldaraðir hafa margir æft sig í að líkja eftir verkum annara listamanna, en listamaðurinn rífur sig að lokum lausan frá æfingunum, verður fyrir áhrifum frá öðrum listamönnum en finnur sína eigin leið. Að stæla er, á hinn bóginn, það að herma eftir því sem aðrir gera og eigna sér það. Hobbí-listamaðurinn reynir ekki að kalla sig listamann og verður aldrei, ekki frekar en einsog-listamaðurinn, kallaður listamaður, heldur hobbí-listamaður.6. Misheppnaðir listamenn Misheppnaður listamaður kafar í sálardjúp sín eins og listamaðurinn, hefur fundið sjálfan sig en týnt sér aftur. Hann ryður sér braut, slær glýju í augu fólks með blindandi hugsjónum, og með glópagulli getur hann lokkað fólk til fylgilags við sig. Með undirferli beitir hann öllum miðlum til að ná takmarki sínu og áður en nokkurn varir reynast hugsjónir hans tálsýnir einar og breiðar brautir ófæruflag. Eins og listamannsins er minnst er hins misheppnaða listamanns oft minnst eftir dauða sinn, en andstætt minningunni um listamanninn er minning misheppnaða listamannsins sjaldnast tengd við listir. Misheppnaðir listamenn eru hættulegt fólk því að þeir eru meðvitaðir og frumlegir í hugsun, orðum og gerðum en með neikvæðum formerkjum. Adolf Hitler var eldhugi og hafði mikinn listrænan metnað. Hann fékk í byrjun sterkan mótvind frá samfélaginu en hvort hann var geðveikur eða ekki er enn til umræðu. Hitler málaði og teiknaði myndir, sumar ansi laglegar og yndislegar. Hann hafði mikla ánægju af klassískri list, sér í lagi arkitektúr sem hann áleit æðra flestu öðru á sviði byggingarlistar. En sökum þess að skoðanir Hitlers, listrænn boðskapur og ástríða fékk ekki almennan meðbyr innan samfélagsins gerði hann, í skjóli gríðarlegra persónukrafta sinna, tilraun til að byggja upp nýtt samfélag sem hann stýrði sjálfur og hentaði honum betur. Til þess notaði hann kraftmikil áhöld, hann notaði ofbeldi. En ofbeldi er eins og sterkt meðal! Það hefur örugglega áhrif á sjúklinginn en aukaverkanirnar eru ófyrirsjáanlegar og geta haft hræðilegar afleiðingar. Lífshlaup Adolfs Hitlers bergmálar ennþá í nútímasamfélagi en umræður um frægðarsól hans og líf skilja sjaldnast eftir sig hugmyndir um að hann hafi verið listamaður.7. Maður fæðist, lifir og deyr! List hefur tilhneigingu til að lifa áfram efir sköpun sína og lifa skapara sinn. Listrænt innihald, boðskapur og persónuleiki mynda undirstöður í góðu listaverki og verður til þess að verkið er dáð um aldir. Hinsvegar hverfur einsog-list að mestu inn í algleymi eilífðarinnar, sem persónulausar dægurflugur, oft löngu á undan skapara sínum. En það er ástæða til að veita því athygli að sumt sem álitið er einsog-list í dag getur átt það til að standast tímans tönn og birt sig sem raunveruleg list. Á hverjum tíma er til fólk sem getur með nokkurri vissu komið auga á hvað er raunveruleg list sem kemur til með að lifa áfram og hvað ekki. En það er tíminn einn sem er hinn endanlegi hái dómari um hvað er list og hvað ekki er list. Sál getur snert sál með listinni í gegnum haf tímans. Það eru t.d. til listaverk frá fornum tímum sem ómögulegt er að gera endanlega grein fyrir. Hellamálverk, höggmyndir og fleira. Sum þessi verk eru háþróuð list sem við höfum litlar hugmyndir um hvernig ber að túlka en þau hrífa samt. En það eru þó ekki allir fornmunir listaverk. Listaverk geta auðveldlega týnst eins og annað en þau sem ná að lifa af í tímans rás í krafti innihalds og boðskapar, en verða ekki bara gömul án þess að eyðileggjast eða týnast, er hægt með nokkurri vissu að kalla sanna list. Án efa eru margir sem ganga um heiminn með sannan listamann í hjartanu en ná aldrei að birta hann. Að lifa er áhætta fyrir alla og örugg framtíð er hvergi til. Að bæla niður listamanninn í sjálfum sér og beygja sig fyrir þörfum og kröfum samfélagsins er ekki endilega ávísun á ömurlegt líf, ekki frekar en að það sé trygging fyrir hamingjusömu lífi að teygja sig innávið eftir listamanninum í sjálfum sér. Ekkert er rétt og ekkert er rangt aðeins ímyndunaraflið setur mörk. En á einn eða annan hátt kemur listamaðurinn alltaf upp á yfirborð samfélagsins og sprengir ramma þess. Listamaður er í mörgum tilvikum mjög margbrotinn persónuleiki sem fer sínar eigin leiðir. Skapandi eðli býr í öllum mönnum en það eru ekki allir sem gefa sig að því að skapa. Listamaðurinn er manneskja sem sækir inn á við og finnur listina innra með sér. Þannig er það ekki listamaðurinn sem skapar listina heldur er það listin sem skapar listamanninn. Allir geta skrúfað ljósaperu í ljósastæði en enginn kallar sig rafvirkja fyrir það eitt. Það eitt að vera góður að spila á píanó, flinkur að teikna, mála eða hafa gengið í listaskóla gerir mann ekki sjálfkrafa að listamanni. Listin er andleg innri vinna sem er gerð sýnileg í hinum ytri veraldlega heimi með ýmsum hætti. Hún sprettur frá sálinni og því er listin ekki sókn eftir frægð eða peningum. Allir þurfa að borða, drekka og halda hlýju á kroppnum en sálin þarf enga viðurkenningu aðra en sína eigin og ekki frekar en tilfinningarnar biður listin nokkurn um lof, hún birtist bara. Þess vegna getur listamaður snert við kjarnanum í fólki og orðið við það frægur og ríkur en það er hreint ekki sjálfgefið.8. Og að lokum Lesa má þróun samfélagsins í listsköpun hvers tíma. Vöxtur í listum vitnar um ris samfélaga og blómstrun siðmenningar en hnignun listar segir til um þrengingar og fall samfélaga. Samfélagið hefur á engan hátt efni á að sópa listum undir teppið sem einhverju ómerkilegu og gagnslausu dútli. Öll saga mannkyns sýnir ljóslifandi að skapandi vinna, sem er fólgin í að gera innri veröld sýnilega, hver listamaður innan sinnar greinar, málverki, tónlist o.s.frv. er mikilvæg fyrir samfélagið. Að hemja eldinn, seinna temja húsdýr, finna upp hjólið, fylgjast með stjörnum, hugsa um tilgang lífsins, skreyta umhverfið, semja ljóð, tónlist dansa og trúa á lífið, færir rök fyrir því að listamaðurinn er í stóru og smáu stofnandi samfélagsins, vegvísir og verndari. Sönn list er áhrifamiðill sem byggt getur brýr og brotið niður múra manna á milli um allan heim. Á sama hátt og börnin eru lífssproti foreldra sinna er listin lífssproti samfélagsins í heild sinni og margbreytileika. Ég vona að lesandinn hafi haft gagn og gleði af að lesa þessar línur.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég ætla að reyna í stuttu máli að gera grein fyrir því ljóðræna í eðli mannsins, sköpunareðlinu. Það er að segja einu þokukenndasta hugtaki sem finnst í nútímasamfélagi, hugtakinu „list“. Hið eina sem hægt er að vita milliliðalaust er að maður er til! Upplýsingar um allt annað koma í gegn um skynfærin og öll skynfærin er hægt að blekkja. Hin eiginlega sköpun „trú“ býr því hið innra með manneskjunni og er grunnflötur allrar sköpunar mannsins hverju nafni sem hún nefnist. Skáldskapur, heimspeki og vísindi þurfa mikla ástundun til að bera ávöxt og listamaðurinn og listir verða ekki aðskilin hvort frá öðru. Með allt þetta að leiðarljósi vil ég svara spurningunni: „Hvað er list?“ Og mögulega hvað list ekki er og hversvegna það er áríðandi að listir og menning blómstri í samfélaginu.1. Listamaður Listamaðurinn fæðist sem manneskja og er þar af leiðandi manneskja. Allir hafa fræ sköpunareðlisins í sér. Sumir eru áhugasamir um listir án þess að sinna því nokkuð og það eru ekki allir sem sjá neina sérstaka ástæðu til að rannsaka eigin sköpunargáfu. En sem betur fer geta allir notið lista því að það krefst þess eins að vera sjálfur maður. Í gamla daga var listamaðurinn álitinn laginn handverksmaður sem í mörgum tilvikum færði skilaboð til samfélagsins frá Guði t.d. í formi myndlistar eða tónlistar. Það má alveg spyrja sig hvort þetta sé eitthvað öðruvísi nú til dags. Listamaðurinn verður fyrir áhrifum af ytri aðstæðum eins og allir aðrir en greiðir úr áhrifunum innra með sér. Þegar öllu er á botninn hvolft er list ekki neitt annað en leikur manneskju með eigin tilfinningar, huga og sjálf, leikur sem hvort sem það þykir gott eða vont, getur bergmálað innra með öðrum. Þetta er leikur með boðskap og visku sem á upphaf sitt í sál einstaklingsins, og hver veit hvar sálin á rætur sínar. Í innsta eðli sínu vinnur listamaðurinn út frá eigin lífi og miðar upplifanir sínar og athuganir út frá sínum eigin sjónarhól og engu öðru. Listamaðurinn stingur sér á kaf í sálardjúp sín í leit að innri persónulegum perlum. Perlum sem hafa fallið á lífsleiðinni niður í sálarbrunn hans og fundið góð vaxtarskilyrði í botnleðjunni í innsta sálarkima listamannsins, vaxa þar og dafna af reynslu hans og skilningi á reynslu annarra. Listamaðurinn ber með sér upp á yfirborðið þroskaðar perlur, sem með tíð og tíma sáldrast af gjafmildi yfir sköpunargleði annars fólks, samfélaginu til næringar, gagns og gleði. Til langs tíma litið er listamaðurinn persónulegur og uppbyggjandi í gerðum sínum. Hann ryður sína eigin braut og aðrir fylgja í kjölfarið. Líf listamannsins þarf að lesa aftur á bak því að allir byrja tungumálið á gúgú, gaga, líka skáld. Listamaðurinn þolir því illa utanaðkomandi þrýsting um að gera gagn í leitinni inn á við, því að listin er mjög persónuleg fyrir listamanninn, sem gerir það sem honum sjálfum gott þykir, án þess að láta sig skipta of miklu máli hvað hann ber úr býtum eða hvað öðrum finnst. Ríkjandi viðhorf í samfélaginu um hvað telst rétt og hvað telst rangt setur höft sem geta fjötrað listamanninn. En vegna þess að listamaðurinn sækir efnivið í verk sín, inn í sjálfan sig, getur honum fundist hann frjáls þótt hann feti þrönga stigu. Sumir listamenn vaxa og verða stórir og einhverjir nógu stórir til að færa út mörk.2. Listamaður og samfélag Samfélagið hefur tilhneigingu til að líta á listir sem eitthvert skraut, sem tekið er upp á tyllidögum, og hefur því miður lítinn áhuga á slíku þar fyrir utan nema það gefi vel af sér! Innan samfélagsins er gjarna litið á listamann sem þénar vel á list sinni með velþóknun en listamaður sem á erfitt uppdráttar er oft litinn hornauga og talinn vera einhver letingi. Eðli listamannsins er oft ruglað saman við eðli slæpingjans. Bæði þessi hugtök lýsa lífsmáta! Slæpinginn eyðir tíma sínum í dagdrauma og kemur sér undan að bera ábyrgð á sjálfum sér og öðrum. Það má vera að einhverjum virðist að sumum hlotnist viðurkenning auðveldlega fyrir störf sín og hún berist þeim á silfurfati, á meðan aðrir þurfa að leggja hart að sér til að hljóta viðurkenningu. En listamaður sem hefur náð góðum árangri við störf sín hefur venjulega lagt hart að sér til að ná þeim árangri eins og allir aðrir sem ná árangri. Listamaðurinn er virkur öllum stundum þótt ekki sé alltaf auðvelt að koma auga á það og hann hefur á ákveðinn hátt sama sess í samfélagi nútímans og seiðkarlinn (shaman) hafði í samfélögum fyrri tíma. Listamaðurinn lítur veröldina öðru ljósi og hann hefur persónuleg verkfæri til að sýna það. Frelsi er ótakmarkað því að allir hafa val um að taka aðstæðunum eins og þær eru og gera eitthvað úr þeim, eða ekki. En ótakmarkað frelsi einstaklingsins krefst eigin ábyrgðar og frjáls einstaklingur má búast við að þurfa að horfast í augu við eigin gjörðir og vera tilbúinn að taka mögulegum afleiðingum verka sinna. Einnig er þörf á að muna að það sem maður getur gert er ekki endilega það sem maður gerir eða vill gera. Svo er líka hægt að láta sér standa á sama um flest. Í samfélagi nútímans eru miklar kröfur um framleiðslu og hagnað. Allir vilja verða ríkir með ógnarhraða! Listamaðurinn stendur oft höllum fæti hvað þetta snertir. Hann er í innsta eðli sínu athafnamanneskja með hugsjónir. Að setja hugsjónir í framkvæmd tekur tíma og krefst fjármagns svo að sanngjarnt hlýtur að vera að spyrja: „Hver á að borga brúsann fyrir listir í samfélaginu?“ Svarið er einfalt. Samfélagið á að borga fyrir listir í samfélaginu. Listamaðurinn er hluti af samfélaginu og það er engin ástæða til að vanmeta framlag hans til þess. Listamaður fæðir af sér listaverk, mörg eða fá, stór eða smá. Kaup og sala á list setur af stað framleiðslu, hreyfingu fjármagns og veltu, stundum gerist það fljótt og stundum hægt. En ljós á gullþúfum, mýrarljós og annað villandi ljósblik getur villt um fyrir fólki. Almenningi getur líka reynst erfitt að skilja uppátæki listamannsins frá einum tíma til annars. Listamaðurinn fær oft sína fyrstu og eða mestu viðurkenningu frá samfélaginu þegar lífsverki hans er lokið eða að honum látnum og hægt er að skoða það í víðu samhengi. Listamanni sem auðnast að vekja athygli í samfélaginu fyrir andlát sitt getur ef hann er heppinn notið velgengni sinnar meðan hann lifir en samfélagið nýtur ávaxta listamannsins um aldur og ævi. Listir lifa áfram þótt listamaðurinn sé allur og halda því áfram að gefa af sér hagnað með ýmsu móti. Stuðningur við listamann, hver sem hann er, kemur því samfélaginu eingöngu til góða í víðara samhengi.3. Listamaðurinn gengur oft í berhögg við viðhorf samfélagsins og afsakar það ekki! Ekki er þó þar með sagt að allt ofbeldisfólk eða grófir einstaklingar séu listamenn, ekki frekar en að allt kurteist, hlýtt og umhyggjusamt fólk sé ekki listafólk. En listamaðurinn setur oft á tíðum fram nýja framsækna hugsun án þess að sætta sig við málamiðlun, hugsun sem í fljótu bragði getur reynst samfélaginu erfitt að gangast við. Þegar svo samfélagið hefur gengist við nýjum lausnum og leiðum sýnir sig að þær eru notadrjúgar í daglegu lífi hins almenna borgara og eru þá ekki lengur litnar hornauga. Á öllum tímum geta risið upp deilur og ósætti manna á milli um hvern ber að telja listamann í samtímanum og hvern ekki. Erfitt er að búa til uppskrift að því hvern skal kalla listamann og hvern ekki, vegna þess að listamaðurinn býr í öllu fólki þótt það séu aðeins fáir sem leggja það á sig að fara alla leið, þann krókótta stíg að gera listir að aðalstarfi sínu. Við fæðumst öll til lífsins og yfirgefum það aftur, kynslóð eftir kynslóð, og höfum hvert fyrir sig eigin skoðun á því hvað er list og hvað er ekki list. Listamaður sem er viðurkenndur í dag getur verið gleymdur á morgun og öfugt, en allir listamenn eiga það sameiginlegt að þeir hafa varanleg áhrif á umhverfi sitt þótt það geti gleymst með tíð og tíma hver gerði hvað og hversvegna, enda skiptir það litlu máli þegar upp er staðið. Þrátt fyrir að erfitt sé að vera sammála um hvern skal kalla listamann og hvern ekki breytir það ekki þeirri staðreynd að listamaðurinn er jafn nauðsynlegur hluti af samfélaginu og allir aðrir. Hann tekur þátt í að skapa það og breyta því ásamt öllum hinum. Listamaðurinn er nauðsynlegur, merkjanlegur og virkur hluti af lifandi samfélagi og hann má heyra, sjá og finna í öllum lögum mannlegs samfélags.4. Listamaður eða eitthvað annað Ásamt listamanninum er til annað fólk í samfélaginu sem kallar sig listamenn. Að skapa list krefst mikils tíma, nálægðar og opins huga eins og hjá barni sem leikur sér. En leikur barns sem hlær og skemmtir sér er bláköld alvara. Að dvelja í sjálfum sér er ákaflega tilfinningaþrungin upplifun og barn sem er rifið of harkalega frá leik sínum getur brugðist illa við trufluninni eins og margir foreldrar þekkja. Leikir barna eru þeim eðlislægir og heyra til þroska þeirra. Heiðarlegur leikur reynir á líkama, hug og sál í sömu andrá. Listin hefur mörg birtingarform en í kjarna sínum er hún blátt áfram leikur, og leikur listamannsins er, á sama hátt og hjá barni, eðlislægur hluti af þroska listamannsins. Það má vera að sumum finnist það að skapa listir áhyggjulaus iðja og ekkert alvöru starf en það er öðru nær ef maður reynir sjálfur af einhverri alvöru. Listsköpun krefst þess að maður hafi eitthvað að segja, og það að tala er ekki endilega það sama og að segja eitthvað. Einstaklingar á flótta undan sjálfum sér laðast gjarna að því sem lítur út fyrir að vera auðvelt og skemmtilegt. Þegar það svo kemur í ljós að listsköpun er ekki eins auðveld í framkvæmd og virðast kann við fyrstu sýn, heldur krefst vinnusemi og óskertrar athygli, er hætt við að reynt sé að stytta sér leið. Í því felst að látast. Í staðinn fyrir að keppast við, líta í eigin barm, finna sjálfan sig og vinna út frá því er hermt eftir öðrum með smávægilegum breytingum. Það sem er framleitt, er sótt í smiðju annarra listamanna og líkist þessvegna list í augum margra og selst kannski ódýrt í stóru upplagi eða sem orginalar fyrir svimandi fjárhæðir. Vegna þess að framleiðsla slíkra verka virðist vera list í augum margra má kalla þessháttar stúss „einsoglist“. Frumleiki einsog-listamannsins er lítill og á fátt skylt með list vegna þess að hann brynnir ekki hestum sínum í eigin sálarbrunni. Í stað þess að vinna vegna þess að verkefnið heillar leggur einsog-listamaðurinn áherslu á að selja framleiðslu sína. En það að selja listaverk er ekki það sama og að skapa listaverk. Athöfnin sjálf, vegferð tjáningar með boðskap, er ekki áríðandi fyrir einsog-listamann heldur að þéna mikið eða lítið. Sem betur fer fyrir einsog-listamanninn á hann oft auðveldara uppdráttar heldur en listamaðurinn við að aðlaga sig kröfum samtímans um framleiðslu og hagnað. Hinsvegar er það skammvinn gleði og ánægja að ná athygli almennings í samfélaginu, í stutta stund sem sirkusapi og ekki endilega jafngildi listsköpunar, því til lengri tíma litið eru áhrifin hverfandi. Þar sem einsog-listamanninn vantar frumleika er ekki hægt að kalla hann listamann, ekki einu sinni misheppnaðan listamann. Einsog-listamaðurinn er einsog-listamaður.5. Hobbí-listamaður Margir aðrir en listamenn spreyta sig á listsköpun og eiga fulla virðingu skilið fyrir það og ófáir hafa listir fyrir tómstundaiðju. Oftast stundar hobbílistamaðurinn venjulega launaða vinnu og hefur það sem fjárhagslegan grundvöll fyrir tómstundagamni sínu. Einhverjir heppnir geta þó með tímanum gert tómstundaiðju sína að atvinnu sinni. Hobbí-listamaður reynir ekki að þykjast vera eitthvað annað en hann er. Engin ástæða er til að efast um dugnað hobbí-listamannsins, en sköpunverk hans hafa litla þýðingu því að hann vantar boðskap, eigin persónuleika í verk sín. Persónan er gjarna áhugasöm um hvernig hlutirnir eru gerðir, „handverkið“, en er óviss um hvernig á að nota hæfileikana. Góður listamaður er venjulega reglulega flinkur handverksmaður innan sinnar greinar en handverkið er í sjálfu sér ekki list heldur handverk, og til að verða góður handverksmaður þarf maður að hafa mikið fyrir að æfa sig. Hinsvegar er góður handverksmaður ekki endilega skapandi. Arkitekt skapar hús en venjulega er það ekki hann sem reisir húsið heldur er það handverksmaðurinn sem byggir það. Hæfileikar hobbí-listamannsins og áhugi eru ekta og ekki ómögulegt að þeir þroskist. Á ákveðnu tímabili í lífi sínu getur persónan staðið frammi fyrir því erfiða vali að halda áfram að vera hobbí-listamaður eða láta freistast og útnefna sjálfan sig sem listamann án þess að líta inn á við og finna sjálfan sig. Með öðrum orðum, að verða einsog-listamaður. Að lokum getur hobbí-listamaðurinn fundið köllun sína og stigið það erfiða skref að finna boðskap sinn sem hann síðan flytur samfélaginu sem raunverulegur listamaður. Hobbí-listamaðurinn skoðar gjarna í smiðju listamannsins en hann reynir ekki að verða ríkur á kostnað annarra. Persónan viðurkennir fyrir sjálfri sér og öllum öðrum að hún er manneskja sem stundar hobbí. Að líkja eftir (kopiera) er ekki sama og að stæla. Eftirlíking er eftirlíking og það er sama hve góð eftirlíkingin er, hún verður aldrei frumverk (orginal.) Í aldaraðir hafa margir æft sig í að líkja eftir verkum annara listamanna, en listamaðurinn rífur sig að lokum lausan frá æfingunum, verður fyrir áhrifum frá öðrum listamönnum en finnur sína eigin leið. Að stæla er, á hinn bóginn, það að herma eftir því sem aðrir gera og eigna sér það. Hobbí-listamaðurinn reynir ekki að kalla sig listamann og verður aldrei, ekki frekar en einsog-listamaðurinn, kallaður listamaður, heldur hobbí-listamaður.6. Misheppnaðir listamenn Misheppnaður listamaður kafar í sálardjúp sín eins og listamaðurinn, hefur fundið sjálfan sig en týnt sér aftur. Hann ryður sér braut, slær glýju í augu fólks með blindandi hugsjónum, og með glópagulli getur hann lokkað fólk til fylgilags við sig. Með undirferli beitir hann öllum miðlum til að ná takmarki sínu og áður en nokkurn varir reynast hugsjónir hans tálsýnir einar og breiðar brautir ófæruflag. Eins og listamannsins er minnst er hins misheppnaða listamanns oft minnst eftir dauða sinn, en andstætt minningunni um listamanninn er minning misheppnaða listamannsins sjaldnast tengd við listir. Misheppnaðir listamenn eru hættulegt fólk því að þeir eru meðvitaðir og frumlegir í hugsun, orðum og gerðum en með neikvæðum formerkjum. Adolf Hitler var eldhugi og hafði mikinn listrænan metnað. Hann fékk í byrjun sterkan mótvind frá samfélaginu en hvort hann var geðveikur eða ekki er enn til umræðu. Hitler málaði og teiknaði myndir, sumar ansi laglegar og yndislegar. Hann hafði mikla ánægju af klassískri list, sér í lagi arkitektúr sem hann áleit æðra flestu öðru á sviði byggingarlistar. En sökum þess að skoðanir Hitlers, listrænn boðskapur og ástríða fékk ekki almennan meðbyr innan samfélagsins gerði hann, í skjóli gríðarlegra persónukrafta sinna, tilraun til að byggja upp nýtt samfélag sem hann stýrði sjálfur og hentaði honum betur. Til þess notaði hann kraftmikil áhöld, hann notaði ofbeldi. En ofbeldi er eins og sterkt meðal! Það hefur örugglega áhrif á sjúklinginn en aukaverkanirnar eru ófyrirsjáanlegar og geta haft hræðilegar afleiðingar. Lífshlaup Adolfs Hitlers bergmálar ennþá í nútímasamfélagi en umræður um frægðarsól hans og líf skilja sjaldnast eftir sig hugmyndir um að hann hafi verið listamaður.7. Maður fæðist, lifir og deyr! List hefur tilhneigingu til að lifa áfram efir sköpun sína og lifa skapara sinn. Listrænt innihald, boðskapur og persónuleiki mynda undirstöður í góðu listaverki og verður til þess að verkið er dáð um aldir. Hinsvegar hverfur einsog-list að mestu inn í algleymi eilífðarinnar, sem persónulausar dægurflugur, oft löngu á undan skapara sínum. En það er ástæða til að veita því athygli að sumt sem álitið er einsog-list í dag getur átt það til að standast tímans tönn og birt sig sem raunveruleg list. Á hverjum tíma er til fólk sem getur með nokkurri vissu komið auga á hvað er raunveruleg list sem kemur til með að lifa áfram og hvað ekki. En það er tíminn einn sem er hinn endanlegi hái dómari um hvað er list og hvað ekki er list. Sál getur snert sál með listinni í gegnum haf tímans. Það eru t.d. til listaverk frá fornum tímum sem ómögulegt er að gera endanlega grein fyrir. Hellamálverk, höggmyndir og fleira. Sum þessi verk eru háþróuð list sem við höfum litlar hugmyndir um hvernig ber að túlka en þau hrífa samt. En það eru þó ekki allir fornmunir listaverk. Listaverk geta auðveldlega týnst eins og annað en þau sem ná að lifa af í tímans rás í krafti innihalds og boðskapar, en verða ekki bara gömul án þess að eyðileggjast eða týnast, er hægt með nokkurri vissu að kalla sanna list. Án efa eru margir sem ganga um heiminn með sannan listamann í hjartanu en ná aldrei að birta hann. Að lifa er áhætta fyrir alla og örugg framtíð er hvergi til. Að bæla niður listamanninn í sjálfum sér og beygja sig fyrir þörfum og kröfum samfélagsins er ekki endilega ávísun á ömurlegt líf, ekki frekar en að það sé trygging fyrir hamingjusömu lífi að teygja sig innávið eftir listamanninum í sjálfum sér. Ekkert er rétt og ekkert er rangt aðeins ímyndunaraflið setur mörk. En á einn eða annan hátt kemur listamaðurinn alltaf upp á yfirborð samfélagsins og sprengir ramma þess. Listamaður er í mörgum tilvikum mjög margbrotinn persónuleiki sem fer sínar eigin leiðir. Skapandi eðli býr í öllum mönnum en það eru ekki allir sem gefa sig að því að skapa. Listamaðurinn er manneskja sem sækir inn á við og finnur listina innra með sér. Þannig er það ekki listamaðurinn sem skapar listina heldur er það listin sem skapar listamanninn. Allir geta skrúfað ljósaperu í ljósastæði en enginn kallar sig rafvirkja fyrir það eitt. Það eitt að vera góður að spila á píanó, flinkur að teikna, mála eða hafa gengið í listaskóla gerir mann ekki sjálfkrafa að listamanni. Listin er andleg innri vinna sem er gerð sýnileg í hinum ytri veraldlega heimi með ýmsum hætti. Hún sprettur frá sálinni og því er listin ekki sókn eftir frægð eða peningum. Allir þurfa að borða, drekka og halda hlýju á kroppnum en sálin þarf enga viðurkenningu aðra en sína eigin og ekki frekar en tilfinningarnar biður listin nokkurn um lof, hún birtist bara. Þess vegna getur listamaður snert við kjarnanum í fólki og orðið við það frægur og ríkur en það er hreint ekki sjálfgefið.8. Og að lokum Lesa má þróun samfélagsins í listsköpun hvers tíma. Vöxtur í listum vitnar um ris samfélaga og blómstrun siðmenningar en hnignun listar segir til um þrengingar og fall samfélaga. Samfélagið hefur á engan hátt efni á að sópa listum undir teppið sem einhverju ómerkilegu og gagnslausu dútli. Öll saga mannkyns sýnir ljóslifandi að skapandi vinna, sem er fólgin í að gera innri veröld sýnilega, hver listamaður innan sinnar greinar, málverki, tónlist o.s.frv. er mikilvæg fyrir samfélagið. Að hemja eldinn, seinna temja húsdýr, finna upp hjólið, fylgjast með stjörnum, hugsa um tilgang lífsins, skreyta umhverfið, semja ljóð, tónlist dansa og trúa á lífið, færir rök fyrir því að listamaðurinn er í stóru og smáu stofnandi samfélagsins, vegvísir og verndari. Sönn list er áhrifamiðill sem byggt getur brýr og brotið niður múra manna á milli um allan heim. Á sama hátt og börnin eru lífssproti foreldra sinna er listin lífssproti samfélagsins í heild sinni og margbreytileika. Ég vona að lesandinn hafi haft gagn og gleði af að lesa þessar línur.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun