Raunsæ sveitasaga heillaði landann Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar 24. október 2014 10:30 Bjarni Harðarson, eigandi Bókaútgáfunnar Sæmundar, er alltaf að grúska í gömlum bókum. Hann hefur mikinn hug á að endurútgefa einhverjar þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Raunsæ sveitasaga af stéttaskiptingu og baráttu lítilmagnans fyrir 100 árum heillaði landann umfram aðrar sögur í sumar og var þar til nýverið í 1. sæti á metsölulista Eymundsson. Þótt jólabækurnar streymi í bókaverslanir er Afdalabarn Guðrúnar frá Lundi enn í 7. sæti, þremur mánuðum eftir útkomu bókarinnar. Eftirspurnin var slík að bókin fór þrisvar í prentun. Upplagið er 6.500 eintök, þar af 1.000 harðkiljur, sem Bjarni Harðarson, bóksali og bókaútgefandi á Selfossi, er nýbúinn að dreifa í verslanir. „Tilvalin jólagjöf,“ segir hann að hætti góðs sölumanns. En af hverju ákvað hann að gefa út Afdalabarn? „Bókin er árennileg í útgáfu. Sagan er stutt og ekki þessi klassíska ástarsaga sem Guðrún er frægust fyrir. Vinsældirnar fóru þó fram úr okkar björtustu vonum. Það kom okkur líka skemmtilega á óvart hversu ungt fólk var áhugasamt og að bókin skyldi verða svona vinsæl flugvélabók, eins og metsala í Leifsstöð sannar,“ segir Bjarni. Þegar hann talar um „okkur“ á hann við sig sjálfan og Guðjón Ragnar Jónsson, markaðsstjóra Bókaútgáfunnar Sæmundar. „Guðjón, sem er bókmenntamaður og sveitamaður, á heiðurinn af þessu verkefni og líka málþingi um Guðrúnu frá Lundi í Eymundsson í Austurstræti á laugardaginn. Spurður hvort hann ætli að fylgja Afdalabarni eftir með fleiri bókum eftir Guðrúnu játar hann hvorki né neitar, „Við erum að skoða eitt og annað varðandi útgáfu fleiri bóka eftir hana og fleiri. Mig klæjar líka í lófana að endurvekja góða höfunda, sem verðskulda að vera meiri gaumur gefinn.“Afdalabarn eftir Guðrúnu frá Lundi birtist fyrst sem framhaldssaga í Nýja kvennablaðinu á árunum 1946-1949.Bjarni nefnir nokkra sem hann hefur augastað á, til dæmis Ragnheiði Jónsdóttur og Kristmann Guðmundsson, samtímafólk Guðrúnar. „Auk Dóru-bókanna og fleiri unglingabóka skrifaði hún Arf, stórmerkilega þjóðfélagsádeilu, og Í skugga Glæsibæjar 1945 þar sem Gaulverjabær er fyrirmyndin og atburðir sem þar gerðust. Hálfgerð hvítflibbaglæpasaga. Hvorki Guðrún né Ragnheiður voru teknar alvarlega sem rithöfundar þótt bækur þeirra nytu vinsælda hjá almenningi. Konur áttu bara að skrifa barnabækur í þá tíð,“ segir Bjarni. Kristmann Guðmundsson segir hann líka rithöfund, sem ekki hafi notið sannmælis. Eins og Guðrún hafi hann verið góður í að lýsa íslenskum sveitaraunveruleika. „Svo get ég nefnt Guðmund Daníelsson, okkar skáld hér á Selfossi.“ segir Bjarni og bætir við að allt séu þetta bollaleggingar, enda sé hann ekkert farinn að athuga með útgáfurétt og annað slíkt. Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Raunsæ sveitasaga af stéttaskiptingu og baráttu lítilmagnans fyrir 100 árum heillaði landann umfram aðrar sögur í sumar og var þar til nýverið í 1. sæti á metsölulista Eymundsson. Þótt jólabækurnar streymi í bókaverslanir er Afdalabarn Guðrúnar frá Lundi enn í 7. sæti, þremur mánuðum eftir útkomu bókarinnar. Eftirspurnin var slík að bókin fór þrisvar í prentun. Upplagið er 6.500 eintök, þar af 1.000 harðkiljur, sem Bjarni Harðarson, bóksali og bókaútgefandi á Selfossi, er nýbúinn að dreifa í verslanir. „Tilvalin jólagjöf,“ segir hann að hætti góðs sölumanns. En af hverju ákvað hann að gefa út Afdalabarn? „Bókin er árennileg í útgáfu. Sagan er stutt og ekki þessi klassíska ástarsaga sem Guðrún er frægust fyrir. Vinsældirnar fóru þó fram úr okkar björtustu vonum. Það kom okkur líka skemmtilega á óvart hversu ungt fólk var áhugasamt og að bókin skyldi verða svona vinsæl flugvélabók, eins og metsala í Leifsstöð sannar,“ segir Bjarni. Þegar hann talar um „okkur“ á hann við sig sjálfan og Guðjón Ragnar Jónsson, markaðsstjóra Bókaútgáfunnar Sæmundar. „Guðjón, sem er bókmenntamaður og sveitamaður, á heiðurinn af þessu verkefni og líka málþingi um Guðrúnu frá Lundi í Eymundsson í Austurstræti á laugardaginn. Spurður hvort hann ætli að fylgja Afdalabarni eftir með fleiri bókum eftir Guðrúnu játar hann hvorki né neitar, „Við erum að skoða eitt og annað varðandi útgáfu fleiri bóka eftir hana og fleiri. Mig klæjar líka í lófana að endurvekja góða höfunda, sem verðskulda að vera meiri gaumur gefinn.“Afdalabarn eftir Guðrúnu frá Lundi birtist fyrst sem framhaldssaga í Nýja kvennablaðinu á árunum 1946-1949.Bjarni nefnir nokkra sem hann hefur augastað á, til dæmis Ragnheiði Jónsdóttur og Kristmann Guðmundsson, samtímafólk Guðrúnar. „Auk Dóru-bókanna og fleiri unglingabóka skrifaði hún Arf, stórmerkilega þjóðfélagsádeilu, og Í skugga Glæsibæjar 1945 þar sem Gaulverjabær er fyrirmyndin og atburðir sem þar gerðust. Hálfgerð hvítflibbaglæpasaga. Hvorki Guðrún né Ragnheiður voru teknar alvarlega sem rithöfundar þótt bækur þeirra nytu vinsælda hjá almenningi. Konur áttu bara að skrifa barnabækur í þá tíð,“ segir Bjarni. Kristmann Guðmundsson segir hann líka rithöfund, sem ekki hafi notið sannmælis. Eins og Guðrún hafi hann verið góður í að lýsa íslenskum sveitaraunveruleika. „Svo get ég nefnt Guðmund Daníelsson, okkar skáld hér á Selfossi.“ segir Bjarni og bætir við að allt séu þetta bollaleggingar, enda sé hann ekkert farinn að athuga með útgáfurétt og annað slíkt.
Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira