Erlent

Nauðsyn að aflétta hindrunum til að bæta samskiptin

Atli Ísleifsson skrifar
Dmitri Medvedev, forsætisráðherra Rússlands sækir nú fund ASEAN-ríkja í Mjanmar.
Dmitri Medvedev, forsætisráðherra Rússlands sækir nú fund ASEAN-ríkja í Mjanmar. Vísir/AFP
Dmitri Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, segir nauðsynlegt fyrir vesturveldin að aflétta viðskiptaþvingunum sínum gegn Rússum ef ætlunin sé að bæta samskipti milli deiluaðila. Þetta ku Medvedev hafa sagt við Barack Obama Bandaríkjaforseta á fundi ASEAN-ríkja sem fram fer í Mjanmar um þessar mundir.

Í frétt Reuters kemur fram að Medvedev hafi sagt það nauðsynlegt að aflétta viðskiptaþvingunum, koma á fyrra ástandi og eðlilegum, yfirveguðum og uppbyggilegum samræðum milli aðila.



Medvedev segist jafnframt búast við að rússneska rúblan muni styrkjast á ný þegar rússneska efnahagslífið næði ákveðnum jafnvægispunkti, en gengi rúblunnar hefur hríðfallið síðustu vikurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×